Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 73
VIÐTAL
Í núvitundinni
erum við að þjálfa
hugann í að dvelja
við það sem er og
viðurkenna hvernig
aðstæður okkar eru
hverju sinni.
misræmið milli þess sem er og þess sem
maður vildi að væri. Slíkt gæti ýtt undir þá
tálsýn að eitthvað sé betra annars staðar en
það sem er hér og nú.
Þá ósjálfrátt fer fólk að lifa eftir þeirri hugsun
að þegar „þetta er búið að gerast“ þá fari því
að líða vel og þannig koll af kolli. Með því að
fresta lífinu þangað til að „kjöraðstæður“
eru komnar missir fólk í raun á vissan hátt
af lífinu. Lifir má segja fyrirfram í huganum.
Hætt er þá við að þegar einhverju markmiði
er náð þá sé annað markmið komið í
sjónmál. Með þessu móti gefst fólki varla
tími til að njóta þess þegar hverju og einu
markmiði er náð. Þannig vinnur heilinn
okkar.
Í núvitundinni erum við að þjálfa hugann
í að dvelja við það sem er og viðurkenna
hvernig aðstæður okkar eru hverju sinni.
Núvitundin snýst sem sé um að sjá hlutina
eins og þeir eru. Sleppa tálsýninni. Umfaðma
okkur sjálf í okkar mennsku og því sem lífið
er að bjóða.“
Grunnur núvitundar að gangast við
raunveruleikanum
Tengist núvitund markþjálfun?
„Núvitundin snýst um að horfast í augu
við raunveruleikann eins og hann er, það
er grunnur hennar. Það er; áður en maður
setur sér markmið þarf maður að gangast
við hvar maður er staddur og þannig sér
maður skýrar hvert maður vill stefna. Þá
getur fólk valið af yfirvegun og ró næstu
skref. Segja má að í núvitund snúist lífið um
ferðalagið en ekki áfangastaðinn. Það þarf
líka að horfast í augu við að stundum ganga
markmiðin upp og stundum ekki. Þetta
snýst um að vera til staðar fyrir sjálfan sig á
lífsins ferðalagi.“
Ýtir hugsanlega undir sjálfhverfni að vera
alltaf að hugsa um hver maður er og hvert
maður ætlar?
„Þvert á móti. Með því að tengjast sjálfum sér,
hlusta á sjálfan sig og gangast við mennsku
sinni þá fer maður að sjá mennskuna í öllum
öðrum. Engin manneskja er fullkomin og
manni þykir vænna um viðkomandi, einmitt
þess vegna. Það sama gerist með mann
sjálfan. Með alls konar æfingum tengdum
núvitund fer maður að sjá sjálfan sig í öðru
ljósi – hafa jafnvel meiri húmor fyrir sjálfum
sér og sjá þetta krúttlega í sér. Taka sig ekki
of alvarlega og sætta sig við að vera ekki
fullkominn, gangast við sjálfum sér eins og
maður er.
Núvitund dregur úr sjálfsgagnrýni og sjálfs-
hörku og stuðlar að meiri samkennd með
sjálfum sér. Það leiðir til þess maður
fær meiri samkennd og skilning á fólki í
umhverfinu – samkennd í eigin garð eykst
og þar með samkennd með öðrum. Eigin-
lega „samkennd með lífinu“. Við erum öll að
takast á við einhver erfið lífsins verkefni.“
Hvernig aðferðir notið þið hjá
Núvitundarsetrinu?
„Námskeiðsframboð okkar er fjölbreytilegt.
Við erum bæði með námskeið og ein-
staklingsviðtöl, slíkt spilar oft vel saman. Við
erum með hefðbundin núvitundarnámskeið
– Núvitund gegn streitu og Núvitund gegn
þunglyndi og kvíða. Einnig erum við með
Núvitað samkenndarnámskeið, Sam-
kenndarmiðaða meðferð og námskeið sem
heitir ACT – sem stendur fyrir Acceptance
Commitment Therapy. Það má segja að það
feli í sér núvitundarmiðaða atferlismeðferð.
