Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 45

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 45
 VIRK þá einstaklinga sem lýst hafa áhuga á að fara á vinnumarkaðinn – það sem kallað er „skjót atvinnuleit“. Þeir síðan styðja við einstaklinginn þegar í vinnu er komið og styðja oft einnig við vinnuveitendurna. Grunnhugmyndin er sú að hægt sé að finna störf fyrir alla þá sem vilja vinna óháð hindrunum, svo sem af geðrænum eða félagslegum toga. Með tímanum þá hefur þróast ákveðin IPS aðferðafræði sem sett er fram í 8 leiðandi meginreglum sem einkenna IPS aðferðafræðina og sjá má á mynd 1. Samhliða þessu var sérstakur tryggðarskali (fidelity scale) þróaður sem notaður er til að meta starfsemi teymanna. VIRK var fyrst stofnana og fyrirtækja á Íslandi til þess að taka upp og starfa eftir hugmyndafræði IPS. VIRK hefur unnið eftir hugmyndafræði IPS allt frá haustinu 2012 þegar samstarf hófst á milli VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs og geðendurhæfingar- deildar Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) á Laugarási. Í grein sem Drake og Wallach4 skrifuðu færa þeir fram sannfærandi rök fyrir því að skoða skuli atvinnu sem mikilvæga heilbrigðisíhlutun. Að hjálpa fólki að finna vinnu ætti því að vera stöðluð meðferð innan geðheilbrigðiskerfisins. Það að vera í vinnu bætir meðal annars andlega heilsu og vellíðan fólks sem glímir við alvarlegar geðraskanir auk þess að bæta sjálfstraust, einkennastjórnun, lífsgæði og félagsleg tengsl. Ráðningar sem tengjast atvinnu með stuðningi eru auk þess hagkvæmar (e. cost- effective) og geta sparað heilbrigðiskerfinu kostnað (e. cost-saving) vegna þess að þær draga úr notkun geðdeilda og heildarútgjalda til geðheilbrigðismála6. Vinna á eftir hugmyndafræði IPS og markmiðið er að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaðinum. Einnig á að leggja áherslu á að auka samfélagslega virkni ungmenna sem tilheyra NEET-hópi sem eru ungt fólk sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Við undirritun þessarar viljayfirlýsingar þá staðfesti Vinnumálastofnun að stofnunin ætlar að ráða tíu atvinnulífstengla sem munu vinna við að styðja þennan hóp við starfsleit en stofnunin hefur ekki verið með slíka tengla til þessa. Samtök atvinnulífsins munu svo liðsinna við að tryggja framboð af störfum fyrir ungt fólk og efla fræðslu á vinnustöðum um mikilvægi þess að greiða fyrir ráðningum einstaklinga sem tilheyra viðkvæmum hópum. VIRK mun fjölga atvinnulífstenglum hjá sér enn frekar og opna á þjónustu gagnvart fleiri hópum en áður sem mun auka tækifæri einstaklinga í þjónustu hjá VIRK við að komast inn á vinnumarkaðinn. VIRK var fyrst stofnana og fyrirtækja á Íslandi til þess að taka upp og starfa eftir hugmyndafræði IPS. VIRK hefur unnið eftir hugmyndafræði IPS allt frá haustinu 2012 þegar samstarf hófst á milli VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs og geðendurhæfingardeildar Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) á Laugarási. Fyrsti atvinnulífstengill verkefnisins var ráðinn í hlutastarf til VIRK haustið 2013 í ákveðinn reynslutíma og síðan þá hefur samstarf verið á milli þessara tveggja stofnana. Í dag starfa 12 atvinnulífstenglar hjá VIRK sem allir eru menntaðir í IPS hugmyndafræðinni bæði í gegnum sérstök fjarnámskeið auk þess sem þeir sækja ráðstefnur erlendis. Hluti þeirra starfar með einstaklingum sem vísað er til VIRK frá geðendurhæfingardeild LSH Laugarási en einnig með einstaklingum frá öðrum stofnunum eins og geðheilsuteymum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestir þessara einstaklinga eru með alvarlega geðræna sjúkdóma. VIRK úthlutar þeim sérstökum atvinnulífstengli sem vinnur eftir hugmyndafræði IPS en klínísk meðferð og eftirfylgd með einstaklingunum er í höndum stofnananna. Samstarfið hefur gengið vel og öll sú þekking sem byggst hefur upp innan VIRK og sá lærdómur sem við höfum dregið hefur verið mjög mikilvægur fyrir framtíðarþróun IPS hjá VIRK og á Íslandi í heild sinni. Átta grunnatriði IPS 1. Störf á almennum vinnumarkaði 2. Einstaklingsmiðuð leit að starfi og óskir einstaklings í forgrunni 3. Skjót atvinnuleit um leið og einstaklingur vill fara að vinna 4. Sjálfstætt val að taka þátt og enginn er útilokaður 5. Samhæfð þjónusta á milli atvinnulífstengla og sérfræðinga í starfsendurhæfingu og heilbrigðisgeirans 6. Ráðgjöf um bætur 7. Einstaklingsmiðaður stuðningur inn í starf 8. Markviss leit að störfum með heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir Mynd 1 Á síðustu 30 árum hefur IPS hugmynda- fræðin komið fram sem gagnreynd nálgun byggð á 28 slembiröðuðum samanburðarrannsóknum4. Þær sýna að þetta er skilvirkasta úrræðið þegar kemur að því að koma einstaklingum með alvarlegan andlegan vanda í samkeppnishæf störf á hinum almenna vinnumarkaði – sem er tvisvar til þrisvar sinnum betri árangur en í öðrum atvinnutengdum úrræðum5. Einstaklingsmiðaður stuðningur við starfsleit - Individual placement and support (IPS) – er alltaf að festa sig betur og betur í sessi hér á Íslandi sem og annars staðar. Til marks um þetta þá undirrituðu VIRK, Samtök atvinnulífsins, Vinnumálastofnun og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, viljayfirlýsingu í byrjun maí 2023 um að stórauka ein- staklingsmiðaðan stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. 45virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.