Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 34
32
ÚR^AL
litla vinahópnum vonuðu öll, að
„Ariel“ hefði rekið undan stormi og
að þeim hefði tekizt að leita skjóls
í einhverri fjarlægri vík. Trelawney
var óþreytandi í elju sinni. Hann
gekk á fjörur í leit að einhverju
reki. Og eftir marga orðvana daga
rakst Trelawney loks á lík á strönd-
inni . . . tvö lík, sem voru þegar
hálfétin. Líkin voru í svo slæmu
ásigkomulagi, að það var ekki auð-
velt að þekkja þau. Þó lék enginn
vafi á því, að þetta voru þeir Shell-
ey og Williams. Hann lét grafa þá
til bráðabirgða í leskjuðu kalki
þarna á ströndinni og sneri heim
þrunginn örvæntingu til þess að til-
kynna þessar hörmulegu fréttir.
Síðan voru líkin ónáðuð í síðasta
sinn, er þau voru grafin upp úr kalk-
gröf sinni í sandinum. Og á hinum
gullna sandi fyrir neðan greniskóg-
inn og fjallshlíðarnar voru þau öll
við bálköstinn við undirleik muldr-
andi sjávarins. Síðan var ösku
Shelleys safnað saman í lotningar-
fullri þögn, hún sett í lítinn eikar-
kassa og flutt hátíðlega til Rómar.
Og í skjóli á milli skástoðanna í
gamla, rómverska múrnum voru
dauðlegar leifar þessara þrjátíu ára
hans hér á jörðu lagðar til hinztu
hvíldar.
☆
Vinnumiðlunarskrifstofa ein i Toronto hefur búið sér til „pilsa-
lengdarmælitæki“, sem hún kallar „Mod Meter“. Mælitæki þetta er
notað til þess að gefa stúlkum góð ráð um þá pilsalengd sem æski-
leg er talin í skrifstofum í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins. Mæli-
tækið sýnir, að forráðamenn bankanna vilja ekki, að stúlkurnar gangi
í styttri pilsum en hnésíðum, en fyrirsætur á teiknistofum geta ley.ft
sér að nota sídd, sem nær aðeins niður á mið læri. Og Þar á milli í
„hækkandi" röð koma svo skrifstofur vátryggingarfélaga, endurskoð-
enda, verksmiðja, lögfræðinga, verðbréfa- og fasteignasala, kvikmynda-
framleiðenda og auglýsingafyrirtækja.
The Insider’s Newsletter.
Bandarískir viðskiptasérfræðingar, sem starfa í Bonn í Vestur-
Þýzkalandi, botnuðu ekkert í vöruflokksheiti einu, sem var alltaf að
skjóta upp kollinum i viðræðum um vandamál hins sameiginlega
Evrópumarkaðar. Þetta var heitið „óætar garðyrkjuvörur". Sérfræð-
ingar og túlkar báru saman ráð sín. Heitið merkir einfaldlega BLÖM.
AP.
Auglýsing í deildarverzluninni: „Öll óskilabörn, sem eru ekki sótt
innan tveggja klukkustunda, verða send burt til ættleiðingar.1'