Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 19
VIÐTAL
„Ég er viðskiptafræðingur að mennt, með
stúdentspróf frá MR, en alin upp á Sel-
tjarnarnesi. Ég fékk starf hjá þessu stóra
fyrirtæki strax eftir að háskólanámi lauk.
Svo þróaðist ég áfram í starfi, hef unnið sem
verkefnastjóri síðustu ár. Ég fékk sem sagt
framgang,“ bætir hún við og brosir.
„Hluti af mínum karakter er að ég er viljug
til verka og fljót að segja já. Hið jákvæða við
það er að ég hef þroskast í starfi og fengið
víðari sýn, en skuggahliðin er að ég átti erfitt
með að setja mörk. Ég hef hefðbundinn
borgaralegan bakgrunn og vandist því að
reyna að vinna vel, kem úr, ef svo má segja,
úr venjulegum kringumstæðum og ég held
að margar konur á mínum aldri þekki þessa
tilfinningu, að þær eigi að gera hlutina vel.
Það hefur alla jafna reynst mér vel. En mér
finnst samt að ég hafi óþarflega seint á
lífsleiðinni lært að setja sjálfri mér og öðrum
mörk.
Ég hef líklega alltaf verið, það sem kallað
er á ensku „people pleaser“ – vil að öllum
líði vel. Mér finnst svolítið eins og ég hafi
verið froskur í sjóðandi vatni. Ég hafði
verið undir álagi, streitu í svo langan tíma
að það var orðið venjulegt ástand. Þetta
gilti mestmegnis um starfsumhverfið og
vinnuna.
Ég gifti mig 27 ára og eignaðist þrjú börn.
Smám saman varð því meira að gera og
ég vildi standa mig á öllum vígstöðvum.
Framan af gekk ágætlega að hafa skil á milli
einkalífs og starfs en ég sé núna að áður en
ég veiktist og fór í veikindaleyfi þá voru þessi
mörk orðin miklu óskýrari.“
Var orðin full af vanlíðan
Hvað varð til þess að þú tókst af skarið og
leitaðir til VIRK?
„Ég var orðin full af vanlíðan og samdauna
álaginu og stressinu. Þótt ég ynni bara lág-
marksvinnu heima utan vinnutíma þá var
hugur minn alltaf við vinnuna. Verkefni mín
voru ólík og mér fannst ég vera dálítið tætt.
Smám saman fór boltinn að stækka hjá mér,
ég fór að vakna fyrr á morgnana til að reyna
að græða tíma og undirbúa daginn.
Ég sá það ekki þá, en ég var á hræðilega
vondum stað. Ég var orðin illa haldin af
verkkvíða og frestunaráráttu. Smám saman
fór ég líka að þjást af „loddaralíðan“ – fannst
allt sem ég gerði „feik“ og allir hlytu að sjá
það. Samt vissi ég að þetta var bara tilfinning
sem átti sér ekki stoð í raunveruleikanum.
Ég var góður starfskraftur, metnaðarfull og
gerði allt eins vel og ég gat – samt hafði ég
alltaf á tilfinningunni að einhver færi brátt að
fatta að þetta væri allt „feik“ – að ég væri í
raun ömurleg.
Núna held ég að þetta hafi verið skýrt kuln-
unareinkenni. Það var ekki ástæða fyrir
þessu en þó eitthvað í starfsumhverfinu
sem skapaði þessa tilfinningu. Samt vissi
ég að ég var vel metin – þetta var mjög
óþægileg tilfinning.
Vanlíðan mín tengdist að stærstum hluta
vinnunni en það fór þó ekki hjá því að þetta
smitaði aðeins yfir á heimilislífið. Maðurinn
minn fann að ég var vanstillt, stressuð
og kvíðin. Það var stundum stuttur í mér
þráðurinn, sem var óvenjulegt með mig, því
ég er að eðlisfari jafnlynd og róleg. Smám
saman jukust þessi einkenni en jafnframt
var ég samdauna því sem var að gerast. Ég
upplifði marga daga þar sem ég var með
tárin í augunum í bílnum á leiðinni í vinnuna.
Ég kveið fyrir að fara á vinnustaðinn. En ég
áttaði mig ekkert endilega á hverju þetta
tengdist. Ég hugsaði með mér: „Af hverju er
ég að skæla á leiðinni í vinnuna?“
Sú hugsun kom endurtekið upp hjá mér
þegar ég sat í bílnum að mig langaði bara
að keyra framhjá. Vildi helst vera bílstjóri,
aka um bæinni, fara með pakka hingað og
þangað og hlusta á útvarpið. Núna held ég
að þetta hafi verið skýr flóttatilfinning. Ég var
stundum að hlæja að þessu með vinkonun
mínum en núna sé ég kristalstært að ég náði
ekki utan um það sem var að gerast en gat
alls ekki séð mig utanfrá.“
Starfsmannasamtalið
sem öllu breytti
Hvað varð til þess að þú fórst að gera
eitthvað í þessu máli?
„Þegar ég var að undirbúa mig fyrir reglulegt
starfsmannasamtal varð mér ljóst að ég
gæti ekki farið í þetta samtal og endurtekið
það sem ég hafði sagt árin á undan. Í mér
bjó vanlíðan sem ég þurfti að tala um. Ég
tók að punkta niður hjá mér atriði eins og
svefnleysi, kvíða, ójafnvægi milli einkalífs
og vinnunnar, minnkaða ánægu af hlutum
– svo var það loddaratilfinningin! Þetta
varð á endanum nokkuð langur listi. Þegar
ég las hann yfir settist að mér óhugur og ég
hugsaði: „Þetta er alvarlegt. Það sem ég hef
skrifað niður bendir til kulnunar.“
Ég hringdi í mjög góða vinkonu mína sem
hafði slíka reynslu. Ég las fyrir hana það sem
ég hafði skrifað. Hún sagði: „Þarna eru öll
rauðu flöggin!“ Ég varð dálítið hissa, ekki síst
vegna þess að ég hafði verið nálæg henni
þegar hún gekk í gegnum sína erfiðu reynslu
og hafði einsett mér að læra af hennar
reynslu svo þetta kæmi ekki fyrir mig.
Vinkona mín stappaði í mig stálinu og
sagði: „Ekki draga neitt undan í þessu
starfsmannasamtali. Vertu hundrað pró-
sent hreinskilin og segðu allt sem þú
hefur verið að segja mér núna.“ Ég fékk
ómetanlegan styrk frá henni. Áður hafði ég
í starfsmannaviðtölum látið glitta í vanlíðan
og var því ekki alveg heiðarleg við sjálfa mig
né stjórnendur.“
Hvernig var þessu tekið?
„Mjög vel. Viðbrögð stjórnenda voru hárrétt.
Auðvitað var þetta visst áfall fyrir þá og
þeir sem unnu með mér voru leiðir yfir
því hvernig komið var fyrir mér en eigi að
síður fékk ég mikinn stuðning. Í umræddu
starfsmannaviðtali var ég viss um að ég og
stjórnendur værum að grípa inn í atburðarás
sem ég gæti stoppað áður en ég færi fram
Þegar ég var
að undirbúa mig
fyrir reglulegt
starfsmannasamtal
varð mér ljóst að ég
gæti ekki farið í þetta
samtal og endurtekið
það sem ég hafði sagt
árin á undan.
19virk.is