Úrval - 01.12.1968, Side 64
62
ÚRVAL
og alkunnugt er, og ber nú ekki
sérlega mikið á þeim. Þær eru all-
ar austan megin við ána, en hún
skiptir borginni í tvo misstóra hluta.
Kapítól-hæðin er hæst og er níutíu
og fimm metrar, en Esquillin-hæð-
in lægst, og er aðeins þrjátíu metr-
ar. Hærra standa þó tvö hæðardrög,
sem ekki eru í tölu hinna frægu
sjö hæða — Monte Mario og Giani-
colo.
Hvar sem valinn er góður sjónar-
hóll í Róm, mæta auganu mikil-
fenglegar sjónir. Það er eflaust, að
í þessari borg er fleira merkilegt
að sjá og snerta á en í hverri ann-
arri. Maður kemur til Rómar
snemma vors og leggur hönd á stein
klukkustundu eftir sólarlag, og sjá:
steinninn er ennþá volgur átekta,
eins og hann væri af lifandi holdi
og blóði. En þessi brúarsteinn get-
ur átt sér langa sögu. Eða hugsi
menn sér hve heillandi svip það
getur gefið einni borg, að allar að-
albrautir liggja saman að einum og
sama brunni, einu markaðstorgi,
einni og sömu kirkju eða kórhvelf-
ingu. Það er óþarft að telja hér upp
hina frægustu staði, sem alla langar
að sjá, svo sem Sixtínsku kapelluna,
Allra guða hof, Kólosseum, eða
Rómverjatorg. Róm er öll saman
eitt fornminjasafn allt frá hinum
hátignarlega inngangi Michelang-
elós að Kapitólíum að „fæðingu
Afródítu“ í baðhúsasafninu, eða frá
hinu glæsilega og athafnasama torgi
Piazza del Popolo, að því torgi sem
flestir hrífast af, en það er Piazza
Navona. Og þetta safn er eitt hið
helzta í heimi. En þó er nú breyt-
ing að verða á, svo að hin gamla
heimshöfuðborg verður að sætta sig
við að laga sig eftir lögmálum nú-
tíma borgarlífs og borgaskipulags.
GREIÐSLUÖRÐUGLEIKAR
Hér er komið að undarlegri mót-
sögn, þar sem er höfuðborgarhlut-
verk Rómar. Hún er raunar höfuð-
borg á tvo vegu: ítalska ríkisins
annarsvegar, en kaþólsku kirkjunn-
ar á hinn veginn. Enda þótt íbú-
arnir séu 2.7 milljónir, er borgar-
bragurinn nærri því sveitalegur eða
a.m.k. smáborgarlegur. Það mætti
jafnvel segja, að hún sé eiginlega
ekki nein höfuðborg, þar sem Ítalía
getur nú á dögum varla talizt sam-
fellt eða heilsteypt ríki eða þjóð-
félag. Róm er að vísu aðsetur ríkis-
stjórnarinnar, en aðrar helztu borg-
ir þessa lands héraða- og lands-
hlutaklofningsins, ég nefni Mílanó,
Tórínó, Napólí, Flórenz og Feneyj-
ar — hafa sitt aðdráttarafl hver út
af fyrir sig, og telja sig ekki nema
mátulega skuldbundnar hefðarborg-
inni við Tíberfljót.
Hvað efnahag eða tekjur snertir,
þá lifir Róm nokkuð eftir hætti
sníkjudýra. Langmestar tekjur hef-
ur hún af aðkomumönnum. — í
fyrra komu þar þrjá milljónir ferða-
manna, og gáfu af sér sem svarar
fimmtán þúsund milljónum króna.
Hún lifir einnig á páfastólnum, að
því leyti að páfastóllinn dregur ótal-
inn fjölda ferðamanna og pílagríma
til borgarinnar. Og hún lifir á skrif-
stofubákninu, því að meir en 25 af
hundraði launþega í borginni vinna
hjá ríkinu.
Enda þótt Ítalía hafi frá lokum
síðari heimstyrjaldar þróazt til þess