Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 47
LAUSN Á GULLKREPPUNNI
45
verðið komist niður í 35 dollara á
únsuna. Þá mundi koma flatt upp á
marga braskara sem eytt hafa öllu
sínu í gull og tekið lán með háum
vöxtum í þeirri trú að þeir gætu
sprengt upp gullverðið og hirt síðan
ofsagróða. En þó svo að þessir gróða'
brallsmenn færu hreinlega á haus-
inn með allt sitt, þá mun dollaran-
um ekki verða bjargað, nema til
komi ný og stórfelld átök Banda-
ríkjanna til að rétta við efnahag
sinn! Evrópskir aðalbankar krefjast
þess nú eindregið af stjórninni í
Washington, að hún vinni á móti
verðrýrnuninni með því að leggja á
hærri tekjuskatta og draga úr ríkis-
útgjöldum. En þjóðþing Bandaríkj-
anna hefur að sínu leyti gert stjórn-
inni meira af gulli tiltækt, með því
að nema úr gildi ákvæði um það að
gullforði verði að vera til fyrir fjórð-
ungi allra bankaseðla, sem í gildi
eru.
Hvað Bandaríkin snertir, þá veit-
ir allt þetta þeim aðeins stutta and-
hvíld, og á meðan verða þau enn
að herða á sköttunum. Geri þau það
ekki, þá gæti svo farið að gullið færi
enn að hraðhækka á markaðinum
og þar með að flýja dollarann hröð-
um skrefum, en það gæti leitt til
heimskreppu með svipuðum afleið-
ingum og um 1930.
„PAPPÍRSGULL“
Fyrir einum fimm árum hófust
viðræður sem síðan hafa staðið milli
bandarísku fjármálastjórnarinnar og
alþjóðabankans, en sá banki er ein
af stofnunum S.Þ. og var settur upp
í Washington eftir síðari heimstyrj-
öld til þess að koma lagi á gjald-
eyrismál hinna ýmsu ríkja. Var ætl-
unin að koma á gagngerðri umbreyt-
ingu á skipulagi þeirra mála.
Aðalhugmyndin var sú að koma á
fót alþjóðlegri gjaldmiðilsgerð, sem
skyldi við hlið dollarans og gullsins
tryggja jafna og stöðuga heimsverzl-
un og vinna gegn verðhækkunum og'
verðfalli. Gullmagnið er eins og
menn vita, takmarkað. Nemur gull-
vinnslan sem svarar 1.4 milljörðum
dollara á ári, og af því fara um 600
milljóna virði til iðnaðar, skraut-
gripa og tannlækna. Hitt hrekkur
varla fyrir eftirspurn franskra
bænda og indverskra fjölskyldu-
mæðra, sem hvorug hafa neina trú á
því að leggja fyrir á annan hátt en
þann að eignast gull.
Haustið 1967 hélt alþjóðabankinn
árlegan fund sinn í Rio de Janeiro
og voru þar samþykkt frumatriði á-
ætlunar, sem miða að því að koma á
fót nýju fyrirkomulagi gjaldmiðils-
tryggingar. Var því gefið nafnið
„séryfirdráttarheimildir". Er hér um
að ræða alþjóðlegan gjaldmiðil, sem
eingöngu á að nota til millifærslna
milli ríkja, en ekki í almennum við-
skiptum einstaklinga og fyrirtækja.
Aætlunin var nánar ákveðin i ein-
stökum atriðum á ráðstefnu sem
haldin var í Stokkhólmi í maí síðast-
liðnum. Verða hin 107 aðildarríki al-
þjóðabankans nú að gera það upp
við sig hvort þau vilji undirrita sam-
þykkt, sem felur í sér að stjórn
sjóðsins leggi árlega til veitingu sér-
yfirdráttarheimilda allt eftir því sem
hún telur að henti bezt viðgangi
heimsverzlunarinnar og fjárfesting-
innar.
Atkvæðisrétturinn við alþjóða-