Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 70

Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 70
68 ÚRVAL allrar virktar, sem okkur þykir vænst um, heldur hinar, sem vaxa í garði manns sjálfs. Það er þá fyrst, ef þú sér rós þína spretta og ná þroska, að þú ferð að finna til þess að hún á sér sérstakan persónu- leika, ef ekki meðvitund. Þetta reyndi ég fyrst í þau 15 ár sem ég átti garð við heimili mitt á Ítalíu. En þegar ég settist að í Limonta, þessum fámenna stað, og eignaðist óviðjafnanlegan rósagarð, þá komst ég í kynni við rósarlúsina, þennan skaðvald og óvætt, sem getur orð- ið stærri en nögl á þumalfingri. Garðyrkj umaðurinn minn, hann Jóhannes, var þolgóður, æðrulaus maður. Sama var hvað fyrir kunni að koma, vond tíð, eða sjúkdómar í jurtunum, þá var andsvarið ætíð hið sama: þetta eru forlög, við þeim er ekkert að gera. „Ekki er það rétt,“ svaraði ég, og var þá hið fegursta veður í maí og sól í heiði. Rósirnar voru svo ágætar, að fólk kom langar leiðir að úr héraðinu til að skoða þær, og magginolini — svo heitir lúsin — flaug milli blómanna til að sjúga úr þeim safann. Ég lét allt fólkið, sem ég hafði á að skipa, fara að tína lýs. Svo voru þær settar í dall með steinolíu. Giovanni (Jóhannes) gekk vel fram í þessu, en virtist þó heldur efablandinn. Hann hélt víst að ég væri vitlaus og galin, en varaðist að gefa það til kynna. En feginn varð hann, þegar allar lýs voru horfnar og af tíndar. Rósir eru einhverjar hinar mestu undrajurtir, og það er gaman að gera á þeim tilraunir, sem ætla mætti að þeim væri um megn að. standast. En rósum er fátt um megn. Það sannaði ég þegar þær fóru að spretta á hnullunginum stóra, sem stóð við garðshliðið, á þeim hnullungi, eða bjargi réttara sagt, vildi ekkert vaxa nema harð- gerðasta illgresi, svo örþunn og hörð var jarðvegsskánin, sem þakti hann. Ég reyndi að gróðursetja þar harðgerar klifurjurtir, og skrið- jurtir, en allt ltom fyrir ekki, ill- gresið óx yfir þær dauðar, þegar það var búið að kæfa þær. Þá komst ég að því að til er sú tegund rósa, sem kallast rosa wichuraiana, og vex vel í grýttum jarðvegi þunnum og þekur vel svörðinn. Hún hefur gljáandi blöð fagurgræn og lítil, ljósrauð blóm, sem springa út seint á sumri. Af þessari tegund fékk ég tylft, og Giovanni (Jóhannes) leizt ekki meira en svo á, en gerði það, samt fyrir bænarstað minn, að planta þeim á bjargið. Eftir misseri var steinnin allur orðinn þakinn fagurgrænum blöðum og litlum ljósrauðum blómum. Svona ófst rosa wichuraiana um allan stein- inn. Þessi rósartegund er harðger- ari en nokkurt illgresi, falleg og ilmar vel. Svo fagrar voru rósirnar mínar, að enginn nema Fantin-Latour hefði getað lýst því. Hann einn. En er nokkurt listaverk náttúrunni fegra? Inni í húsi mínu hafði ég rósir alla daga, og þegar ég sneið af, gætti ég þess, að láta hálfút- sprungna og óútsprungna blóm- hnappa fylgja með á hverjum stikh, enda fer bezt á því að. tein- ungarnir séu mislangir, eins og þeir séu að spretta upp af blómkerinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.