Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 122
120
ÚRVAL
Og sama var að segja um gólf, rúm
og veggi. Loftið og yfirborð veggja
og tækja var stöðugt prófað í leit
að sýklum. Sýnishorn voru tekin
og sett í gerlaræktun til þess að
tryggja það, að sótthreinsun væri
í eins góðu lagi og framast var unnt.
Maturinn minn var soðinn af
næringarefnasérfræðingum í hrað-
suðupotti í eldhúsi sjúkrahússins og
fluttur í innsigluðum ílátum til
íbúðar minnar, þar sem hann var
síðan hitaður upp í sérstökum ofni.
í nokkrar vikur fékk ég aðeins að
drekka dauðhreinsað vatn, sem þar
að auki var búið að eima.
Eileen gerði sér ekki grein fyrir
því, hve erfitt var að ná sambandi
við mig, fyrr en hún fékk leyfi til
þess að heimsækja mig á fimmta
degi eftir uppskurðinn. Einn af ör-
yggisvörðum sjúkrahússins tók á
móti henni, og hún varð að sanna
það með skilríkjum, hver hún var.
Og auðvitað varð hún að fara eftir
hinum flóknu og ýtarlegu sótt-
hreinsunarreglum, í hvert skipti
sem hún kom í heimsókn. Og þegar
hún var loksins komin í gegnum
hreinsunareldinn, var okkur aðeins
leyft að rabba saman með hjálp
innanhússtalkerfis, á meðan við
störðum hvort á annað í gegnum
glerþil.
Allar þessar varúðarráðstafanir
voru gerðar vegna þeirra tveggja
ógnvalda, sem lágu í leyni, þ.e.
möguleikanna á því, að líkami
minn hafnaði hinu nýja líffæri og
að hann sýktist. Vefur úr framandi
efni, stór, lifandi, virkur vefur,
hafði tekið sér bólfestu í líffæra-
kerfi mínu. Læknarnir vissu, að
líkami minn mundi örugglega beita
allri sinni orku til þess að reka vef
þennan af höndum sér, sem hann
áleit vera ógnvænlegan innrásar-
fjanda. „Cortico-sterioidefni" eru
helztu vopnin gegn köfnunartil-
hneigingu líkamans. Þar er um að
ræða vaka (hormóna), sem fram-
leiddir eru af nýrnahettunum, og
er helzta hlutverk þeirra að stuðla
að því, að líkaminn sýni rétt við-
brögð við alls konar álagi og streitu,
og að hindra hann í að vinna
tjón á sjálfum sér með sínum
eigin viðbrögðum, mér voru gefn-
ir stórir skammtar af efnum þess-
um, en þeir höfðu aftur á móti þau
áhrif, að ég varð algerlega óhæfur
til þess að verjast hvers kyns sýkla-
árásum. Og því gæti jafnvel væg
sýking gert út af við mig líkt og
Washkansky.
Einkenni höfnunar og sýkingar
eru á margan hátt svipuð. Hvort
tveggja veldur auknum líkamshita.
Hvort tveggja veldur fjölgun hvítu
blóðkornanna í blóðrásarkerfinu.
Hvort tveggja veldur því, að hið
ígrædda líffæri starfar ekki eins
vel og skyldi. Yrðu læknarnir var-
ir við þessi einkenni, yrðu þeir að
kveða upp úrskurð um það í mikl-
um flýti, um hvort væri að ræða,
þ.e. hvort líkaminn hafnaði líffær-
inu eða hann hefði orðið fyrir sýk-
ingu, þar eð meðhöndlun er mjög
ólík í þessum tilfellum.
GÓÐUR FYRIRBOÐI
Fyrstu daga hinnar löngu bar-
áttu minnar fyrir heilsunni var ég
hjálparvana sem ungbarn. Það