Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 5
VIRK
LILJA K. SÆMUNDSDÓTTIR formaður stjórnar VIRK 2023-2024 verkefni í fangið sem við ráðum misvel
við og engin ein uppskrift eða lausn er
til sem hentar fyrir alla og þarfir ekki þær
sömu. Hver og einn er einstakur og þarf
að finna sínar leiðir.
Stál brýnir stál, maður brýnir
mann
Vinnuumhverfið heldur áfram að breytast
með tækniframförum, hnattvæðingu og
breyttum áherslum. Ungt fólk sem kemur
á vinnumarkaðinn stendur frammi fyrir
bæði áskorunum og tækifærum. Ein af
helstu áskorunum sem ungt fólk lendir í
á vinnustaðnum er umskiptin frá skóla í
vinnuumhverfi.
Þessi breyting krefst aðlögunar að
nýrri vinnumenningu, væntingum og
ábyrgð. Auk þess að standa frammi
fyrir hindrunum sem tengjast skorti á
reynslu, takmörkuðu tengslaneti og
þörfinni á að sanna sig í samkeppni við
aðra. Það eru líka tækifæri fyrir vinnu-
markaðinn að fá ungt fólk með fersk
sjónarmið, nýstárlegar hugmyndir og
sterka tæknikunnáttu. Þau búa oft yfir
mikilli aðlögunarhæfni, sköpunargáfu
og eldmóði sem er mikilvægt fyrir
vinnustaðinn.
Vinnuveitendur geta virkjað þessa eigin-
leika með því að veita leiðsögn, þjálfun og
tækifæri til vaxtar til að hjálpa ungu fólki
að dafna í hlutverkum sínum. Ennfremur
gegnir vinnustaðurinn mikilvægu hlut-
verki í mótun starfsþróunar og starfsferils
ungra einstaklinga.
Fyrirtæki sem eru með góðan starfs-
anda, gott vinnuumhverfi, tækifæri
til starfsþróunar, stuðla að jafnvægi
á milli vinnu og einkalífs, hugsa um
heilsu starfsfólks og setja fjölbreytileika
í forgang eru líklegri til þess að laða til
sín hæfileikaríkt ungt fólk. Segja má
að aðlögun ungs fólks á vinnumarkaði
sé margþætt og krefjist gagnkvæms
skilnings, samvinnu og stuðnings bæði
vinnuveitenda og starfsmanna.
Finna einhvern stað
Á síðasta ári var undirritaður samningur um
samstarf við félags- og vinnumarkaðs-
ráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið um
gerð þríhliða samnings um samþætta
heilbrigðis- og starfsendurhæfingar-
þjónustu fyrir „NEET ungmenni“.
Samningurinn tekur til þverfaglegrar og
einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu
og starfsendurhæfingar fyrir ungmenni 18
til 30 ára sem ekki eru í skóla og hafa verið
óvirk á vinnumarkaði.
Markhópur verkefnisins er NEET-ung-
menni á aldrinum 18-30 ára sem eru í
ríkri þörf fyrir samþætta heilbrigðis- og
starfsendurhæfingarþjónustu og tilheyra
eftirfarandi undirhópum NEET-skilgrein-
ingarinnar: Ungmenni með þráláta
kvíða- og/eða þráhyggju- og árátturöskun,
fælniþunglyndi, persónuleika- og/eða til-
finningavanda. Og ungmenni með röskun
á einhverfurófi sem jafnframt eru með
hamlandi geðræn vandamál.
Tilgangur samningsins er að veita ung-
mennum sérhæfða einstaklingsmiðaða
þjónustu sem sniðin er að þörfum þeirra
til að auka virkni þeirra, efla starfsgetu
og félagsfærni. Sérstök áhersla er lögð á
náið samstarf og samráð við bæði heil-
brigðiskerfið og VIRK en það gefur mögu-
leika á góðri faglegri heildrænni nálgun
og samfellu í þjónustu og réttri þjónustu
á réttum stað. Með samningi þessum er
lögð áhersla á samþættingu tveggja þátta í
heildstæðu kerfi endurhæfingar hér á landi
þ.e. heilbrigðisþjónustu og atvinnutengdar
starfsendurhæfingar.
Ég sem vildi finna, út úr öllu
stund og stað
Starfsfólkið okkar hjá VIRK stóð frammi
fyrir ýmsum verkefnum sem þörf var á að
bregðast við og finna lausnir á. Það hefur
ætíð einkennt starfsemi VIRK að bregðast
við og aðlaga starfsemina að innri sem
og ytri breytingum, aðlagast og tileinka
sér nýjar áherslur, stefnur og strauma í
breyttum aðstæðum í samfélaginu hverju
sinni.
Það má segja að VIRK sé eins og seglskúta
en að sigla slíku skipi útheimtir þekkingu
á seglbúnaðnum og samstíga áhöfn þar
sem fólk tekur að sér ákveðin hlutverk um
borð. Það þarf skynsemi og útsjónarsemi
til að taka ákvarðanir um hvað best er að
gera hverju sinni og áhöfnin þarf að vera
samstíga í aðgerðum ef vel á að takast
að stýra seglskútunni. Kærar þakkir til
starfsfólks VIRK fyrir vel unnin störf.
Milda hjartað
Eitthvað þarf að segja,
Finnst ég þurfa að teygja mig,
Finna einhvern stað,
Milda hjartað.
Kaldur inn að beini
Ekkert til að tengja við.
Þrái bara að
Milda hjartað
Milda hjartað.
Stál brýnir stál,
Maður brýnir mann.
Öll mín ófriðarbál
Slokknuðu við að
Milda hjartað
Milda hjartað
Ég sem vildi finna
Út úr öllu stund og stað.
Staðnæmdist við það,
Milda hjartað.
Milda hjartað.
Jónas Sigurðsson
5virk.is