Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 36
Hinn rétti
Robinson
Crusoe
Readers Digest
Eftir LELAND STOWE
Eyja þessi, sem er 13
mílur á lengd, rís sæ-
brött úr sjó sunnarlega
á Kyrrahafi, 400 mílur
vestur af Chile. All-
langa bið hossaðist litli fiskibátur-
inn okkar á öldunum undir sæ-
börðum björgum, sem risu í nokk-
ur hundruð metra hæð ofar sjávar-
máli. Við sigldum fram með strand-
lengjunni unz við okkur blasti vítt
dallendi vaxið gróðri.
,,Sko,“ sagði skipstjórinn, „hér
sjáið þið hellinn, þar sem Robin-
son Crusoe dvaldist forðum.“
Við litum til lands og sáum þar
rísa ógnarstórt bjarg og neðst í því
bjargi gaf að líta dimman skúta
svo sem þrjá metra á hæð,- Hér var
það sem Alexander Selkirk, 28 ára
gamall farmaður frá Skotlandi,
fann sér hið fyrsta hæli, eftir að
hafa verið settur þarna á land af
skipi, sakaður um að hafa tekið
þátt í andmælum og uppreisn gegn
því að skip svo háskalega illa búið
skyldi sent í slíka langferð. í fjög-
ur ár og fjóra mánuði lifði hann
þarna einsamall unz skip bar að
landi sem flutti hann til síns heim-
kynnis. Sá sem um þetta ævintýri
sjófarandans gerði þá barnasögu,
sem allir þekkja, Robinson Crusoe,
hét Daniel Defoe.
34