Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 68

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 68
VIRK bætti því við þetta EUMASS kjarnasetti 17 öðrum ICF þáttum og voru 4 þeirra sem mátu áhrif umhverfis á færni einstaklings. Þarna var strax byrjað að skima eftir því hvar vandi einstaklingsins lá og hvaða þættir voru að valda færniskerðingunni. Niðurstöður gáfu skýra lýsingu á færni einstaklinga og voru síðan nýttar við markmiðssetningu, til að skipuleggja endurhæfingaráætlun og til að bregðast við ólíkum aðstæðum einstaklinga með viðeigandi úrræðum. Þegar læknir vísar einstaklingi í starfsendur- hæfingu fyllir hann út rafræna beiðni um starfsendurhæfingu og sendir í gegnum Heklu-gáttina inn til VIRK og verða þá til „Mínar síður“ einstaklings í upplýsingakerfi VIRK. Þá fer einnig SpA (Spurningalisti A) inn á mínar síður einstaklings sem hann þarf að svara áður en beiðni hans getur verið tekin til umfjöllunar hjá inntökuteymi VIRK. Þessi spurningalisti safnar mikilvægum upplýsingum frá einstaklingnum um ýmsa hluti sem hafa haft áhrif á heilsu hans og möguleika á þátttöku á vinnumarkaði. Hluti af þessum spurningalista eða 49 spurningar eru ICF kóðaðar og hlaðast þær inn í sérstakan prófíl sem gefur 360° mynd af einstaklingnum – sýnir styrkleika hans og hindranir og gefur heildræna sýn þar sem hægt er að skoða alla þætti og samspil þeirra (s.s. ICF módelið) sem er grunnurinn í starfsendurhæfingu. Nær allar þessar spurningar eru teknar úr spurningalistanum Work Rehabilitation Questionnaire eða WORQ, en ICF flokkunarkerfið er grunnurinn að þróun þessa spurningalista4. WORQ spurningalistinn er sjálfsmat ein- staklingsins á færni sinni þegar kemur að þátttöku í starfsendurhæfingu og endur- komu til vinnu. Rannsóknir hafa sýnt að hann er gildur, áreiðanlegur og auðveldur í framkvæmd meðal mismunandi þýða5,6. Hann hefur verið þýddur á 13 tungumál og er íslenska eitt af þeim. Frítt aðgengi er að WORQ spurningalistanum auk ýmissa upplýsinga inn á vefsíðunni www.https:// www.myworq.org/. Á mynd 2 má sjá dæmi um spurningar sem koma úr WORQ spurningalistanum en þær spyrja hversu mikinn vanda einstaklingur hefur upplifað í síðustu viku í tengslum við Mynd 2: Spurningar úr WORQ þýddar á íslensku ákveðnar athafnir en öllum spurningum á listanum er svarað á skalanum 0 – 10 þar sem 0 er sama og engin vandi en 10 er sama og verulegur/algjör vandi. Svörin eru síðan sköluð niður í ICF-færnigildi sem eru á skalanum 0 – 4 og lýsa hversu mikil áhrif einstaklingur telur að ákveðin þáttur hafi á færni. Færnigildið 0 þýðir að þessi þáttur hefur engin áhrif á færni til atvinnuþátttöku en færnigildið 4 þýðir veruleg/algjör hindrun til atvinnuþátttöku. Þessum færnigildum er síðan hlaðið inn í prófíl einstaklings sem er skipt niður í 8 ICF flokka auk þess sem sérstakur flokkur safnar svörum við spurningum úr prófíl (8 spurningar) sem tengjast áhugahvöt og seiglu. Þessir 8 flokkar eru: Þátttaka (d-þættir); Hreyfing (d-þættir); Dagleg virkni (d-þættir); Samskipti og félagsfærni (d-þættir); Tileinka sér og nýta þekkingu (d-þættir); Andleg heilsa (b-þættir); Líkamlega heilsa (b-þættir); og Umhverfi (e-þættir). Á mynd 3 má sjá dæmi um einn slíkan ICF flokk – Andleg heilsa. Á myndinni má sjá skor einstaklings úr SpA, sem er listinn sem fer til einstaklings við skráningu á beiðni inni í upplýsingakerfi VIRK. Næsti dálkur er mat ráðgjafans á ákveðnum ICF þáttum og svo mat sérfræðings sem fór fram 4 mánuðum eftir að einstaklingur svaraði upphaflega spurningalistanum. Athugaðu að svör þín eiga að vísa til virkni eða getu til athafna án nokkurrar hjálpar frá öðrum einstaklingum eða hjálpartækjum. Þegar þú hugsar um síðustu viku, hversu mikinn vanda upplifðir þú með... 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Enginn vandi Algjör vandi ... að vera ekki úthvíldur og upplagður að degi til? ... svefn, að sofna, vakna oft yfir nóttina eða of snemma að morgni? ... að muna eftir að gera mikilvæga hluti? ... daglegar athafnir vegna depurðar eða þunglyndis? ... daglegar athafnir vegna þess að þú hafðir áhyggjur eða fannst fyrir kvíða? ... að vera pirraður/pirruð? ... skapið? ... sjálfstraust? b130 Orka og drift b144 Minni b126 Sjálfstraust Skölun í ICF-færnigildi Áhrif á færni 0 NokkurLítilEngin Talsverð Veruleg 1 0 3 4 68 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.