Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 28

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 28
Mat og kortlagning Í starfsendurhæfingarferlinu er stundum þörf á faglegu mati eða kortlagningu. Í inn- tökuferli eru möt framkvæmd ef talin er þörf á að kortleggja nánar þann heilsufarsvanda sem veldur óvinnufærni og til að meta hvort raunhæft er að hefja starfsendurhæfingu á þeim tímapunkti. Þegar starfsendurhæfing hefst er miðað við að raunhæft sé að hefja undirbúning og stefnumótun varðandi atvinnuþátttöku samhliða þeim úrræðum sem talin eru nauðsynleg vegna heilsubrests. Iðjuþjálfar, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar og læknar gera möt á vegum VIRK. Sem dæmi kemur mat sjúkraþjálfara til greina þegar stoðkerfisvandi er mest hindr- andi til atvinnuþátttöku og fyrri meðferð sem reynd hefur verið hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var til. Sjúkraþjálfarinn metur þá hvort þörf sé á breyttum áherslum í meðferð, hvort starfsendurhæfing sé tíma- bær eða hvort þörf sé á frekari meðferð eða endurhæfingu í heilbrigðiskerfi áður en til starfsendurhæfingar kemur. Lögð er áhersla á samráð fagaðila í matsferlinu þar sem oft er um samsettan vanda að ræða eins og fram hefur komið. Að loknu matsviðtali verða til niðurstöður varðandi áherslur í starfsendurhæfingu ásamt tillögum að markmiðum og aðgerðum. Þegar einstaklingar eru komnir í þjónustu VIRK og í ljós kemur í ferlinu að þeir þurfa lengri tíma en metið var í upphafi eða að vandi einstaklings er þyngri eða flóknari en virtist í fyrstu getur verið þörf á mati. Mark- mið þeirra mata er þá að kortleggja nánar heilsufarsvandann, endurmeta hindranir til atvinnuþátttöku, meta hvort þjónusta VIRK sé enn viðeigandi og/eða hvort þörf sé á breyttum áherslum. Gerð voru rúmlega 1.200 möt hjá VIRK árið 2023. Önnur verkefni Sérfræðingar VIRK koma að fjölmörgum öðrum verkefnum sem snúa að þróun og skipulagi í starfsemi VIRK. Auk náinnar samvinnu við ráðgjafa og atvinnulífstengla þá á mikilvæg samvinna sér stað við Úrræðasvið VIRK. Þar ber að nefna marg- vísleg samskipti við þjónustuaðila vegna þjónustu við einstaklinga og þróun á nýjum úrræðum í starfsendurhæfingu. Fjölmörg úrræði hafa verið þróuð í góðri samvinnu sérfræðinga og þjónustuaðila út frá þörfum þjónustuþega VIRK og með endurkomu til vinnu að leiðarljósi. Til að mynda hafa sérfræðingar komið að þróun úrræða fyrir ungt fólk og fólk með starfstengda kulnun. Einnig eru sérfræðingar sífellt að meta árangur í starfsendurhæfingu og hvað það er sem gagnast best fyrir mismunandi vanda og mismunandi hindranir til atvinnu- þátttöku. Starfsendurhæfing hjá VIRK er einstaklingsmiðuð og einstaklingar fara ólíkar leiðir í starfsendurhæfingarferlinu enda eru hindranir til atvinnuþátttöku ekki alltaf þær sömu. Samhliða þessum verkefnum eru sérfræðingar í samstarfs- verkefnum með öðrum stofnunum með það að markmiði að bæta þjónustu og byggja brýr á milli kerfa í þágu þjónustuþega okkar. Starfsendurhæfing á Íslandi er ungt fag en mikill vilji og metnaður er til staðar hjá VIRK til þess að auka þekkingu á þessu sviði. Stöðug þróun og umbótastarf hefur verið samofið allri starfsemi VIRK frá upphafi og mikill vilji er til staðar að takast á við nýjar áskoranir. VIRK vill vaxa og dafna í takt við íslenskt samfélag og starfsfólk og ráðgjafar VIRK eru stöðugt að leita leiða og þróa verkefni sem geta bætt árangur VIRK og aukið gæði þjónustunnar. BEIÐNI 28 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.