Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 38

Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 38
.36 ÚRVAL Þegar við vorum komnir hálfa leið inn í flóa þennan, sáum við hvar hvít geit var stödd á klettasyllu í nokkui'ra hundraða metra hæð, svo mjórri, að furða var að hún skyldi geta fótað sig. Og svo sáum við aðra, enn ofar. Ekki gat leikið vafi á því að geitur þessar voru ættaðar frá geitum þeim, sem Sel- kirk hafði haft sér til viðurværis forðum. (Juan Fernandez hét sá sem eyju þessa fann fyrstur, og var það á sextándu öld. Hann reyndi að nema eyjuna og stofna þar þjóð- félag. En enginn toldi þar og ná- lega hið eina, sem þá var eftir til marks um mannabyggð, voru þess- ar hvítu geitur, sem þrifust þarna vel. Stundum bar það við að skip komu þar að landi í þeim tilgangi að veiða geitur skipshöfninni til matar). Þegar við sigldum inn fjörðinn, blasti við okkur framundan og á báðar hendur klettótt strönd, reis þar stallur af stalli og minnti þetta á ofurstórt hringleikhús, en á tveimur stöðum var bergið klofið niður í rætur og gengu þar inn af dalverpi og komu úr þeim lækir sem runnu í sjó fram. Stutt er þarna milli íjalls og fjöru. Þar er lítið fiskiþorp, sem ber nafn Jó- hannesar skírara. Húsin eru úr timbri, lítil og öll eins. Fyrir fram- an húsaröðina liggja bátarnir. Ef ekki væri þessi litla mannabyggð, væri eyjan öldungis hin sama og hún var á dögum Selkirks. ROTTUR, KETTIR OG GEITUR Á einni af þessum klettasyllum var það, sem Selkirk byggði sér kofa, því þaðan sást vel til hafs og dag hvern sat hann tímum sam- an og gætti þess hvort hann sæi skip koma að. Aldrei kom neitt skip. Einveran þrúgaði hann, eins og söguhetju Defoes. Hann sá „aldr- ei neitt kvikt“ hvernig sem hann starði, og tók hann nú (hafandi ekki annað fyrir stafni) að iðrast synda sinna, ekki sízt þátttöku sinnar í ólátum á götum úti í æsku sinni, en fyrir þetta hafði hann orðið að þola kárínur af presti sín- um í Largo í Fife. Nú tók hann til við að lesa biblíuna, æfa bænahöld og syngja sálma í gönguferðum sín- um um eyna, en sálmana hafði hann lært utan að í bernsku. Með þessum guðræknisiðkunum tókst honum að bægja frá sér ein- manaleikanum og þunglyndinu. Hann tók að gleðjast af dásemdum náttúrunnar og sjálf einveran varð honum uppspretta sannrar gleði. Og samtímis tók hann til við. smíði tveggja lítilla húsa og hafði í þau við úr pipartré, og ætlaði að sofa í öðru, en hafa hitt fyrir eldhús, og setti þau þar niður sem vígi var gott, og bratt að sækja að þeim. Robinson óttaðist mannætur, Sel- kirk óvinveitta Spánverja. (Spánn átti í ófriði við England). í byrjun sóttu að Selkirk rottur, sem vildu naga á honum iljarnar á nóttunni, og föt hans meðan hann svaf. Þessar rottur höfðu synt í land úr skipinu og tímgast ört. Sem bet- ur fór höfðu kettir gert hið sama, og varð það honum til happs og líklega lífs, Walter Rodgers, skip- stjórinn sem fann hann að endingu þarna á eyjunni, segir hann hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.