Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 33
VIÐTAL
lauk við dauðsfall fyrri dótturinnar. Það var
áfall. Ég fékk ekki neina skýringu á þeirri
uppsögn aðra en að breytingar færu fram á
vinnustað.
Ég fór svo ekki að vinna fyrr en dóttir mín
sem lifir var orðin eins árs. Þá fékk ég vinnu
hjá Heita matnum í Hrísalundi. Þar var þá
seldur heimilismatur sem fólk gat tekið með
sér heim. Ég vann þarna þangað til ég fór í
starfsendurhæfingu hjá VIRK um haustið
árið 2020.“
Hvað varð til þess að þú leitaðir til VIRK?
„Það var reyndar heimilislæknirinn sem
sagðist ætla að senda inn beiðni um
þjónustu hjá VIRK fyrir mig. Ég hitti lækninn
reglulega þangað til ég komst inn hjá VIRK.
Það tók þó ekki langan tíma – eitthvað á
annan mánuð. Ég hætti að vinna tveimur
vikum eftir að ég brotnaði niður á stofunni
hjá heimilislækninum. Hann skrifaði í
framhaldinu upp á veikindaleyfi fyrir mig.“
Fannst í upphafi niðurlægjandi
að játa mig sigraða
Hvernig leið þér með þessa ákvörðun að
fara í þjónustu VIRK?
„Upprunalega fannst mér mjög niður-
lægjandi að þurfa að játa mig sigraða. En sú
tilfinning var fljót að rjátlast af mér þegar ég
áttaði mig á að hjá VIRK var fólk sem var allt
af vilja gert að aðstoða mig.“
Hvernig hófst samstarfið við VIRK?
„Þetta gerðist þegar Covid-19 stóð sem
hæst þannig að þetta var í upphafi ekki hefð-
bundin endurhæfing. Ég byrjaði á viðtölum
við ráðgjafa og fékk tíma hjá einkaþjálfara
í heilsuræktarstöð. Ég er í Félagi verslunar-
og skrifstofufólks á Akureyri. Það var talsvert
huggandi að tala við ráðgjafann þar fyrir
VIRK. Ég þurfti á slíku að halda meðan ég
var að yfirvinna stoltið mitt.“
Hvers vegna fannst þér svona niður-
lægjandi að fá aðstoð?
„Ég held að um hafi verið að ræða ákveðið
samasemmerki á milli þess að leita aðstoðar
hjá VIRK og horfast í augu við vandann. Að
ég gæti ekki ein unnið úr áföllum mínum.“
Fékkstu enga áfallahjálp eftir dauða litlu
dóttur þinnar?
„Nei. Við, maðurinn minn og ég fengum
enga áfallahjálp eftir þetta dauðsfall. Við
sóttum sjálf aðstoð hjá presti en það var ekki
neitt sem kerfið kom að. Við gerðum þetta
sjálf. Að tala við prestinn var nokkur hjálp. Ég
tel mig þó ekki trúaða, þjóðkirkjulega séð.
En ég var í miklu kirkjustarfi sem krakki og
þekkti prestinn, hann er mjög hlýr og ljúfur
maður, það hjálpaði því að tala við hann.“
Hundsaði einkenni seinni
meðgöngunnar
Hvenær meðtókstu svo vitneskjuna um að
þú værir með barni á ný?
„Ég vissi það svona ómeðvitað þegar ég var
komin þrjá mánuði á leið en ég hundsaði
einkennin sem fylgdu meðgöngunni. Ég gat
bara andlega ekki tekist á við að eiga von á
barni svona stuttu eftir að fyrri dóttir mín lést.
Ég varð í senn bæði glöð og líka dauðhrædd.
Ég hef ekki eignast fleiri börn. Ég var hrædd
um seinni dótturina og sá ótti fór illa með
mig andlega alveg þangað til hún var orðin
fimm ára. Þá fór ég loks að kljást við sjálfa
mig og mína líðan.“
Hvernig gekk að vinna úr þessu áfalli sem
vöggudauðinn olli?
