Úrval - 01.12.1968, Page 66

Úrval - 01.12.1968, Page 66
64 ÚRVAL „með hraði“, og víkja ekki fyrr en í allra síðustu lög fyrir þeim sem á móti koma. Væru þeir ekki því snarari í viðbragði, þá hlyti að ganga töluvert á íbúatöluna, en í rauninni eru umferðarslys tiltölulega fágæt. En umferðin er svo mikil og óskipu- leg, að margir telja að bílaumferð- in hafi umturnað öllu í borginni. Einn þeirra sem þannig líta á var spurður hvaða grafskrift hann vildi hafa á legsteini sínum, en hann svaraði óðara: „Fótgangandi var ég“. Honum þótti sem það væru hin mestu meðmæli með hverjum borg- ara í Róm að eiga sér enga bifreið. I LÁTÆÐI UNGLINGA Mennta- og uppeldismál eru í Róm, eins og umferðarmálin, í arg- asta ólestri. Skólaskylda er ekki nema til fjórtán ára aldurs. 120.000 unglingar sækja þó gagnfræðaskól- ana, en aðeins 32.000 menntaskólana. Ég spjallaði við eina tólf háskóla- stúdenta, og sögðu þeir mér, að af 68.000 skráðum nemendum við há- skólann sæktu aðeins 10 af hundr- aði fyrirlestra og æfingar jafnaðar- lega, og ennfremur væri háskólapróf oftast til lítilla nytja þegar sótt væri um stöður. Það væri ekki þriðj- ungur þeirra, sem innritast, sem nokkurntíma ljúka prófi á tilskilinn hátt. í klæðaburði er æskulýður Róma- borgar fastheldnari en unglingarnir í Lundúnaborg: ungur maður þekk- ist hér undireins frá kvenmanni á sama aldri. Yfirlýstir „hippar“ eru hér heldur fáir; þeir sem eru, rangla stefnulaust um göturnar, og ýmsir þeirra hafa Spánska stigann á Pi- azza di Spagna fyrir næturaðsetur. Menn hafa vaxandi áhyggjur af eiturlyfjanautninni; ungur maður telzt varla með mönnum, nema hann hafi látið ofan í sig eitthvað af helzta óþverranum, hressandi töflur og marihuanareyk. Nýjast af nál- inni er lyfið LSD, því að af því verða þeir skyggnir, og eru kall- aðir „elsdizzatar“ eftir það. í PÁFARÍKI Þegar talað er um Róm hlýtur talið einnig að berast að páfaríkinu, Vatikan, þessari „borg innan borg- ar“, sem er miðstöð hinnar róm- versk-kaþólsku trúar. Vatikanborg- in er minnsta sjálfstætt ríki á jörðu, er fjörutíu og fjórir hektarar að stærð, og hefur um þúsund íbúa. Mesta byggingin er vitanlega Pét- urskirkjan, stærsta kirkja á jörðu. Meðal eigna hins „postullega sætis“ eru auk Vatikanborgar ýmis smærri, afmörkuð svæði í Róm og utan hennar, og má þar nefna sumarhöll páfa í Castel Gondolfo. Endurreisn hins ítalska ríkis árið 1871 batt enda á landsyfirráð páfa, en þau voru áður allveruleg. Um 1850 var páfaríkið enn um 40.000 ferkílómetrar að flatarmáli, og náði þvert yfir Ítalíuskaga, frá Adría- hafi til Toskanahafs og byggðust yfirráðin á kænlega útbúinni „erfða- skrá“ frá miðöldum („kontantínska gjafabréfið"). Þessi stóra spilda lands í höndum páfa, sem var þar eins og konungur í ríki sínu, stóð mjög í vegi fyrir sameiningu Ítalíu, og var þjóðvakningarmönnum nítj- ándu aldar þyrnir í augum. Eftir að þeir höfðu komið sínu fram, dró páfi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.