Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
hafi verið svissneskur læknapró-
fessor að nafni Filippus Curtius, en
eftir hann eru til mjög vel gerðar
vaxmyndir sem hann notaði til þess
að kenna læknastúdentum líkams-
fræði. Fyrst var hann í Bern, en
svo fluttist hann til Parísar og tók
að gera myndir af frönskum hirð-
gæðingum og kóngafólki. En syst-
urdóttir hans, Anne Marie Grosz-
holtz, sýndi slíka snilli og dugnað
sem aðstoðarstúlka hans, að um það
bil sem stj órnarbyltingin hófst árið
1789 var hún orðin framkvæmda-
stjóri nokkurskonar á vaxmynda-
stofunni. Þegar móðurbróðir hennar
lézt árið 1794, erfði hún verkstæðið
eftir hann. Meðan byltingin geysaði,
var henni skipað að taka vaxmót
af fórnarlömbunum, og meðal ann-
arra voru henni borin afhöggvin
höfuð drottningarinnar Mariu An-
toinettu — og Robespierres, í tága-
körfum frá höggstokknum til vax-
myndastofunnar. 1795 giftist hún
málmsmiði að nafni Francois Tuss-
aud, og tók þar með upp nafn hans,
en sjö árum síðar skildi hún við.
hann og fluttist til Englands með
allt sitt vaxmyndasafn og verkstæði.
Nú á dögum er vaxmyndasafn
frú Tussauds í eigu hlutafélags, en
meðal hlutafjáreigenda eru ýmsir
afkomendur hennar. Safnið sýnir
gamalt og nýtt í síbreytilegum og
vakandi samleik, og þrátt fyrir hið
„rafeindafræðilega“ nýjabrum og
brutl, eru það enn gömlu myndirn-
ar sem draga að sér hug manna
eins og áður. Eins og það fólk, sem
nú er orðið foreldra(r, fór áður
með sínum foreldrum um safnið, fer
það nú með börnin sín þangað og
leiðir þau um hina sömu sali. Eða
eins og Charles Dickens sagði ein-
hverntíma: „Tussauds-safnið er
meira en sýningarsalur, það er
þj óðfélagsstofnun.“
f Reykjavík er vaxmyndasafn,
þótt lítið beri á því og fábrotnara
sé en þetta sem nú var lýst. Safnið
er geymt á efsta lofti Þjóðminja-
safns. Óskar Halldórsson, hinn kunni
athafnamaður, lét gera myndirnar
á árum síðari heimstyrjaldarinnar,
en ekki mun hafa verið aukið við
safnið síðan.
Tvær fullyrðingar um mannlegar verur eru sannar, þ.e. að allar
mannlegar verur séu eins og að þær séu allar ólíkar hver annarri. Og
öll mannleg vizka er grundvölluð á þessum tveim staðreyndum.
Mark Van Doren.
Engin undantekning. ...
Eitt sinn komst bandaríski dómarinn Oliver Wendell Holmes, svo
að orði: „Við álítum alltaf, að við sjálf séum undanþegin algengum
lögum og lögmáium. Þegar ég var lítill strákur og tannlæknirinn dró
úr mér fullorðinstönn, þá hélt ég auðvitað, að það mundi bara vaxa
þriðja tönnin í staðinn, ef ég þyrfti þess með. En reynsla mín dró
nú samt úr líkunum fyrir því, að slíkt álit fengi staðizt".