Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 10

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 10
í þjónustu VIRK með annað þjóðerni en íslenskt og á fyrstu mánuðum ársins 2024 er þetta hlutfall 13%. Um er að ræða tvöföldun frá árinu 2020. Þetta má m.a. sjá á mynd 3. Mynd 4 sýnir síðan hlutfallslega skiptingu á fjölmennustu hópunum. Eins og sjá má þá eru langflestir þjónustuþegar VIRK, sem eru með erlent þjóðerni, frá Póllandi. Gera má ráð fyrir að innflytjendum muni fjölga talsvert í þjónustu VIRK á næstu árum ef sú þróun heldur áfram sem sjá má á mynd 3. Einstaklingar sem koma til landsins þurfa ekki endilega á starfsendur- hæfingarþjónustu að halda í upphafi en eftir því sem innflytjendum fjölgar hér á landi þá má gera ráð fyrir að þeim muni einnig fjölga í starfsendurhæfingu. VIRK hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja faglega og góða þjónustu við þessa einstaklinga. Þeim stendur t.d. öllum til boða túlkaþjónusta hjá ráðgjöfum VIRK og eins hefur VIRK samið við þjónustuaðila um sérhönnuð úrræði til að mæta þörfum þessara einstaklinga. Þessi þróun mun halda áfram m.a. í samstarfi við fleiri þjón- ustuaðila. Einstaklingar af erlendum uppruna sem lokið hafa þjónustu hjá VIRK hafa í mörgum tilfellum náð góðum árangri. Ef skoðaðar eru tölur fyrir tímabilið janúar 2021 – febrúar 2024 þá komu einungis 12% stöðugilda þessara einstaklinga inn með laun í veikindum á vinnumarkaði en við útskrift eru 42% stöðugilda með laun á vinnumarkaði. Starfsendurhæfing, tími og árangur Bæði reynsla og rannsóknir sýna fram á mikilvægi réttra og viðeigandi tíma- setninga þegar um er að ræða starfsendur- hæfingarþjónustu. Ef vandi einstaklinga er margþættur og flókinn þurfa þeir oft starfsendurhæfingu til að komast á vinnu- markað í kjölfar veikinda og slysa. Þá er mikilvægt að það líði ekki of langur tími frá því að einstaklingur missir vinnugetu þar til hann fær viðeigandi starfsendur- hæfingarþjónustu. Bara það að vera frá vinnumarkaði er áhættuþáttur í sjálfu sér og eftir því sem lengri tími líður þá minnka líkurnar á því að viðkomandi komist aftur í vinnu. Hér þarf samt sem áður að hafa í huga að það er sjaldan árangursríkt að beina ein-Mynd 5 Útskrifast með laun á vinnumarkaði í lok þjónustu Útskrifast EKKI með laun á vinnumarkaði í lok þjónustu Framfærsla í upphafi og lok þjónustu VIRK eftir framfærslu í upphafi þjónustu Laun í veikindum í upphafi þjónustu Önnur framfærsla en laun í veikindum í upphafi þjónustu 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 80% 55% 20% 45% Mynd 3 Hlutfall einstaklinga sem hefur komið í þjónustu VIRK 2020-2024, með annað þjóðerni en íslenskt 15% 12% 9% 6% 3% 0% 6% 8% 8% 11% 13% 2020 2021 2022 2023 2024 (jan-mars) Mynd 4 Hlutfall frá mismunandi þjóðum 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Pólland Litháen Bretland Lettland Sýrland Þýskaland Spánn Portúgal Taíland 37% 4% 4% 3% 3% 3% 3% 2% 5% 10 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.