Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 39

Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 39
HINN RÉTTI ROBINSON CRUSOE 37 gefið köttunum geitakjöt og hænt þá að sér svo að þeir komu til hans í stórhópum, og sátu allt í kringum kofana eins og söfnuður. Að þessu þótti honum svo gaman, að hann fór að kenna hinum gáfuðustu af kettl- ingunum að dansa. Á þessu tímabili hafði Selkirk fátt sér til matar nema kjöt af geit- um, en af höglum og púðri hafði hann nóg. Ekki tókst honum að ná í skjaldbökur og fisk, en af humr- um var þar gnægð — humrum, sem engar klær höfðu. Og enn í dag eru humrar þessir aðalfæða íbú- anna þarna. Hann fann þarna líka næpur, hreðkur, kál og pétursselju, sem landnemar höfðu reynt að rækta þar fyrir nokkrum áratugum. Geitur hændi hann að sér til að mjólka þær. Fötin hans urðu brátt slitin í tötra, og gerði hann sér þá klæðnað úr geitaskinnum, sem hann spýtti fyrst, og seymi gerði hann úr mjóum þvengjum. Þann- ig útbjó hann sér brók, kufl og húfu, og var þetta klæðnaður hans á næstu árum. SKIP, SEM FÓRU HJÁ Púðurbirgðir Selkirks þrutu brátt, en hann æfðist þá svo í hlaupum, að honum varð leikur að hlaupa geit uppi, einnig varð hann fimur að klifra. Þannig náði hann í rúmlega 500 geitur á því tímabili, sem hann dvaldist á eynni. Rogers skipstjóri segir frá því að Selkirk hafi náð í nokkrar geitur handa skipshöfn hans með því að hlaupa þær uppi og skipshundurinn hafði ekkert haft við honum. Einu sinni bar það til er hann hafði náð í geithafur á tæpri klettasnös, að hann missti fótanna og hrapaði með hafurinn í fanginu. Hann rotaðist í fallinu og lá meðvitundarlaus í sólarhring, en þá raknaði hann úr rotinu og gat komizt heim í kofa sinn þótt hann væri illa kram'nn og marinn. En hann hafði gert ráð- stafanir fyrirfram ef eitthvað þessu líkt skyldi koma fyrir, og tamið fá- einar geitur. Hafði hann mjólkina úr þeim sér til viðurværis meðan hann var að ná sér, en það tók ekki nema tíu daga. (Defoe lætur Robin- son Crusoe hafa hina sömu fyrir- hyggju). Tvisvar bar skip þarna að landi áður en skip Rogers kom, og voru bæði spænsk herskip, og gengu menn af þeim á land. Selkirk gaf sig til kynna áður en honum tækist að ganga úr skugga um að ekki væri óvinum að mæta, og lá við sjálft að það kostaði hann lífið. Ekki höfðu þeir fyrr komið auga á mann þennan, klæddan geitarstök- um, en þeir skutu á hann og átti hann fótum fjör að launa. Tókst honum að klifra upp í tré, þar sem hann faldist, en þeir misstu hans. „Varðturn Selkirks“ kallast hvilft milli tveggja hárra tinda. Leiðin þangað upp er brött og geigvænleg og fer það enginn á skemmri tíma en tveimur klukku- tímum. Farið er upp einstigi, þröng gljúfur, sem vaxin eru heitra landa gróðri. Þegar upp er komið, blasir við vítt útsýni í norður, austur og suð- austur, og sér yfir Kyrrahafið allt að sjóndeildarhring. Hér sat hann mánuð eftir mánuð, þessi fangi á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.