Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 77

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 77
 VIRK Dæmi um hvað við getum gert – mismunandi hlutverk og verkefni Góð ráð og verkfæri fyrir starfsfólk og stjórnendur Skipulagsheild: Tryggja að stefnur séu innleiddar í takt við viðeigandi laga- ramma hverju sinni. Áhættumat gert eða sett af stað. Lyfta upp mikilvægi uppbyggilegra samskipta. Skapa umhverfi sem stuðlar að vellíðan. Starfsfólk: Styðja við samstarfsfólk og auka meðvitund um náungann. Taka ólíkum einstaklingum með opnum huga, vera vakandi fyrir eigin fordómum og efla umburðarlyndi. Nýta styrkleika sína og vinna í því að sjá styrkleika og kosti samstarfsfólks. Til dæmis getur verið gott að skerpa á mismunandi hlutverkum í teymisvinnu. Hlúa að uppbyggilegum samskiptum. Stjórnendur: Sækja viðeigandi þjálfun eða fræðslu er kemur að fjölbreyttum þörfum starfsfólks. Huga vel að móttöku nýrra starfsmanna og hvetja til fyrirmyndar starfshátta. Tryggja að starfsfólk geti leitað leiða ef upp kemur vandi og boðið sé upp á rými til samtals. Hlúa að uppbyggilegum samskiptum. Einstaklingar: Allir sem mynda heild á vinnustað, hvaða hlutverki sem einstaklingar gegna hafa allir grunnþarfir sem mikilvægt er að hlúa að. Hugum að heilsunni og vinnum að þeim þáttum er efla heilsu okkar, t.d. hreyfingu, næringu, svefn, félagslegum tengslum og stunda þær athafnir eða áhugamál sem veita ánægju. Verum meðvituð um okkar hlutverk. Við smitum út frá okkur – bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Á árinu 2023 hafa talsverðar breytingar og þróun átt sér stað hvað forvarnaverkefni VIRK varðar. Á seinni hluta ársins var farið í vinnu við stefnumótun forvarna í þeim tilgangi að skerpa á áherslum. Sú vinna fólst meðal annars í vinnustofu sem haldin var í nóvember 2023. Þar komu saman um 70 starfsmenn VIRK sem starfa á starfsendurhæfingarsviðum og koma að málum einstaklinga í þjónustu VIRK á mismunandi stigum ferilsins. Markmiðið með þeirri vinnu var að nýta og draga fram þá þekkingu og reynslu sem er til staðar. Hjá VIRK starfar fjölbreyttur hópur fagfólks sem hefur gríðarlega mikilvæga reynslu á starfsendurhæfingu. Afrakstur þessarar vinnustofu vóg þungt inn í stefnumótun forvarna. Verkefnastjórar forvarna litu einnig til rann- sókna, hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi, við stefnumótunina. Var þá sérstaklega tekið mið af leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) þegar kemur að forvörnum sem snúa að heilsu og líðan í vinnu1. Eins má þess geta að hluti af stefnumótunarvinnunni voru vinnufundir með stjórnendum VIRK, ráðgefandi hópi forvarna og verkefnið var einnig kynnt fyrir stjórn VIRK. Í nýrri forvarnastefnu er aukin áhersla lögð á tengsl farsællar atvinnuþátttöku og heilsufars. Í því samhengi eru margir þættir sem huga þarf að. Hluti af því er að ýta undir og efla starfsumhverfi sem tekur mið af mismunandi þörfum fólks meðal annars vegna heilsufars. Þannig getum við stuðlað að frekari virkni og starfsánægju einstaklinga á vinnumarkaði. Heilsubrestur þarf svo sannarlega ekki að útiloka atvinnu- þátttöku og í einhverjum tilvikum er það að stunda sitt starf og hafa hlutverk mikilvægt fyrir heilsu einstaklinga. Að því sögðu er ekki verið að útiloka að því geti verið öðruvísi háttað. Til að styðja við aukna virkni fjölbreyttara vinnuafls er fræðsla og stuðningur mikil- vægur. Aðgengi að viðeigandi fræðsluefni varðandi þátttöku einstaklinga með heilsufarsvanda á vinnumarkaði er hluti af því. Það felst meðal annars í að leggja til verkfæri og stuðla að faglegri fræðslu til stjórnenda. Yfirmarkmið forvarna hjá VIRK er að draga úr líkum á að einstaklingar þurfi á starfs- endurhæfingu að halda. Því er mikilvægt að nýta þá þekkingu sem til er á þeim hópi sem þarf á starfsendurhæfingu að halda varðandi hindranir, verndandi þætti og að- stæður. Til að staðsetja forvarnarverkefnið þvert á starfsemi Virk var stofnað fagráð en að því koma meðal annars sviðsstjórar VIRK. Forvarnasíða VIRK – velvirk.is Hafin er vinna við að yfirfara vefinn velvirk. is með það að markmiði að aðlaga efni vefsins að nýrri stefnu VIRK þegar kemur að forvörnum. Vefurinn verður áfram opinn og aðgengilegur öllum. Áhersla verður á notendavænt viðmót og hagnýta notkun þess efnis sem þar er að finna. Verkfærum og tólum verður lyft upp og fært nær þeim sem á þurfa að halda. Líta þarf til heildarinnar Þegar kemur að forvörnum á vinnustað skiptir heildin máli; skipulagsheild (e. organization), starfsfólk, stjórnendur og einstaklingar. Öll getum við átt mikilvægan þátt í að auka vellíðan okkar og annarra á vinnustað. Það getur átt við næsta sam- starfsmann, stjórnanda, teymið eða stefnu fyrirtækis. Heimild 1. WHO guidelines on mental health at work. Geneva: World Health Organization; 2022. Licence: CC BY-NC-SA 3.0 IGO. FORV ARNIR STARFSFÓLK S TJÓ RNENDUR EINSTAKLIN G A R SK IP ULA GSHEILD 77virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.