Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 52

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 52
Hreyfing umfram viðmiðunarmörkin stuðlar að frekari heilsufarslegum ávinningi upp að vissu marki en einstaklingsbundið er hvar efri mörk liggja og er þar litið til meiðsla og ofþjálfunar. Á myndinni á fyrri síðu má sjá leiðbeiningarnar fyrir fullorðna einstaklinga5. Hve mikið er þá ákjósanlegt að ég hreyfi mig? Á hvaða formi? Af hvaða ákefð? Þetta eru algengar spurningar sem koma upp varðandi líkamsþjálfun. Við þeim er ekkert einhlítt svar en að velja hreyfingu sem einstaklingar hafa gaman af og sjá tilgang í varðar leiðina að góðum árangri. Fyrir þann sem ekki hefur stundað reglubundna hreyfingu, t.d. eftir langt hlé, vegna sjúkdóma eða slysa, er oftar en ekki erfitt að hefja hana. Því getur verið mikilvægt að leita aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks við að taka fyrstu skrefin að nýjum lífsstíl. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um rann- sóknir sem gerðar hafa verið á hreyfingu og umhverfi, fjallað um hreyfingu og stoðkerfið, og tæpt á hvernig hreyfing getur haft áhrif á sjúkdóma og sjúkdómseinkenni. Hreyfing í náttúrunni Eitt af því sem er umtalað nú á tímum er hvort betra sé að stunda hreyfingu utan dyra en innan. Þetta hefur verið rannsakað og meðal annars fundist vísbendingar um að hreyfing í náttúrulegu umhverfi skili meiri árangri en hreyfing innan dyra. Fyrst má nefna rannsókn sem byggði á þeirri staðreynd að þjálfun bætir hugræna getu og að vel er þekkt að það að vera úti í náttúrulegu umhverfi bætir hugræna getu á svipaðan hátt. Borin var saman 15 mínútna ganga úti og 15 mínútna ganga inni. Áreynslan innandyra í þennan stutta tíma dugði ekki til að bæta útkomuna í prófinu sem notað var til að meta hugarstarfið (visual oddball task) en áreynslan utandyra bætti árangurinn marktækt. Rannsakendur leggja því áherslu á að æfa í náttúrulegu umhverfi og velta því upp hvort ekki sé betra að hreyfa sig úti fyrir og eftir vinnu í stað þess að velja að fara í ræktina6. Önnur athyglisverð rannsókn var gerð á Íslandi og byggir á því að rannsóknir hafa sýnt að regluleg hreyfing lengir litningaenda og við það minnkar áhætta á sjúkdómum og lífslíkur aukast. Tveir hópar þátttakenda breyttu um lífsstíl og stunduðu reglubundna þolþjálfun yfir fimm mánaða tímabil frá vetri til sumars, annað hvort í heilsurækt eða í borgarnáttúru. Viðmiðunarhópur breytti ekki um lífsstíl. Litningaendar lengdust marktækt í öll- um hópum en tilhneigingin var meiri í þolþjálfunarhópunum. Þá mældist litningaendaensím sem tengt er getu til viðhalds og lengingar litninganna, marktækt minna hjá hópnum sem þjálfaði inni en hjá náttúru- og við- miðunarhópnum og telja rannsakendur það merki um minni getu til viðhalds og/ eða lengingar litingaenda. Rannsakendur álykta: „Umhverfið þar sem regluleg hreyfing fer fram virðist skipta máli fyrir viðhald litningaenda. Náttúruríkt umhverfi hefur í þessu samhengi jákvæðari áhrif en manngert”7. Hreyfing og stoðkerfið Hreyfing er drifin af vöðvasamdrætti beinagrindarvöðva. Samdrátturinn krefst súrefnis og næringar og þess vegna fer hjartað að dæla meira blóði til Styrktarþjálfun felur í sér þjálfun vöðvahópa til stækkunar og styrkingar í þeim tilgangi að geta tekið á af meira afli og til lengri tíma. Hún bætir beinþéttni og getur þannig komið í veg fyrir beinþynningu. Til að ná styrktaráhrifum er miðað við að lyfta þyngd í mesta lagi 8-12 sinnum í einni lotu og jafnvel endurtaka í þremur settum. Þolþjálfun gefur grunninn að styrkingu lungna, hjarta- og æðakerfis líkamans, hún er sú tegund hreyfingar sem mest áhrif hefur á andlega líðan. Slík áreynsla örvar drifkerfi líkamans með tilheyrandi aukningu á framleiðslu og seyti streitu- hormónsins adrenalíns og taugaboðefnisins noradrenalíns. Við þolþjálfun er hjartsláttartíðni á bilinu 60-85% af mestu mögulegu hjartsláttartíðni. Viðmið þol- þjálfunar er að þátttakandi geti haldið uppi samræðum á meðan á þjálfun stendur. Liðleikaþjálfun felur annars vegar í sér að þjálfa liðleika beint með því að teygja á vöðvum og liðamótum og hins vegar með því að bæta lipurð, þ.e. styrkja vöðva sem eru andstæðir við teygða vöðvann. Með liðleikaþjálfun má bæta líkamsstöðu og stuðla að æskilegri beitingu líkamans. Þjálfun hreyfistjórnar felur í sér þjálfun á stærri hreyfingum jafnt sem fínhreyfing- um sem þátt eiga í hreyfiþroska eða til að ná að stýra á ný hreyfingum í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Hreyfistjórn byggir á samstillingu taugakerfis, vöðva- samdráttar og liðhreyfinga. Hreyfing, sem bæta á stjórn á, er endurtekin þar til stjórnin fer að dvína. Þá er ráðlagt að hvíla áður en hafist er handa á ný við þjálfunina. þeirra. Samdrátturinn í vöðvunum gerir kröfur til samdráttareininga vöðvans og stuðlar að viðhaldi eða jafnvel aukningu vöðvamassans, háð því hversu kröftugur hann er. Einnig hjálpar vöðvasamdrátturinn sjálfur við að dæla blóði um vöðvann og næra hann. Ef vöðvi er í síspennu en ekki notaður við hreyfingar eða kröftugan samdrátt hrörna byggingaeiningar hans og háræðaþéttni minnkar, upp kemur ástand sem oft er ranglega nefnt vöðvabólga en er í eðli sínu ekki bólga. Auk þess stuðlar hreyfing að nær- ingarflutningi til vefja sem ekki eru tengdir blóðrás beint með þeim þrýstings- breytingum sem samdrátturinn og hreyfingin sjálf valda. Þetta á við um vefi eins og brjósk og brjóskþófa í hrygg. Súrefnisflutningur til þessara vefja á sér stað með flæði súrefnis frá meiri styrk til minni. Margs konar nöfn eru notuð um þjálfun en skipta mætti þjálfun upp á eftirfarandi hátt eftir eðli hennar og þeim áhrifum sem þjálfunin orsakar. Staðbundin styrktar- og úthaldsþjálfun felur í sér að leggja áherslu á að þjálfa styrk og úthald í vöðvum sem hafa misst kraft og úthald vegna verkjavanda og/eða aðgerða, t.d. vöðva í kringum mjóbak, hné eða öxl. 52 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.