Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 67

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 67
 VIRK Heilsubrestur Þátttaka (d) Athafnir (d) Líkamsstarfsemi (b) /Líkamsbygging (S) Umhverfi (e) Persónutengdir þættir Sama færniskerðingin hjá tveim ein- staklingum getur haft mismunandi áhrif á þá allt eftir því í hvaða umhverfi þeir eru og á hvaða færniþætti reynir í umhverfi þeirra. Gott dæmi um þetta eru tveir einstaklingar sem nýta sér hjólastól við þátttöku á vinnumarkaði. Áherslur í starfs- endurhæfingu verða aðrar hjá þeim einstaklingi sem ekki hefur gott aðgengi að vinnu en þeim sem kemst auðveldlega um í vinnuumhverfi sínu. En það er ýmislegt annað sem þarf að vinna með sem hefur áhrif á getu einstaklinga til að komast aftur inn á vinnumarkaðinn og er ekki endilega eingöngu tengt sjúkdómsgreiningunni sem þeir eru með eins og t.d. þunglyndi eða bakverkur. Mikilvægt gæti verið að vinna með áhuga- hvöt einstaklingsins til endurkomu til vinnu sem rannsóknir hafa sýnt að hefur forspárgildi um árangursríka endurkomu til vinnu og einnig aðlögunarhæfni einstaklings til að takast á við breyttar aðstæður2. Bætt færni á einu sviði getur svo haft áhrif á að bætta færni á öðrum sviðum. Við notkun á ICF flokkunarkerfinu er möguleiki á að samræma alla heilsutengda skráningu á færni og færniskerðingu og samhliða lýsa hver færni einstaklingsins er út frá ýmsum sjónarhornum eins og t.d. út frá andlegri heilsu eða þátttöku á vinnumarkaði. ICF flokkunarkerfið gefur tækifæri á sam- eiginlegu tungumáli við skráningar en inn- an þess eru 1424 þættir sem gerir það umfangsmikið og því erfitt að ná utanum og nýta markvisst í klínísku starfi1. Til að gera ICF flokkunarkerfið auðveldara í daglegri notkun þróaði þverfaglegur hópur sérfræðinga hjá WHO og ICF Research Branch (www.icf- research-branch.org) ákveðin kjarnasett yfir mikilvæga þætti sem skipta máli fyrir sérstakar heilsufarsaðstæður. Dæmi um slík kjarnasett eru kjarnasett fyrir starfs- endurhæfingu sem inniheldur 90 ICF þætti og kjarnasett fyrir depurð sem inniheldur 121 ICF þátt. Allir þættir sem tilheyra ICF flokkunarkerfinu hafa verið þýddir yfir á íslensku og má nálgast þessar upplýsingar á www.skafl.is sem er vefsíða sem Landlæknir hefur umsjón með. Mynd 1: ICF módelið1 ICF flokkunarkerfið skiptist í tvo hluta sem síðan hefur tvo undirflokka1 1. Færni og færniskerðingar a. Flokkur sem snýr að athöfnum og þátttöku – inniheldur d-þætti (t.d. d177-taka ákvarðanir; d-850 Launuð störf) b. Flokkur sem snýr að líkamsbyggingu – inniheldur s-þætti (t.d. s730-efri útlimur); og líkamsstarfsemi – inniheldur b-þætti (t.d. b130-Orka og drift) 2. Áhrifaþættir a. Flokkur sem snýr að umhverfi – inniheldur e-þætti (t.d. e-310 nánasta fjölskylda) b. Persónutengdir þættir sem eiga ekki sérstaka ICF-þætti (t.d. aldur, menntun, hjúskaparstaða). ICF þættir og skráning upplýsinga Árið 2018 var innleitt nýtt upplýsingakerfi hjá VIRK þar sem innleiðing á ICF flokkunar- kerfinu var enn frekar innleitt inn í starfsemi VIRK. Nýja upplýsingakerfið safnar rafrænt öllum upplýsingum um einstaklinginn og hans feril í starfsendurhæfingu frá öllum aðilum sem koma að ferlinu. Upplýsinga- kerfið gefur einnig möguleika á samskiptum milli aðila t.d. ráðgjafa og einstaklings eða ráðgjafa og þjónustuaðila innan kerfisins. Mikil áhersla er lögð á öryggi í skráningu og aðgengi að upplýsingum og þess gætt að fylgja ákvæðum laga og reglna um persónuvernd í hvívetna. VIRK er jafnframt með upplýsingaöryggisvottun ISO 27001 sem kallar á mikið eftirlit og öguð vinnubrögð á þessu sviði. Upplýsingum um persónutengda þætti er safnað í upphafi ferils starfsendurhæfingar hjá VIRK í gegnum sérstakan spurningalista (Spurningalisti A - SpA) sem fer til ein- staklings rafrænt en hluti af spurningum í þessum lista eru ICF kóðaðar. Þessar upplýsingar eru teknar saman og geta læknar, sérfræðingar og ráðgjafar nálgast þær á ákveðnu aðgangsstýrðu svæði í upplýsingakerfi VIRK. Þetta eru ýmsar bakgrunnsupplýsingar og vinnu- og námstengdir þættir eins og mat á starfs- og/eða námsgetu sem eru mikilvægar upplýsingar fyrir sérfræðinga og ráðgjafa VIRK þegar umsóknin fer í gegnum inntökuferlið hjá VIRK og einnig þegar unnin er starfsendurhæfingaráætlunin fyrir einstaklinginn. Markmið einstaklings í starfsendurhæfingu er að komast aftur á vinnumarkaðinn eftir fjarveru vegna veikinda eða slysa. Mat á færni einstaklingsins er heildrænt mat sem skoðar samspil ólíkra þátta og áhrif þeirra á færni og eru þær upplýsingar skráðar á markvissan hátt í upplýsingakerfi VIRK. Ef mál sem koma í þjónustu hjá VIRK eru flókin er einstaklingi vísað í mat þar sem þverfagleg aðkoma sérfræðinga er tryggð. Upphaflega notuðu læknar hjá VIRK sérstakt matsblað til að meta færni einstaklings eftir ICF flokkunarkerfinu. Þeir ICF þættir sem notaðir voru í matinu byggðu að mestu á EUMASS kjarnasettinu3 (European Union of Medicine in Assurance and Social Security) sem er læknisfræðilegt færnimat fyrir örorku og samanstendur af 20 ICF þáttum en engir þáttanna í kjarnasettinu skoða áhrif umhverfis á færni. 67virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.