Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 60
Plíníus yngri (62—113) e.Kr.) er þeklctastur meðal rómverskra
rithöfunda af bréfum sínum, enda eru þau gullnáma að blaða í
fyrir þann sem liug hefur á að kynnast daglegu lífi í Rómaborg
í lok fyrstu aldar e.Kr. og við upphaf annarrar aldar. Hér
fer á eftir lýjsing á eldgosi af hendi þessa valdamikla
manns, sem stóðugt fór hœkkandi í tign, varð kvestor,
pretor, prefekt,, konsúll og augur eða ágúr, en það
var embætti spámanns, og átti hann að spá í
innyfli fórnardýra, skýra fyrirburði, afstöðu
stjarna, flug fugla, eldingar og allt sem nöfnum
tjáir að nefna. A þeim dögum þótti þetta
vísindi, og enn lifir slíkur heilaspuni
og hugarórar góðu lífi meðal vor.
Bréf Plíníusar
16. bréf
Til Tacitusar
Þú biður mig að segja
‘ frá dauða frænda míns
svo að frásögnin um það megi
geymast ókomnum öldum. Ég er
þakklátur fyrir þetta því ég veit
að dauði hans muni verða frægur
og sú frægð ódauðleg. Enda þótt
burtför hans af heimi fylgdi ger-
eyðing hinna fegurstu héraða,
mannfólks og borga, er hann nú
til þess burt kallaður að lifa um
eilífð, og þó að verk hans sjálfs
mættu nægja honum til varanlegr-
ar frægðar, munu þín ódauðlegu
rit veita honum fulltingi til enn
meiri hróðurs. Sælan tel ég þann
mann, sem guðirnir hafa veitt það
að mega drýgja dáðir, sem vert er
að segja frá í bókum, eða að
skrifa bækur, sem eru þess virði að
vera lesnar, sælastan þann sem
hvorttveggja hefur auðnazt. Móð-
urbróðir minn mun ætíð verða tal-
inn meðal þeirra, bæði vegna verð-
leika sín sjálfs, og þinna. Það er
mér því fögnuður að verða við bón
þinni.
Frændi minn var staddur í
58