Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 38
.36
ÚRVAL
Þegar við vorum komnir hálfa
leið inn í flóa þennan, sáum við
hvar hvít geit var stödd á klettasyllu
í nokkui'ra hundraða metra hæð,
svo mjórri, að furða var að hún
skyldi geta fótað sig. Og svo sáum
við aðra, enn ofar. Ekki gat leikið
vafi á því að geitur þessar voru
ættaðar frá geitum þeim, sem Sel-
kirk hafði haft sér til viðurværis
forðum. (Juan Fernandez hét sá
sem eyju þessa fann fyrstur, og var
það á sextándu öld. Hann reyndi að
nema eyjuna og stofna þar þjóð-
félag. En enginn toldi þar og ná-
lega hið eina, sem þá var eftir til
marks um mannabyggð, voru þess-
ar hvítu geitur, sem þrifust þarna
vel. Stundum bar það við að skip
komu þar að landi í þeim tilgangi
að veiða geitur skipshöfninni til
matar).
Þegar við sigldum inn fjörðinn,
blasti við okkur framundan og á
báðar hendur klettótt strönd, reis
þar stallur af stalli og minnti þetta
á ofurstórt hringleikhús, en á
tveimur stöðum var bergið klofið
niður í rætur og gengu þar inn af
dalverpi og komu úr þeim lækir
sem runnu í sjó fram. Stutt er
þarna milli íjalls og fjöru. Þar er
lítið fiskiþorp, sem ber nafn Jó-
hannesar skírara. Húsin eru úr
timbri, lítil og öll eins. Fyrir fram-
an húsaröðina liggja bátarnir. Ef
ekki væri þessi litla mannabyggð,
væri eyjan öldungis hin sama og
hún var á dögum Selkirks.
ROTTUR, KETTIR OG GEITUR
Á einni af þessum klettasyllum
var það, sem Selkirk byggði sér
kofa, því þaðan sást vel til hafs
og dag hvern sat hann tímum sam-
an og gætti þess hvort hann sæi
skip koma að. Aldrei kom neitt
skip. Einveran þrúgaði hann, eins
og söguhetju Defoes. Hann sá „aldr-
ei neitt kvikt“ hvernig sem hann
starði, og tók hann nú (hafandi
ekki annað fyrir stafni) að iðrast
synda sinna, ekki sízt þátttöku
sinnar í ólátum á götum úti í æsku
sinni, en fyrir þetta hafði hann
orðið að þola kárínur af presti sín-
um í Largo í Fife. Nú tók hann til
við að lesa biblíuna, æfa bænahöld
og syngja sálma í gönguferðum sín-
um um eyna, en sálmana hafði hann
lært utan að í bernsku.
Með þessum guðræknisiðkunum
tókst honum að bægja frá sér ein-
manaleikanum og þunglyndinu.
Hann tók að gleðjast af dásemdum
náttúrunnar og sjálf einveran varð
honum uppspretta sannrar gleði. Og
samtímis tók hann til við. smíði
tveggja lítilla húsa og hafði í þau
við úr pipartré, og ætlaði að sofa í
öðru, en hafa hitt fyrir eldhús, og
setti þau þar niður sem vígi var
gott, og bratt að sækja að þeim.
Robinson óttaðist mannætur, Sel-
kirk óvinveitta Spánverja. (Spánn
átti í ófriði við England).
í byrjun sóttu að Selkirk rottur,
sem vildu naga á honum iljarnar á
nóttunni, og föt hans meðan hann
svaf. Þessar rottur höfðu synt í land
úr skipinu og tímgast ört. Sem bet-
ur fór höfðu kettir gert hið sama,
og varð það honum til happs og
líklega lífs, Walter Rodgers, skip-
stjórinn sem fann hann að endingu
þarna á eyjunni, segir hann hafa