Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 35
VIRK
Skipting þjónustuaðila
Fjölmennasti hópur þjónustuaðila er sem
fyrr sálfræðingar en VIRK var í samstarfi
við 160 sálfræðinga eða fyrirtæki tengd
sálfræðiþjónustu á árinu 2023. Fast á
hæla sálfræðinga koma sjúkraþjálfarar en
VIRK var í samstarfi við 129 aðila tengdum
sjúkraþjálfun. Þriðji fjölmennasti hópur
meðal þjónustuaðila var í flokknum heilsu-
efling og líkamsrækt eða 114 aðilar.
Þá hefur orðið talsverð aukning í kaupum
á úrræðum hjá þjónustuaðilum sem bjóða
upp á ráðgjöf og þjónustu sem eykur daglega
virkni og stuðlar að félagslegri kjölfestu
einstaklinga, en um er að ræða fagaðila sem
sinna margskonar einstaklingsbundinni
ráðgjöf til einstaklinga, t.d. iðjuþjálfun,
félagsráðgjöf, næringarráðgjöf, náms- og
starfsráðgjöf, fíkniráðgjöf, fjölskylduráðgjöf
o.fl. Þá býður fjölbreyttur hópur þjónustu-
aðila upp á úrræði sem stuðla að aukinni
þátttöku einstaklinga en um 40 fræðslu- og
símenntunaraðilar veittu ráðgjöf og fræðslu
sem eykur möguleika á vinnumarkaði.
Árlega bætast nýir samstarfsaðilar í raðir
þjónustuaðila og stöðugar umbætur
eiga sér stað við þróun úrræða í takti við
þarfir einstaklinga í þjónustu hverju sinni.
Sérfræðingar VIRK funda með þjónustu-
aðilum eftir þörfum vegna þróunar nýrra
úrræða og heldur úrræðasvið VIRK utan um
þau samskipti.
Fjarúrræðum fjölgaði talsvert á Covid ár-
unum og er slík fjarþjónusta komin til að
vera í úrræðaflóru VIRK. Ráðgjafar VIRK á
Á árinu voru
gerðar tæplega 24
þúsund pantanir
á úrræðum í upp-
lýsingakerfi VIRK
í samanburði við
rúmar 21 þúsund
pantanir árið á
undan.
Árlega bætast
nýir samstarfsaðilar
í raðir þjónustuaðila
og stöðugar umbætur
eiga sér stað við
þróun úrræða í takti
við þarfir einstaklinga
í þjónustu hverju
sinni.
landsbyggðinni og þjónustuþegar sem búa
í dreifbýli eða utan höfuðborgarsvæðisins
eru sérlega ánægðir með betra aðgengi
að ýmsum sértækum úrræðum. Eins
hafa þjónustuaðilar sem búa utan höfuð-
borgarsvæðisins aðgengi að stærri
markhópi, þar sem þjónustuaðilar sem
bjóða upp á fjarþjónustu eru staðsettir um
land allt. Þjónustuaðilar sem vilja bjóða
upp á einstaklingsviðtöl í gegnum fjar-
heilbrigðisþjónustu þurfa að sækja um
starfsleyfi hjá embætti landlæknis áður en
opnað er fyrir slíka þjónustu hjá VIRK.
Útlendingum fjölgar í þjónustu VIRK og
mikilvægt að til séu úrræði við hæfi fyrir
þann hóp. Áfram verður lögð áhersla á
þróun úrræða fyrir útlendinga á árinu. Veita
þarf þjónustu við hæfi, tækifæri til að læra
og tala íslensku og fjölga tækifærum til
atvinnuþátttöku.
1.800
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
Útgjöld í
millj. kr.
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 Ár
Þróun útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu frá fagaðilum
um allt land 2010-2023 á föstu verðlagi
Mynd 1
Sálfræðiþjónusta + hópsálfræði
Sjálfsefling
Sjúkraþjálfun + hópstoðkerfisröskun
Sérhæfð starfsendurhæfingarúrræði
Nám og námskeið
Heilsuefling / líkamsrækt
Atvinnutengd úrræði
Önnur ráðgjöf og þjónusta
Túlkaþjónusta
25%
8%
4%
49%
7%2%
1%1%%3%
Hlutfallsleg skipting útgjalda á árinu 2023
vegna aðkeyptrar þjónustu frá samstarfsaðilum
Mynd 2
35virk.is