Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 64

Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 64
62 ÚRVAL og alkunnugt er, og ber nú ekki sérlega mikið á þeim. Þær eru all- ar austan megin við ána, en hún skiptir borginni í tvo misstóra hluta. Kapítól-hæðin er hæst og er níutíu og fimm metrar, en Esquillin-hæð- in lægst, og er aðeins þrjátíu metr- ar. Hærra standa þó tvö hæðardrög, sem ekki eru í tölu hinna frægu sjö hæða — Monte Mario og Giani- colo. Hvar sem valinn er góður sjónar- hóll í Róm, mæta auganu mikil- fenglegar sjónir. Það er eflaust, að í þessari borg er fleira merkilegt að sjá og snerta á en í hverri ann- arri. Maður kemur til Rómar snemma vors og leggur hönd á stein klukkustundu eftir sólarlag, og sjá: steinninn er ennþá volgur átekta, eins og hann væri af lifandi holdi og blóði. En þessi brúarsteinn get- ur átt sér langa sögu. Eða hugsi menn sér hve heillandi svip það getur gefið einni borg, að allar að- albrautir liggja saman að einum og sama brunni, einu markaðstorgi, einni og sömu kirkju eða kórhvelf- ingu. Það er óþarft að telja hér upp hina frægustu staði, sem alla langar að sjá, svo sem Sixtínsku kapelluna, Allra guða hof, Kólosseum, eða Rómverjatorg. Róm er öll saman eitt fornminjasafn allt frá hinum hátignarlega inngangi Michelang- elós að Kapitólíum að „fæðingu Afródítu“ í baðhúsasafninu, eða frá hinu glæsilega og athafnasama torgi Piazza del Popolo, að því torgi sem flestir hrífast af, en það er Piazza Navona. Og þetta safn er eitt hið helzta í heimi. En þó er nú breyt- ing að verða á, svo að hin gamla heimshöfuðborg verður að sætta sig við að laga sig eftir lögmálum nú- tíma borgarlífs og borgaskipulags. GREIÐSLUÖRÐUGLEIKAR Hér er komið að undarlegri mót- sögn, þar sem er höfuðborgarhlut- verk Rómar. Hún er raunar höfuð- borg á tvo vegu: ítalska ríkisins annarsvegar, en kaþólsku kirkjunn- ar á hinn veginn. Enda þótt íbú- arnir séu 2.7 milljónir, er borgar- bragurinn nærri því sveitalegur eða a.m.k. smáborgarlegur. Það mætti jafnvel segja, að hún sé eiginlega ekki nein höfuðborg, þar sem Ítalía getur nú á dögum varla talizt sam- fellt eða heilsteypt ríki eða þjóð- félag. Róm er að vísu aðsetur ríkis- stjórnarinnar, en aðrar helztu borg- ir þessa lands héraða- og lands- hlutaklofningsins, ég nefni Mílanó, Tórínó, Napólí, Flórenz og Feneyj- ar — hafa sitt aðdráttarafl hver út af fyrir sig, og telja sig ekki nema mátulega skuldbundnar hefðarborg- inni við Tíberfljót. Hvað efnahag eða tekjur snertir, þá lifir Róm nokkuð eftir hætti sníkjudýra. Langmestar tekjur hef- ur hún af aðkomumönnum. — í fyrra komu þar þrjá milljónir ferða- manna, og gáfu af sér sem svarar fimmtán þúsund milljónum króna. Hún lifir einnig á páfastólnum, að því leyti að páfastóllinn dregur ótal- inn fjölda ferðamanna og pílagríma til borgarinnar. Og hún lifir á skrif- stofubákninu, því að meir en 25 af hundraði launþega í borginni vinna hjá ríkinu. Enda þótt Ítalía hafi frá lokum síðari heimstyrjaldar þróazt til þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.