Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 51

Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 51
EDMUND HILLARY 49 frístund til að þjálfa sig í fjallgöng- um. Hann las líka feiknin öll um fjöll og fjallgönguíþróttina. Ever- esttindur var þegar farinn að seiða hann með töfrum sínum. Hann lærði mikið af snjallasta fjallgöngumanni Nýja Sjálands, Harry Ayres, og þeir klifu saman mörg hæstu og erfiðustu fjöll lands- ins. Árið 1948, klifu þeir suðurhrygg Mount Cook, sem er þverhnípt bjarg og mjög erfitt uppgöngu, enda hef- ur ekki verið farið þar upp nema fjórum sinnum síðan. Aðalfélagi Hillarys í fjallgöngun- um var annar áhugamaður, George Lowe. Þegar þeir voru ekki að ganga á fjöll, dreymdi þá um Ever- est og þeir töluðu sífellt um það. Loks kom að því, að þeir ákváðu að skipuleggja Everest leiðangur frá Nýja Sjálandi og tóku að gera áætl- un um fyrirtækið. Árið 1950 fór Hillary til Englands til þess að kynnast enskum fjall- göngumönnum og aðferðum þeirra, en einnig til þess að afla sér upp- lýsinga um útbúnað þann, sem nauðsynlegur væri fyrir Everest- leiðangur. En þegar hann kom til Englands, voru flestir færustu fjall- göngumenn landsins að klífa í Ölp- unum. Hann hrað.aði sér því til Austurríkis, ásamt tveim félögum sínum, en honum fannst fjöllin þar of auðveld viðureignar. Síðan skrapp hann til Sviss, en þar fór á sömu leið. — Alparnir voru ekki nógu erfiðir og áhættusamir. Hann lék sér að því að klífa fimm 4000 metra há fjöll á fimm dögum. Meðan hann var í Svisslandi fékk hann bréf frá Georg Lowe, þar sem hann skýrði frá því, að annar Ever- estleiðangur frá Nýja Sjálandi væri í undirbúningi og hefði þeim Hillary verið boðið að slást í hóp- inn. Hillary féllst á þetta, en þegar til kom reyndist erfitt að. afla fjár til leiðangursins og yfirvöldin í Nepal voru treg til að veita leyfi til fjallgöngunnar. Málinu lyktaði svo, að flestir leiðangursmanna drógu sig í hlé, en þeir Hillary og Lowe og tveir aðrir gáfust ekki upp. Vikurnar liðu og þeim varð lítið ágengt, en þá fréttu þeir að til stæði að senda brezkan leiðangur til Himalajafjalla. Nú leit helzt út fyr- ir að nýsjálenzki leiðangurinn væri úr sögunni, því að yfirvöldin í Ne- pal mundu tæplega veita tveim að- ilum leyfi til að klífa Everest sam- tímis. En hamingjan varð þeim hliðholl. Eric Shipton, sem var foringi brezka leiðangursins og frægur fjallgöngu- maður, frétti af undirbúningi þeirra og bauð tveim þeirra að vera með. En þar sem þeir voru fjórir, urðu þeir að varpa hlutkesti. Hillary og Riddiford unnu. Þeir lögðu af stað til Indlands 28. ágúst 1951. Það höfðu verið gerðir út fimm Everestleiðangrar áður — árin 1922, 1924, 1933, 1936 og 1938 — og allir brezkir. í leiðangrinum 1924 höfðu nokkrir menn komizt upp í 26.800 feta hæð, og síðan höfðu tveir úr hópnum, þeir Irvine og Mallory, lagt upp í síðasta spölin upp á tind- inn, en það voru 2200 fet. Báðir mennirnir hurfu og enginn er til frásagnar um afdrif þeirra. í leið- angrinum 1933 komust fjallgöngu- mennirnir upp í 28.100 feta hæð, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.