Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 23
SHELLEY OG MARY GODWIN
21
yf:r allt, hreinn logi innblásturs, er
tærði sál hans? Gæti hún skilið
slíkt? Eða mundi hún kannski mis-
skilja orð hans og láta þannig loga
ástar hans dofna og kulna að síð-
ustu út í ösku biturleikans? Nei,
hann þorði ekki að mæla þessi orð.
„Shelley . ..
Hann leit á hana, og fingur þeirra
snertust í þögninni, er umvafði þau.
„Mary....“ Og þá vissi hann það
skyndilega á orðvana augnabliki
innblástursins, og hjarta hans æpti
af una'ði.
Og þarna sóru þau hvort öðru ei-
lífa ást og tryggð við gröf móður
hennar.
Það var orðið síðla kvölds, er þau
yfirgáfu kirkjugarðinn og héldu
heim. Mary hélt heim til litla húss-
ins og bókabúðarinnar í Skinner-
stræti, heim til hinnar hvassyrtu
stjúpmóður sinnar og rólynda, þol-
inmóða föður, Williams Godwins,
höfundar bókarinnar „Stjórnmála-
legt réttlæti“, sem hafði eitt sinn
gert nafn hans frægt meðal mennta-
manna um víða veröld. Og Shelley
sneri aftur til leiguherbergis síns í
Flotastræti, þar sem hann dvaldi í
þessari heimsókn sinni til Lundúna.
Síðar skrifaði hann Thomas Hogg,
vini sínum, á þessa leið um sam-
band þeirra Mary Godwins:
„Ég leyndi sjálfan mig hinu sanna
eðli tilfinninga minna. Ég reyndi
einnig að dylja þær fyrir Mary, en
það var árangurslaust. Ég var óviss
og reikull. Mig hryllti við að bregð-
ast skyldum mínum, og á þessu
augnahliki gat ég ekki skynjað
mörk þau, sem skilja að dyggðina
og brjálæðið, par sem sjálfshollust-
an verður að algerum fávitahætti.
Ég skynjaði skilning hennar þeim
anda, sem greinir hinn sanna kjarna
hlutanna, og þeirri ástúð, sem er
heilög og hrein og laus við spillandi
saurgun ruddalegrar hjátrúar og
hindurvitna. Því fá engin orð lýst,
hvernig henni tókst að eyða ímynd-
unum mínum. Fyrir dauðlegu í-
myndunarafli er ekki hægt að lýsa
því göfuga og unaðsþrungna augna-
bliki, þegar hún játaði, að hún væri
mín, játaði það fyrir mér, sem hafði
verið hennar svo lengi í leynd-
um ....“
Næstu dagana nærðu þau ást
sína á samveru sinni án þess að
skýra umheiminum fró henni. Síð-
an tók Shelley penna sér í hönd og
skrifaði Harriet konu sinni bréf.
Hann bað hana um að koma til
Lundúna, því að hann hefði mjög
þýðingarmiklar fréttir að færa
henni. Þegar þau hittust, skýrði hann
henni frá því af eins mikilli nær-
færni og honum var unnt, að hann
væri altekinn ást til Mary. Hann
stakk upp á því, að þau gætu
kannske búið saman, öll þrjú, hún
sem systir hans og Mary sem eigin-
kona hans.
Hann vænti þess, að hún skildi,
hvað gerzt hafði, því að hafði hann
ekki sjálfur mótað hugsanir hennar
og hugsunarhátt í þrjú löng ár, allt
frá þvi að hún var fimmtán ára
og hann átján? Hafði hann ekki
einnig gert það, jafnvel áður en
hann giftist henni, þessari veitinga-
mannsdóttur, sem var töfrandi og
leiðitöm, en þó varla í meðallagi
greind? Og hafði hann ekki gifzt
henni vegna augnablikskenndar