Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 127
TIL SÍÐASTA HJARTSLÁTTAR
125
reglulega til sjúkrahússins til þess
að spyrjast fyrir um mig. Og í
bakaleiðinni kom hann alltaf við í
Groote Schuursjúkrahúsinu, jafn-
vel áður en hann fór heim til sín.
Kvöld eitt kom hann inn í her-
bergi mitt, klæddur sótthreinsuðum
fötum, slopp og andlitsgrímu að
venju, og hélt á gagnsæjum plast-
kassa. Og fyrir framan glervegg-
inn, sem lá að ganginum, gat að líta
ljósmyndara í sams konar búningi.
Kassinn hafði að geyma gamla
hjartað mitt í rotvarnarupplausn.
Við prófessor Barnard sátum svo-
litla stund á rúminu mínu, og hann
athugaði hjartað með rólegum
áhuga vísindamannsins. Hann benti
mér á, að yfir 90% af hjartavöðv-
anum væru orðnir trefjakenndir
eða hefðu breytzt í óvirkan vef, al-
settan örum. Hann sagði, að það
væri í sjálfu sér kraftaverk, að mér
hefði tekizt að lifa fram á hjarta-
flutningsdaginn.
Prófessor Barnard leit upp frá
hjarta mínu og sagði spurnarrómi:
,,Dr. Blaiberg, gerið þér yður grein
fyrir því, að þér eruð fyrsti maður-
inn í sögu mannkynsins, sem gefizt
hefur tækifæri til þess að sitja og
horfa á sitt eigið, dauða hjarta?“
Ljósblossa,'r myndaltökumannsins
leiftruðu hver á fætur öðrum, og
atburður þessi hafði þar með verið
skráður fyrir komandi kynslóðir.
Hjartað sjálft er nú frægt sýnishorn
á sviði sjúkdómsfræðinnar.
„HEIMURINN ER
DÁSAMLEGUR"
Jafnvel í óhófsíbúð getur lífið
orðið tilbreytingarlaust. Og ég varð
eirðarlaus, er vikurnar liðu hver af
annarri. Ég vildi komast sem fyrst
af sjúkrahúsinu. Ég þráði sólríku
íbúðina mína, hið venjulega um-
hverfi mitt, uppáhaldshægindastól-
inn og bjórglas innan seilingar.
Ég fór að sífra og jagast. í gamni
lét ég þá athugasemd falla, að ég
hefði þegar kostað sjúkrahúsið
mikla fjárfúlgu og að það borgaði
sig fyrir þá að losna við mig. (Upp-
skurðurinn hafði í för með sér
kostnað, sem nam um 36.000 doll-
urum, en ég borgaði aðeins 6 doll-
ara á dag. Samanlagður reikningur
minn nam 552 dollurum, og sjúkra-
tryggingarnar náðu fullkomlega
yfir allan þann kostnað).
Læknarnir og hjúkrunarkonurn-
ar hlustuðu á mig af stakri þolin-
mæði. Ég var orðinn nógu hress til
þess að yfirgefa sjúkrahúsið, en
þau vildu, að prófessor Barnard,
sem þá var erlendis, fengi tækifæri
til þess að fylgja mér af sjúkrahús-
inu. Ég samþykkti að verða við
þessari beiðni. Ég vildi ekki neita
honum um þá ánægju. Þegar hann
sneri aftur heim til Suður-Afríku,
ók hann beint frá flugvellinum til
Groote Schuursjúkrahússins og fór
að athuga skýrslurnar um bata
minn og líkamsástand. Að þeirri at-
hugun lokinni samþykkti hann, að
nú væri ég orðinn nógu hress til
þess að halda heim. Og heimfar-
ardagurinn var fastákveðinn. Það
var laugardagurinn 16. marz.
Snemma að morgni þess dags
lagði Eileen af stað til Groote
Schuursjúkrahússins til þess að
fylgja mér heim. Þegar hún kom til
sjúkrahússins, var hún svo æst, að