Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 71

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 71
 VIRK neðan (1-3) og þá opnast fyrir úrræði eins og sértækar hópmeðferðir og sérhæfðar einstaklingsmeðferðir. Lokaorð Í september 2021 gaf Heilbrigðisráðuneytið út skýrsluna Heilbrigðistengd endurhæfing – fimm ára aðgerðaáætlun 2021 til 20258. Í skýrslunni er lagt til að innleidd verði ný stöðluð möt á endurhæfingarþörfum þar sem lögð væri áhersla á færni í stað sjúkdómsgreininga og sem speglar líf-, sál- og félagslega hugmyndafræði. Í því skyni er lagt til að innleiða ICF flokkunarkerfið sem endurspeglar þessa nálgun. Í aðgerðar- áætluninni fyrir árin 2021-2025 er lagt til að þessi hugmyndafræði verði lögð til grundvallar endurhæfingarstarfsemi og nýtt við skráningu í sjúkraskrá. Stefnt er að því að innleiðingin eigi sér stað árið 2024. VIRK hefur nú þegar innleitt ICF flokkunar- kerfið inn í allan sinn starfsendurhæfingar- feril og eins og sjá má hér á undan þá er ICF leiðandi í öllu ferlinu og aðstoðar sérfræðinga og ráðgjafa við gerð endurhæfingaráætlunar sem eykur líkur á því að skila einstaklingi aftur inn á vinnumarkaðinn. Merkja má að núna síðustu árin þá hefur það færst í aukana að aðrar stofnanir og samtök eru að skoða innleiðingu á ICF hugmyndafræðinni hjá sér. VIRK hefur lagt mikla vinnu í að innleiða ICF flokkunarkerfið inn í allan starfsendur- hæfingarferil einstaklingsins hjá VIRK og þjálfað alla sem hafa komið að því ferli í gegnum árin. Áframhald verður á þessari þjálfun fyrir nýja starfsmenn og einnig verða settar af stað vinnustofur fyrir starfsmenn til upprifjunar. Nú er í vinnslu hjá VIRK úttekt á ýmsum þáttum ICF skráningar og skoða á möguleika þess til að spá fyrir um lengd í þjónustu, endurkomu til vinnu og möguleika þess til að vera mælitæki á breytingum á heilsufari við lok starfsendur- hæfingar. Upplýsingakerfi VIRK er í stöðugri þróun sem er mjög mikilvægt til að unnt sé að koma til móts við þarfir og áherslur einstaklinga í starfsendurhæfingu hjá VIRK hverju sinni. Það er einnig mikilvægt til að hægt sé að veita viðeigandi meðferðir í starfs- endurhæfingu út frá þeim upplýsingum sem eru í upplýsingakerfi VIRK. Heimildir 1. World Health Organization. International classifcation of functioning, disability and health : ICF. Geneva: World Health Organization; 2001. https://www.who.int/ standards/classifications/international- classification-of-functioning-disability-and- health 2. Vanovenberghe C, Bois M, Lauwerier E & Broeck A. Does motivation predict return to work? A longitudinal analysis. J Occup Health. 2021;63:e12284 3. Anner Anner J, Brage S et al. Validation of the EUMASS Core Set for medical evaluation of work disability. Disabil Rehabil, 2013;35(25):2147-56 4. Finger ME, Escorpizo R, Bostan C, De Bie R. Work rehabilitation questionnaire (WORQ): Development and preliminary psychometric evidence of an icf-based questionnaire for vocational rehabilitation. J Occup Rehabil. 2014;24(3):498–510. 5. Thygesen KB, Korshöj M, Verpe IS, Vestergaard L, Escorpizo R & Mortensen OS. Translation and cross-cultural adaptation of the Work Rehabilitation Questionnaire (WORQ) into Danish. Front. Rehabil. Sci. 4:1134039 6. Portmann Bergamaschi R, Escorpizo R, Staubli S, Finger ME. Content validity of the Work Rehabilitation Questionnaire-Self- Report Version WORQ-SELF in a subgroup of spinal cord injury patients. Spinal Cord. 2014;52(3):225–230. 7. Sánchez J. Predicting Recovery in Individuals With Serious Mental Illness: Expanding the International lassification of Functioning, Disability, and Health (ICF) Framework. Rehabilitation counseling Bulletin, 2022; 65(3): 197-212 8. Stjórnarráð Íslands, Heilbrigðisráðuneytið (2021). Heilbrigðistengd endurhæfing – fimm ára aðgerðaáætlun 2021 til 2025. Sótt 21. mars 2024 af https://www. stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/ Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/ Fimm%20%C3%A1ra%20a%C3%B0ge r%C3%B0a%C3%A1%C3%A6tlun%20 um%20endurh%C3%A6fingu%20 09112020.pdf 71virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.