Þar er meiri áhersla lögð á atferlisþáttinn
meðan núvitundarnámskeiðin huga meira
að eigin innri mynstrum – mynstrum
hugsana, tilfinninga, líkamskennda og
hvata/athafna – og ekki síst að auka
tilfinningalegt þolgæði.“
Á námskeiðum okkar er notast við
hugleiðsluaðferðir
Snýst þetta hjá ykkur að einhverju leyti
um trú?
„Nei, en á námskeiðunum er notast við
hugleiðsluaðferðir sem hafa viss tengsl við
búddisma. Ef maður skoðar trúarbrögð
almennt þá eru í þeim öllum einhvers konar
innhverf íhugun. Þegar mikið liggur við þá
höfum við manneskjurnar alltaf þurft að
staldra við og leita inn á við. Átta okkur á
þeirri visku sem býr innra með okkur og
æðruleysi.“
Vinnur núvitund gegn slæmri sjálfsmynd
og jafnvel sjálfseyðingarhvöt?
„Við það að vakna til vitundar og tengjast
sjálfum sér þá fer maður að taka eftir öllum
mynstrum hugans, þessum hjálplegu,
en líka hinum óhjálplegu, svo sem sjálfs-
niðurrifi, óhóflegri sjálfsgagnrýni – og
jafnvel sjálfseyðingarhvöt. Með því að átta
sig á eigin stöðu á þessum vettvangi vaknar
spurningin: Hvað ætla ég að gera við þetta?
Ætla ég að halda áfram að fylgja vana eða
þjálfa heila og huga til að skipta um gír?
Núvitund snýst um hugarþjálfun. Átta sig á
hvað er að gerast og meðvitað velja að móta
nýjar taugabrautir í heilanum. Ef maður
hefur kvíðahugsanir þá dýpka slíkar brautir
með tímanum. Í núvitundinni reynir maður
að átta sig; nú er ég komin út í kvíðahugsanir,
ætla ég að dvelja við þær eða færa athygli
mína eitthvað annað?
Í núvitundinni notar maður hugarþjálfunar-
æfingar og skynfæri okkar í hinu daglega
lífi. Við þurfum að varpa akkeri ef við erum
týnd í erfiðum hugsunum – finna fyrir
öndun og líkama, jörðinni undir fótum okkar,
það sem við sjáum og heyrum í kringum
okkur, bragðskyn og lyktarskyn. Gerast
jarðbundnari. Núvitund snýst töluvert um
að jarðtengja sig. Ef maður nær þannig í
sjálfan sig þá stýrist maður ekki jafn mikið
af erfiðum tilfinningum eins og kvíða heldur
stígur til baka og virðir fyrir sér hugsanir sínar
og tilfinningar. Þannig getur maður tengst
eigin lífsgildum og haldið sinni stefnu í lífinu
þrátt fyrir kvíðann. Við gefum tilfinningunum
stundum of mikið vægi og leyfum þeim að
stjórna okkur.
Með núvitundinni finnum við leiðir til að ná
í okkur sjálf og valdefla okkur þannig. Þá
getum við valið á milli hvort við ætlum að
vera áfram eins og við höfum verið eða snúa
inn á nýjar brautir, jafnvel þótt við séum
kvíðin og döpur. Núvitund dregur úr streitu
og dapurleika. Það er óskaplega sárt að
vera með erfiðum tilfinningum og því gott
að finna aðferð til að ná utan um sjálfan
sig. Horfa á sársaukann og reyna að finna
hjálplegar leiðir til að vinna með hann.“
Höfum átt í farsælu samstarfi við
VIRK
Gagnast þetta við verkkvíða og kvíða
vegna áfalla?
„Já, það gerir það. Stór hópur fólks kemur
hingað og núvitundin gagnast því. Erfitt
hugarástand er ekki stéttskipt. Við erum
73virk.is