Úrval - 01.12.1968, Page 6

Úrval - 01.12.1968, Page 6
4 ÚRVAL af því að honum þótti sá skilning- ur ekki koma heim við lýsingar Snorra Sturlusonar. Taldi hann að kenning Brúnós væri komin til jarðarinnar úr jötunheimum, og þó taldi hann Brúnó ágætan ma'nn. Eg hafði einkennilega mikla ánægju af þessari bók og naut þess að lesa hana, og bendir þetta til þess að eitthvað kunni þeir þrátt fyrir allt að hafa til síns máls, sem ekki hafa viljað sleppa hinum fornu hug- myndum, eða einhverju sem þeim er tengt. En um endurvakningu þeirra hugmynda verður nú varla að ræða héðan af, og munu allir gera sér ljóst að það væri gersam- lega vonlaust verk. Mannkynið er eins og froskar við fen, sagði Sókrates, og langmestur hluti þess hefur aldrei litið upp úr jarðaramstrinu, til þess að öðlast sjón til stjarnanna, og svo er reynd- ar enn í dag að mestu leyti. Menn hafa jafnvel haft andúð á þeim, sem að þessu leyti skáru sig úr, og þótti fýsilegt að horfa út í hina miklu víðáttu, kallað þá sérvitra og annað slíkt, ef ekki vildi verr til. „Það var haldið að hann væri ekki með öllum mjalla, af því að hann var að horfa á stjörnurnar", sagði Dani nokkur mér um sambæing sinn, sem átt hafði stjörnusjónauka. Ég hef sagt frá þessu áður, en ég endurtek það núna, af því að ég hitti nýlega kornungan mann sunn- an úr Miðevrópu, sem ég sagði frá þessu, þegar ég heyrði að hann hafði áhuga á stjörnunum. „Ætli ég kannist ekki við þetta,“ sagði hann, „en ég' kæri mig kollóttan, af því að ég get sagt þeim að ég líti á þetta frá stærðfræðilegu sjónarmiði". Það sem hér fer á eftir styðst ekki við neina stærðfræðilega afsökun, enda verður hér ekki um eiginlega stjörnufræði að ræða, heldur til- raun til að lýsa hugmyndum fyrri- tíðarmanna á Islandi, og þá eink- um miðaldamanna, um heim og himin. Hefur þetta töluverða þýð- ingu í sambandi við íslenzka sögu- skoðun. Ég ætla að taka það fram, að það er ekki fyrr en eftir 1700, sem nokkuð verulega fer að gæta hins vísindalega heimsskilnings hér á landi, svo að fyrir þann tíma er um miðaldamenn að ræða, allt frá landnámstíð hvað þetta snertir. En það er líka nauðsynlegt að benda á, að fyrir 1300 er um miklu meiri viðleitni til heimsskilnings og sjálfstæðrar hugsanar hér en síðar varð, vegna þess hve hin ís- lenzka fornmenning var öflug og framsækin um tíma, fremri en önn- ur evrópsk samtíða, og þessvegna ekki eins miðaldaleg í eðli og í öðrum löndum. Það hefur nýlega verið tekið fram, að íslenzk mál- fræðiritgerð frá 12. öld sé svo glögg og vísindalega skipuleg, að það sem bezt er ritað’í þeirri grein nú á dögum, geri varla meir en að jafnast við hana, og það er líka óhætt að segja, að þannig hafi ver- ið á fleiri sviðum á þeim öldum. En slíku er ekki að fagna frá tím- unum eftir 1300 til 1700. Sá tími er aumastur í íslenzkri sögu, og þó ekki að öllu aumur, og má fróðlegt þykja að kynnast hugsunarhætti þeirra tíma, einnig hvað heims- frægð snertir. Ég ætla fyrst að bera niður hjá fjórtándualdarmanni,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.