Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 37
r
, löipill
CRUSOE TSLAND
f 4< tt-t?
l5P|il5Ef|
í þrjátíu ár hafði mig langað til
að koma til eyjar þessarar og nú
var stundin runnin upp. Mér var
sem ég sæi hann fyrir mér þennan
mann, sem eftir var skilinn, hvar
hann óð upp undir hendur í sjón-
um á eftir skipinu og grátbað skip-
stjórann að taka sig upp. Bænum
hans var ekki sinnt. Hann óð í
land, yfirkominn af angist, og varð
þá fyrst fyrir að athuga hvað hann
hefði fengið að taka með sér. Ekki
var það margt: byssa, púður og
högl, öxi, hnífur og ketill, lítið
koffort með fatnaði, tóbaki, sigl-
ingatækjum og biblíu. En enginn
matur af nokkru tagi. (Defoe lætur
Robison Crusoe komast út í strand-
að skip fyrir utan brimgarðinn til
þess að sækja sér nauðsynjar,
þ.á.m. sjö byssur, púðurtunnu og
högl, sykur, romm, brauðhleif,
nagla, hverfistein og smíðatól).
Selkirk bjó fyrst um sig í hellis-
skúta. En þar gat hann ekki að-
hafzt við til lengdar, því mikill
fjöldi sæljóna hafði uppi öskur og
ólæti allar nætur, og voru þau þá
að berjast um hinar álitlegustu af
yngismeyjum meðal sæljóna. Og
flýði hann þaðan á land upp ofar
Cumberlandsflóa og bar á baki sér
farangur sinn allan. Það var hin
mesta þrekraun.
35