Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 49

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 49
 VIÐTAL Er fólk á þessu svæði að einhverju leyti með önnur einkenni en annars staðar á landinu? „Nei það tel ég ekki vera. Þrátt fyrir að Vest- manneyjar séu þekkt útgerðarsvæði þá er ég ekki að fá inn til mín fleiri sjómenn en fólk úr öðrum stéttum. Þess eru dæmi að fólk lendi í sjóslysum og geti ekki lengur stundað sjómennsku en það er sem betur fer fátítt nú orðið. Slíkt var algengara áður fyrr.“ Iðja einstaklings í brennidepli Hvað hefur þú verið lengi ráðgjafi hjá VIRK? „Ég hóf störf sem ráðgjafi hjá VIRK í maí 2018. Ég er iðjuþjálfi að mennt og sú menntun hefur nýst mjög vel í starfi sem ráðgjafi. Iðjuþjálfi er með menntun þar sem iðja einstaklings er í brennidepli. Erum að horfa á iðju einstaklings, heilsu og lífsgæði. Umhverfi skoðað í víðu samhengi ásamt einstaklingsþáttum og færni viðkomandi við dagleg viðfangsefni. Í starfsendurhæfingu erum við að efla starfs- getu fólks með heilsubrest sem stefnir að aukinni þátttöku á vinnumarkaðinum. Þess má geta að eftir útskrift sem iðjuþjálfi starfaði ég sem iðjuþjálfi hjá Vestmanna- eyjabæ og sinnti þeim sem voru í atvinnu með stuðningi. Síðar varð ég forstöðumaður á Hamri, hæfingarstöð fyrir fullorðna ein- staklinga með fötlun.“ Er algengt að fólk geti ekki snúið aftur til sinna fyrri starfa? „Já það eru mörg dæmi um það. Til dæmis ef fólk getur ekki farið í líkamlega erfitt starf sem það áður sinnti. Þá þarf að finna eitthvert starf sem hentar betur út frá færni og getu viðkomandi einstaklings. Ég er í mínu starfi líka að styðja þjónustuþega VIRK við atvinnuleit og jafnvel vinnuprófun. Þetta er að vísu lítil eyja og því of krefjandi að finna nýtt starf við hæfi. Við erum einnig með unga einstaklinga sem við erum þá að aðstoða við að móta stefnu til framtíðar, oft fer viðkomandi í nám sem gefur fólki réttindi til háskólanáms, svo sem háskólabrú, einnig bókaranám og fleira.“ Mikil streita í æ flóknara samfélagi Hvað með önnur úrræði í Vestmannaeyjum? „Ég er mjög ánægð með þau úrræði sem eru fyrir hendi í minni heimabyggð. Ég get nefnt gott aðgengi að sjúkraþjálfurum. Námskeið undir handleiðslu sjúkraþjálfara í hreyfiflæði og bandvefslosnun. Einnig Fyso-Flow sem er létt hreyfing sem hentar vel fyrir fólk sem glímir við stoðkerfisvanda. Við höfum einnig aðgang að sálfræðiþjónustu í Eyjum. Ég er líka í góðri samvinnu við Visku- Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vest- mannaeyja sem bjóða upp á fjölbreytt námskeið, svo sem í fjármálalæsi, sjálfs- eflingu og íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þá má nefna góða aðstöðu hvað varðar líkamsrækt og sund. Við í Vestmannaeyjum höfum líka fengið aðgengi að flottum úrræðum í gegnum fjarfundi. Stundum þarf fjölbreyttari meðferðarúrræði en til eru í heimabyggð.“ Er aukin aðsókn að starfsendurhæfingu í kjölfar eldgosanna á Reykjanesi? „Á undanförnum árum hefur verið vaxandi flutningur fólks á Suðurland og við ráðgjafar á því svæði höfum fundið fyrir aukinn eftirspurn eftir þjónustu hjá VIRK. Við höfum grun um að það geti næstu mánuði komið fólk sem leitar eftir þjónustu hjá okkur frá eldgosasvæðinu og búum okkur undir það. Við inntöku í þjónustu kemur fram hvaðan viðkomandi einstaklingur kemur.“ Er kynjamunur á þeim sem leita eftir þjónustu VIRK á þínu svæði? „Aðeins fleiri konur leita eftir endurhæfingar- þjónustu hjá VIRK bæði í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. En það er að aukast að karlmenn leiti eftir að komast í þjónustu hjá VIRK. Óneitanlega er mikil streita og álag á fólk í æ flóknara samfélagi. Fólk gegnir mörgum hlutverkum og þarf að halda ótrú- lega mörgum boltum á lofti. Stundum verður þetta fólki ofviða.“ Eru samgöngur hugsanlega að trufla starfsendurhæfingu þjónustuþega VIRK í Vestmannaeyjum? „Vestmannaeyingar vegna búsetu sinnar geta lent í því að ferðir séu stopular sem svo aftur leiðir til þess að fólk þarf að fresta tímum sem það á bókaða upp á landi. Einkum getur þetta gerst yfir vetrartímann. Fólk sem býr í Eyjum er vant þessu og skipu- leggur sig með tilliti til þessarar óvissu sem ríkir varðandi samgöngur.“ Allt snýst um áhugahvöt og færni þjónustuþegans Hefur þjónusta VIRK breyst á þeim sex árum sem þú hefur starfað sem ráðgjafi þar? „Starfsendurhæfing hjá VIRK er í stöðugri þróun. Við erum alltaf að reyna að gera betur og bæta þjónustuna. Vissulega er meiri vitundarvakning með starfsemi VIRK en eigi að síður þarf maður stundum að kynna starfsendurhæfingarþjónustu VIRK í fyrirtækjum vegna þeirra sem leita þar eftir starfi. Stundum fer ég inn í fyrirtæki og reyni að fá vinnuprófun fyrir ákveðna einstaklinga sem kannski eru með litla starfsreynslu eða menntun og þurfa því meiri stuðning en aðrir starfsmenn. Vinnuprófun er einkum ætluð til að meta færni og starfsgetu einstaklings til að sinna viðkomandi starfi. Í svona vinnuprófun vonar maður óneitanlega að einstaklingurinn fái vinnu á staðnum er vinnuprófun lýkur. Þetta gengur þannig fyrir sig að þjónustuþeginn lætur í ljós áhuga á ákveðnum störfum og ég fer svo og reyni að koma á vinnuprófun í samræmi við það. Allt snýst þetta um áhugahvöt og færni þjónustuþegans. Á þessum sex árum sem ég hef verið ráðgjafi hjá VIRK hef ég séð fjölbreytni í úrræðum aukast og á landsbyggðinni hafa fjarúrræði aukist til muna. Með auknum úrræðum náum við að sinna skjólstæðingum okkar út frá þeirra þörfum hverju sinni. Það er alveg dásamlegt að sjá þegar einstaklingar hjá okkur ná að fóta sig á vinnumarkaði á ný. Það er líka góð tilfinning að sjá hvernig sjálfsmynd fólks breytist í starfsendurhæfingunni og þeir fá meira sjálfstraust. Einnig eru til kraftaverkasögur sem auka enn á þá tilfinningu að maður sé að vinna gott starf. VIRK hefur að mínu mati unnið frábærlega fyrir okkur öll.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Lárus Karl Ingason Starfsendurhæfing hjá VIRK er í stöðugri þróun. Við erum alltaf að reyna að gera betur og bæta þjónustuna. 49virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.