Úrval - 01.12.1968, Side 122

Úrval - 01.12.1968, Side 122
120 ÚRVAL Og sama var að segja um gólf, rúm og veggi. Loftið og yfirborð veggja og tækja var stöðugt prófað í leit að sýklum. Sýnishorn voru tekin og sett í gerlaræktun til þess að tryggja það, að sótthreinsun væri í eins góðu lagi og framast var unnt. Maturinn minn var soðinn af næringarefnasérfræðingum í hrað- suðupotti í eldhúsi sjúkrahússins og fluttur í innsigluðum ílátum til íbúðar minnar, þar sem hann var síðan hitaður upp í sérstökum ofni. í nokkrar vikur fékk ég aðeins að drekka dauðhreinsað vatn, sem þar að auki var búið að eima. Eileen gerði sér ekki grein fyrir því, hve erfitt var að ná sambandi við mig, fyrr en hún fékk leyfi til þess að heimsækja mig á fimmta degi eftir uppskurðinn. Einn af ör- yggisvörðum sjúkrahússins tók á móti henni, og hún varð að sanna það með skilríkjum, hver hún var. Og auðvitað varð hún að fara eftir hinum flóknu og ýtarlegu sótt- hreinsunarreglum, í hvert skipti sem hún kom í heimsókn. Og þegar hún var loksins komin í gegnum hreinsunareldinn, var okkur aðeins leyft að rabba saman með hjálp innanhússtalkerfis, á meðan við störðum hvort á annað í gegnum glerþil. Allar þessar varúðarráðstafanir voru gerðar vegna þeirra tveggja ógnvalda, sem lágu í leyni, þ.e. möguleikanna á því, að líkami minn hafnaði hinu nýja líffæri og að hann sýktist. Vefur úr framandi efni, stór, lifandi, virkur vefur, hafði tekið sér bólfestu í líffæra- kerfi mínu. Læknarnir vissu, að líkami minn mundi örugglega beita allri sinni orku til þess að reka vef þennan af höndum sér, sem hann áleit vera ógnvænlegan innrásar- fjanda. „Cortico-sterioidefni" eru helztu vopnin gegn köfnunartil- hneigingu líkamans. Þar er um að ræða vaka (hormóna), sem fram- leiddir eru af nýrnahettunum, og er helzta hlutverk þeirra að stuðla að því, að líkaminn sýni rétt við- brögð við alls konar álagi og streitu, og að hindra hann í að vinna tjón á sjálfum sér með sínum eigin viðbrögðum, mér voru gefn- ir stórir skammtar af efnum þess- um, en þeir höfðu aftur á móti þau áhrif, að ég varð algerlega óhæfur til þess að verjast hvers kyns sýkla- árásum. Og því gæti jafnvel væg sýking gert út af við mig líkt og Washkansky. Einkenni höfnunar og sýkingar eru á margan hátt svipuð. Hvort tveggja veldur auknum líkamshita. Hvort tveggja veldur fjölgun hvítu blóðkornanna í blóðrásarkerfinu. Hvort tveggja veldur því, að hið ígrædda líffæri starfar ekki eins vel og skyldi. Yrðu læknarnir var- ir við þessi einkenni, yrðu þeir að kveða upp úrskurð um það í mikl- um flýti, um hvort væri að ræða, þ.e. hvort líkaminn hafnaði líffær- inu eða hann hefði orðið fyrir sýk- ingu, þar eð meðhöndlun er mjög ólík í þessum tilfellum. GÓÐUR FYRIRBOÐI Fyrstu daga hinnar löngu bar- áttu minnar fyrir heilsunni var ég hjálparvana sem ungbarn. Það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.