Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 74

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 74
öll bara manneskjur. Núvitund gagnast til dæmis vel fólki sem er í kulnun, hefur verið að keyra sig áfram á hnefanum, en fer svo að hlusta á sína innri líðan. Þá skiptir svo miklu máli að læra að hlusta á sína innri rödd og hvíla sig. Átta sig á hvar raunveruleg þolmörk eru og bregðast við þeim af visku og samkennd. Núvitundin leggur mikla áherslu á, sem fyrr sagði, að það er ferðalagið sem skiptir máli ekki áfangastaðurinn og að vera með sjálfum sér í þessu ferðalagi. Því ríkari vitund sem maður hefur því betur getur maður brugðist við aðstæðum sínum.“ Sækja margir frá VIRK til ykkar? „Stór hluti af þátttakendum á námskeiðum okkar kemur frá VIRK. Við í Núvitundar- setrinu höfum átt í farsælu samstarfi við VIRK í á annan áratug. Ástæða er til að fagna því að VIRK er til og grípur fólk í neyð. Það er þakkarvert. Hingað kemur líka fólk beint úr samfélaginu sem á í ýmiskonar erfiðleikum. Það fer svolítið eftir því hver vandinn er og hvar fólk er statt á bataferlinu hvaða námskeið gagnast best. Núvitund sem slík er rauður þráður í öllum þessum námskeiðum. Hún er hjálpleg á öllum stigum. Ekki síst í upphafi þegar fólk er að ná tengslum við sjálft sig og hlusta á sína innri rödd. Núvitund á erindi við alla og gagnast við andleg og líkamleg veikindi eins og þung- lyndi, kvíða, streitu, verkjum, áföllum og kulnun. Allir lenda í mótlæti og það er gef- andi að kenna öðrum það sem maður hefur trú á og nýtir sjálfur.“ Mikilvægt að lifa í takt við sín lífsgildi Hvar lærðir þú núvitund? „Ég er klínískur sálfræðingur og tók fram- haldsnám í sálfræði í Sydney í Ástralíu. Ég kynntist núvitund fyrst í starfi mínu á Hvítabandinu á Landspítalanum. Síðar fór ég að vinna á heilsugæslustöð í Bretlandi í St. Albans á árunum 2008 til 2011. Þá var núvitund að ryðja sér til rúms þar. Segja má að Bretland sé mekka núvitundar í Evrópu. Í kringum 1989 tók bandarískur prófessor, Jon Kabat-Zinn í Massachussets, hugleiðslu inn í sitt meðferðarprógramm og þróaði út frá því núvitundarnámskeið fyrir langt leidda sjúklinga sem aðrir læknar töldu sig ekki geta gert meira fyrir. Hann leiðbeindi fólki til að gangast við því hvernig staðan væri og hvað það gæti hugsanlega gert til að bæta líðan sína í þessum aðstæðum. Kabat-Zinn tók hugleiðsluiðkunina úr Zen búddismanum og þróaði út frá því fyrsta núvitundarnámskeiðið.“ Starfa margir við Núvitundarsetrið? „Við erum tíu sem störfum hér, flestir sálfræðingar sem hafa unnið á heilbrigðis- stofnunum, miklir reynsluboltar. Einnig starfar hér kennari, náms- og starfsráðgjafi sem er sérhæfður í jákvæðri sálfræði. Við höfum farið með þessi grunnnámskeið okkar inn í skóla til að kenna nemendum lífsfærni. Almennt má segja að fólk sé of mikið að hugsa um að gera og gleymir að vera – það þarf að hægja á og muna að lífið snýst ekki bara um efnisleg gæði og samkeppni heldur um samvinnu, tengsl og samkennd. Núvitundin kennir fólki að gangast við og viðurkenna mennskuna í því sjálfu og gera ekki óraunhæfar kröfur um að vera einhverjar ofurmanneskjur. Mikilvægt er að lifa í takt við sín lífsgildi meðan við siglum í gegnum lífsins ólgusjó.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Lárus Karl Ingason 74 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.