Úrval - 01.10.1969, Page 72
70
ÚRVAL
lengst af algerlega óleysanleg ráð-
gáta.
En núna eru þeir vissir um, að
þeir hafi fundið svarið með því að
virkja á stórsnjallan hátt þá vídd,
sem nefnist tími. Nýja árekstra-
varnarkerfið (Collision Advoidance
System eða CAS) mun ekki koma í
stað þess loftumferðareftirlitskerfis,
sem nú er starfrækt með aðstoð tíu
þúsunda þrautþjálfaðra manna, sem
starfa við flugeftirlit á flugvöllun-
um og standa þar í stöðugu sam-
bandi við flugvélar til þess að
tryggja að ætíð sé hæfilegt millibil
á milli þeirra. Þetta nýja kerfi kem-
ur bara til viðbótar. Því kerfi, þ.e.
verður eins konar baktrygging þess.
Þegar flugeftirlit á jörðu niðri
bregzt, en slíkt hlýtur eijihvern
tíma að gerast, þegar treyst er á
kerfi, sem byggir á stjórn manna á
vélum, þá eru flugmennirnir í nýju,
hraðfleygu farþegaþotunum okkar í
rauninni hjálparvana. Þeir hafa
miög aðkallandi þörf fyrir sérstakt
kerfi, óháð hinu, sem varar þá við
hættum og beinir þeim burt frá
hverri þeirri hættu, sem valdið get-
ur árekstrum.
HIÐ „ÚRELTA" MANNSAUGA
A fyrstu dögum flugsins voru
flugvélarnar bæði fáar og hægfara,
og þá gátu flugmenn komið auga á
hættur með þvi einu að horfa i
kringum sig. En nú á dögum, þeg-
ar flugvélar fljúga með 10 mílna
hraða á mínútu, hefur mannsaugað
reynzt vera orðið úrelt.
Prófanir og tilraunir hafa sýnt,
að þotuflugmaður hefur minna en
5% möguleikar á að koma auga á
aðra þotu, sem stefnir á hann, áður
en af árekstri verður. Ef hægt er
að vara hann við og beina sjónum
hans að nákvœmlega réttum bletti
á glugganum fyrir framan hann, þá
vaxa gífurlega möguleikar hans á
að sjá hina flugvélina, eða allt upp
í 85% í heiðskíru veðri. En samt
lítur flugvélin þá út eins og pínu-
lítið flugnadrit, meðan hún er enn
í öruggri fjarlægð. „En þegar það
fara að vaxa vængir á flugnadritið,
þá er maður búinn að vera,“ bæta
flugmennirnir við.
Síðustu 15 árin hafa 442 farþegar
og flugmenn og aðrir af áhöfnun
flugvéla látið lífið í árekstrum flug-
véla flugfélaganna. Er þar um að
ræða sjöunda hluta allra dauðsfalla
í alls konar flugslysum, sem flug-
vélar flugfélaganna hafa lent í á
þeim tíma. Það voru að vísu engin
dauðsföll af völdum flugvéla-
árekstra í fyrra, en á hinn bóginn
lá 2400 sinnum við, að af árekstr-
um yrði, þ.e. það kom fyrir 2400
sinnum, að flugvélar urðu snögg-
lega að breyta stefnu eða flughæð
til þess að fvrirbyggja árekstur. Og
erfiðleikarnir á þessu sviði fara
hraðvaxandi.
Samkvæmt ítarlegum spám munu
800—600 flugvélar verða samtímis
á lofti innan 30 mílna hrings um-
hverfis heila tylft bandarískra borga
á miðjum næsta áratug. Þar er um
að ræða tvöfalda þá tölu flugvéla,
sem „fylltu“ loftið yfir New York
jafnvel í verstu flugumferðarhnút-
unum þar í fyrrasumar.
Það var flugvélaárekstur einn árið
1056. sem varð til þess að menn fóru
að leita sér fyrir því af alefli að