Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 69
Engum listamanni hefur tekizt
jafnvel aö mála blóm, einkum.
rósir, sem Fantin-Latour (1836—190ltJ.
Mynd þessi, sem hér er aö sjá,
er í listasafni Clarks í
Massachusetts.
Elskulegu
rósirnar
mínar
Þó að ekki sé hægt að
segja með sanni að
rósir hafi mennska eig-
inleika, þá má þó segja
sem svo að þær hafi
hið sama persónugildi sem menn.
Sjálf umgengst ég rósir eins og ást-
vini af betra tagi. Rósir eru mér
endurminningasjóður til viðhalds
þeim kærleika sem ég hef borið til
manna sem liðnir eru burt frá mér.
Það er rósin sem er Mozart blóm-
anna í mínum huga. Ekkert tón-
skáld er jafn fjölhæft og hann, og
eins er rósin, tilbreytni hennar er
óendanleg. Villirósir fátæklegar
gróa á hrjóstrugum, eyðilegum, ill-
viðrasömum fjöllum, ræktaðar rósir
í gróðurhúsum eiga sér takmarka-
lausa frjósemi og fegurð, þær eru
seldar dýru verði. Og svo eru ótal
stig þar á milli. í öllum löndum
eru rósir ræktaðar, á hverju ári
koma fram kynbætt afbrigði, ný og
ný, flugvélar taka við farmi þess-
um ferskum og koma honum á ör-
stuttri stund milli fjarlægra landa.
En það eru ekki þessi skrautlegu,
suðrænu blóm, sem hafa gnægð
Hér er útsýniö yfir Como-
vatn frá sveitasetri
Marcia Davenport,
húsinu sem hún kallar:
„litla húsiö mitt viö vatniÖ“.
Eftlr MARCIA DAVENPORT
66
67