Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 112
110
sem ég hafði hingað til orðið var
við í fari hans. Prófessor Barnard
talaði lágri röddu: „Mér er innan-
brjósts sem flugmanni, sem hefur
hrapað til jarðar,“ sagði hann. „Nú
vil ég gjarnan, dr. Blaiberg, að
þér hjálpið mér til að koma nýrri
flugvél á loft hið fyrsta, svo að
mér reynist unnt að öðlast sjálfs-
traust mitt að nýju.“
Ég vissi ekki hvað hann var að
gefa í skyn. „Prófessor,“ spurði ég
undrandi,“ hvers vegna eruð þér
að segja mér þetta? Þér vitið, að
ég er reiðubúinn til þess að und-
irgangast þennan uppskurð hvenær
sem þér óskið.“
„En vitið þér ekki, að Louis
Washkansky er látinn?“ spurði
hann. „Hann dó úr lungnabólgu í
rnorgun."
Fréttirnar komu mér mjög á
óvart. Hj úkrunarkonurnar og hin-
ir sjúklingarnir höfðu leynt mig
þessum upplýsingum. Og ég var
svo þreyttur og leiður þessa dag-
ana, að ég spurði ekki að því leng-
ur, hvernig Washkansky liði. Nú
vissi ég ástæðuna fyrir dapurleika
dr. Barnards.
„Prófessor,“ sagði ég, „ég er enn
ákafari í að undirgangast þennan
uppskurð en nokkru sinni fyrr,
ekki aðeins mín vegna, heldur
einnig vegna yðar.“
HIN STÓRFURÐULEGA
TILVILJUN
Ég var fluttur í einkasjúkrastofu
í undirdeild C2 á hjartadeildinni.
Þangað, komu svo brátt tvær
hjúkrunarkonur til þess að raka
af mér allan hárvöxt til undirbún-