Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 72

Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 72
70 ÚRVAL lengst af algerlega óleysanleg ráð- gáta. En núna eru þeir vissir um, að þeir hafi fundið svarið með því að virkja á stórsnjallan hátt þá vídd, sem nefnist tími. Nýja árekstra- varnarkerfið (Collision Advoidance System eða CAS) mun ekki koma í stað þess loftumferðareftirlitskerfis, sem nú er starfrækt með aðstoð tíu þúsunda þrautþjálfaðra manna, sem starfa við flugeftirlit á flugvöllun- um og standa þar í stöðugu sam- bandi við flugvélar til þess að tryggja að ætíð sé hæfilegt millibil á milli þeirra. Þetta nýja kerfi kem- ur bara til viðbótar. Því kerfi, þ.e. verður eins konar baktrygging þess. Þegar flugeftirlit á jörðu niðri bregzt, en slíkt hlýtur eijihvern tíma að gerast, þegar treyst er á kerfi, sem byggir á stjórn manna á vélum, þá eru flugmennirnir í nýju, hraðfleygu farþegaþotunum okkar í rauninni hjálparvana. Þeir hafa miög aðkallandi þörf fyrir sérstakt kerfi, óháð hinu, sem varar þá við hættum og beinir þeim burt frá hverri þeirri hættu, sem valdið get- ur árekstrum. HIÐ „ÚRELTA" MANNSAUGA A fyrstu dögum flugsins voru flugvélarnar bæði fáar og hægfara, og þá gátu flugmenn komið auga á hættur með þvi einu að horfa i kringum sig. En nú á dögum, þeg- ar flugvélar fljúga með 10 mílna hraða á mínútu, hefur mannsaugað reynzt vera orðið úrelt. Prófanir og tilraunir hafa sýnt, að þotuflugmaður hefur minna en 5% möguleikar á að koma auga á aðra þotu, sem stefnir á hann, áður en af árekstri verður. Ef hægt er að vara hann við og beina sjónum hans að nákvœmlega réttum bletti á glugganum fyrir framan hann, þá vaxa gífurlega möguleikar hans á að sjá hina flugvélina, eða allt upp í 85% í heiðskíru veðri. En samt lítur flugvélin þá út eins og pínu- lítið flugnadrit, meðan hún er enn í öruggri fjarlægð. „En þegar það fara að vaxa vængir á flugnadritið, þá er maður búinn að vera,“ bæta flugmennirnir við. Síðustu 15 árin hafa 442 farþegar og flugmenn og aðrir af áhöfnun flugvéla látið lífið í árekstrum flug- véla flugfélaganna. Er þar um að ræða sjöunda hluta allra dauðsfalla í alls konar flugslysum, sem flug- vélar flugfélaganna hafa lent í á þeim tíma. Það voru að vísu engin dauðsföll af völdum flugvéla- árekstra í fyrra, en á hinn bóginn lá 2400 sinnum við, að af árekstr- um yrði, þ.e. það kom fyrir 2400 sinnum, að flugvélar urðu snögg- lega að breyta stefnu eða flughæð til þess að fvrirbyggja árekstur. Og erfiðleikarnir á þessu sviði fara hraðvaxandi. Samkvæmt ítarlegum spám munu 800—600 flugvélar verða samtímis á lofti innan 30 mílna hrings um- hverfis heila tylft bandarískra borga á miðjum næsta áratug. Þar er um að ræða tvöfalda þá tölu flugvéla, sem „fylltu“ loftið yfir New York jafnvel í verstu flugumferðarhnút- unum þar í fyrrasumar. Það var flugvélaárekstur einn árið 1056. sem varð til þess að menn fóru að leita sér fyrir því af alefli að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.