Úrval - 01.12.1968, Side 80

Úrval - 01.12.1968, Side 80
78 ÚRVAL aldrei náð að spýta á mig í fyrri leiðöngrum, þótti mér vissara að vera við öllu búinn). Ég gekk inn, skildi hurðina eftir í opna gátt og fann fljótt hvar þefdýrið var, á bak við legubekk. Þetta var hálfvaxið dýr og gegnum glerkrukkuna sá ég á hvasst trýnið og í hræðsluleg aug- un. Greyinu leið skelfing illa, því að krukkan hafði orðið föst þar sem þröngt var á milli, og komst hann hvorki fram né aftur. Ég brá skjótt við, greip í skottið á dýrinu og hélt því frá mér með útréttum handlegg. Það þarf að varast, að það nái nokkurs stað- ar fótfestu eða geti sett fæturna á fast; því annað þarf það ekki til þess að geta lyft skottinu og beita sínu efnafræðilega vopni. Fóllkið sem þyrpzt hafði til að sjá, á flöt- inni úti fyrir, hvarf skjótt frá þeg- ar það sá mig koma með þefdýrið í hendinni, og bar ég það síðan út í mýri þarna skammt frá. Blýpípan kom nú í góðar þarfir við að brjóta krukkuna utan af hausnum á dýr- inu, en það gerði ég með einu hnit- miðuðu höggi. Ég fleygði skepnunni frá mér eins langt og ég gat, og sendi hún mér raunar enga efnafræðilega kveðju. Þefdýrið er náfrændi minks og oturs og er eitt af algengustu spen- dýrum í Norður-Ameríku. Það ber svartan feld með hvítum röndum. Fáir eru eins misskildir og hafðir fyrir rangri sök og þetta góðlynda litla dýr (sem nefnist Mephitis á vísindamáli eftir lyktinni). Ég hef vitað til þess að stórir og þreklegir menn tóku til fótanna við það eitt að þefdýr varð á vegi þeirra, þar sem það var að snuðra um hagann í leit að músum, ávöxtum eða mat- arúrgangi. Af sömu ástæðu er það, sem svo fáir náttúruskoðarar og veiðimenn hafa þorað að koma í nánd við ,,hænuköttinn“, sem þeir nefna svo, og hafa lifnaðarhættir hans og eðliskostir því verið þeim næsta ókunnir. Þefdýrið, sem ég náði úr krukk- unni var af hinu venjulega rönd- ótta afbrigði, sem finnst nálega hvar sem er í Bandaríkjunum. Mælt frá snoppu til skottsenda, er það um 65 sentimetrar og liggja hvítu rend- urnar tvær eftir bakinu endilöngu samhliða, en renna saman fyrir aft- an hálsinn. Tvö önnur afbrigði eru kunn þar í Bandaríkjunum: stúf- nefjaða þefdýrið í suðvesturríkjum, sem hefur breiða, samfellda, hvíta rönd eftir bakinu, og skræpótta þef- dýrið í suðausturríkjunum. En öll hafa þau sama skæða varnarvopnið. Þetta fræga varnarvopn hefur lengi valdið ótta — og misskilningi. Þefdýrið er að eðlisfari friðsamt, og grípur aðeins til þessa ráðs, þegar allt annað þrýtur. Ef einhver gerir sig líklegan til að ráðast á það, horfir það fyrst beint á móti og stappar niður framfótunum. Dugi það ekki, lyftir það skottinu, öllu nema broddinum. En ef í harðbakk- ann slær, bregður það hart við, sperrir upp skottið og slöngvar aft- urpartinum í hálfhring fram á háls- inn og — sendir frá sér vökvann, helzt í augu óvinarins. Vökvinn er þetta stæka lyktarefni. Það safnast fyrir í tveimur lyktar- kirtlum, sem eru sinn hvoru megin við rassboruna og eru á þeim litlar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.