Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 14

Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 14
12 ÚRVAL Mig langar svo til að ljúka þessu máli með því að minna á tengslin sem eru milli fornaldarinnar og íslenzkrar hugsunar eins og hún hefur verið fram á þennan dag. Ég ætla að taka dæmi úr skáldskap, sem er að vísu ekki heimsfræðilegt á þann hátt að boða nýjan skilning, en ber vott um himinskoðun á mjög skemmtilegan hátt, og um framsýn sem ég held að sé mjög sérstök. Það er engu líkara en að skáldið sé að seilast fram í tímann og kalla til þeirra sem síðar lifðu, til dæmis okkar sem nú erum, enda var sú hugsun rík með fornmönnum, að orð þeirra skyldu lengi lifa. Vísan sem ég las er eftir skáld frá tólftu öld og er svona: Máni skín af mæni moldar hofs ok foldar alla stund meðan endist ævi lands ok sævar. Hann er að tala um að tunglið muni skína yfir jörðunni um ó- komnar aldir. Binarr Skúlason hét hann og var Borgfirðingur, en svo framsýnn sem hann var, þá hefur hann varla grunað, að annað borg- firzkt skáld, skyldi löngu sínar kom- ast svo líkt að orði um þetta sama tungl, sem þessi vísa vottar: Byrgir fold hin bjarta mjöll, blómin grátt hún leikur. O’n úr ræfri á himinhöll horfir máninn bleikur. Nærri átta aldir eru á milli, og fullvíst er að síðara skáldið þekkti ekki vísu hins fyrra, þegar hann orti. Báðum sýndist himinninn vera eins og stór höll eða hof yfir höfð- um sér, og af því er samlíkingm dregin. En tunglið sýndist þeim horfa ofan úr mæni eða ræfri, því að það var hátt á lofti, eins og er í desember, þegar mjöllin liggur yfir. ☆ Clive Barnes leiklistargagnrýnandi skrifaði þessi orð i gagnrýni sinni um leikritið „Hvað gerðum við rangt?: Ör.uggur mæli- kvarði á það, hvort mér leiðist eitthvert leikrit eða ekki, er það ef hringt er i síðasta þætti og ég hálfrís upp í sæti mínu og vona, að siminn sé til mín.“ New Yorlc Times. Kenneth Tynan skrifaði eitt sinn þessa kvikmyndagagnrýni: „Kvik- myndin Herra Móses er um íbúa afrísks þorps, sem verða annaðhvort að yfirgefa heimili ættfeðra sinna vegna byggingu nýs stíflugarðs eða verða kyrrir og drukkna. Carrol Baker er stjarnan i þessari kvikmynd ein.s og flestum öðrum. Sýningartíminn er 115 mínútur, útgöngutim- inn er miklu fyrr. Veðrið er ágætt allan tímann." Tynan Right.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.