„Fyrir tilstilli VIRK fór ég í gegnum áfalla-
meðferð hjá sálfræðingi. Þetta er viðtals-
meðferð sem sérhæfir sig í áföllum og kvíða
sem ég var aðallega að kljást við. Maður
stígur á ákveðinn hátt inn í fullyrðingar sem
maður hefur sjálfur komið sér upp, svo sem
sjálfsásakanir og fleira í þeim dúr.
Ég kenndi mér lengi um að barnið dó. Ég var
svo viss um að ég hefði kæft barnið þar sem
það svaf á milli okkar foreldranna. Ég gekk á
milli faglærðs fólks til að fá upplýsingar um
svona dauðsföll og komast að því að það er
munur á öndunarstoppi og því að kafna. Það
var samt ekki léttir að átta sig á þessu fyrr en
ég vann úr þessu hjá sálfræðingnum sem ég
fór til í samráði við ráðgjafann hjá VIRK.“
Voru fleiri úrræði sem þú nýttir þér í
þjónustunni hjá VIRK?
„Sálfræðingurinn var mikilvægastur. Hann
mælti með því að ég væri ekki með of mikið
á minni könnu meðan við værum að vinna
okkur í gegnum áfallið vegna vöggudauðans.
Áfallameðferðin tók alveg eitt ár.
En ég fór einnig á núvitundarnámskeið sem
reyndist mér vel – og svo byrjaði ég í námi.
Ég fór að læra að verða matartæknir. Þetta
er sérfræðimiðað nám þar sem ég lærði að
matreiða fyrir hjúkrunarheimili, leikskóla og
grunnskóla og sjúkrahús. Ég lærði þetta í
Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ég hafði
jú starfað við matreiðslu og fór þarna að
sérhæfa mig.“
Áfallameðferðin hjá sálfræðingi
nýttist mér best
Hvenær fannst þér þú vera tilbúin í
þetta nám?
„Ég var búin að vera ár í starfsendurhæfingu
þegar ég hóf námið. Dóttir mín var í leikskóla
þegar ég byrjaði í skólanum en hún er nú
komin í grunnskóla og gengur vel. Ég út-
skrifaðist síðasta vor úr matartækninni og
vinn núna sem matráður hjá Heilsuvernd
hjúkrunarheimili. Ég vann þar seinna árið
mitt í skólanum meðfram námi.“
Hvað nýttist þér best í
starfsendurhæfingunni hjá VIRK?
„Miðað við það sem ég þurfti að takast á við
þá var það sálfræðingurinn og meðferðin
hjá honum sem nýttust mér best. En ég er
einlæglega þakklát fyrir stuðninginn sem ég
fékk hjá ráðgjafa mínum hjá VIRK.“
Hvernig myndir þú lýsa stöðu þinni núna?
„Ég er að fara að „bæta við mig blómum“ –
ég er að fara í háskólanám eftir áramót hjá
Keili. Þar er ég fara í háskólabrúnna og síðan
ætla ég að læra sálfræði. Nú langar mig til
að hjálpa öðrum.“
Þegar þú lítur til baka – hvernig horfir
þjónustan sem þú fékkst hjá VIRK við þér?
„Ég held að hún hafi bjargað mér, hvorki
meira né minna. Í raun fékk ég þar hjálp við
að taka skelina af þeirri manneskju sem ég
var orðin og verða aftur heil manneskja. Það
á ég VIRK að þakka.“
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Mynd: Linda Ólafsdóttir
Fyrir tilstilli VIRK
fór ég í gegnum
áfallameðferð hjá
sálfræðingi. Þetta er
viðtalsmeðferð sem
sérhæfir sig í áföllum
og kvíða sem ég var
aðallega að kljást við.
33virk.is