Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 57

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 57
 VIÐTAL reyndi verulega á. Ég fékk töluverða reynslu þegar ég vann á geðsviði hjá Kleppi. Þar var skemmtilegt að vinna en líka stundum mjög erfitt. Ég var þrítug þegar ég hóf að starfa við þetta og hefði ekki viljað vera yngri. Auðvitað þarf fólk einhvers staðar að byrja en það þarf að hafa dágóða lífsreynslu í svona störfum. Það var erfitt að sitja á móti fólki sem átti átakanlega sögu að baki, þá fann ég stundum fyrir ákveðnum vanmætti. Kannski einmitt þess vegna fannst mér ég þurfa að víkka sjóndeildarhringinn. Fá fleiri sjónarhorn á þann veruleika sem blasir við þegar fólk dettur út af vinnumarkaði og þarf að fóta sig þar á ný. Hugmyndin að frekara námi var að fá breiðari sýn á veruleika þessa vettvangs.“ Ræða sérfræðingar við þá sem fá þjónustu hjá VIRK? „Við á mat og rýnisviði VIRK hittum þjón- ustuþega ekki nema í sérstökum viðtölum eða mati í blábyrjun. Og einnig ef það kemur hökt í ferlið. Þá þarf ráðgjafi að fá stuðning, að einhver grípi inn í og hitti viðkomandi einstakling. Við hittum líka fólk í upphafi ef málum er vísað í sérfræðimat. Bæði þarf þá að meta hvar vilji fólks liggur og líka að skoða hver heilsubresturinn er og hvaða ráðum er best að beita við hindrunum.“ Kemur stundum fyrir að fólk er ekki tilbúið að fara í starfsendurhæfingu? „Já, það kemur fyrir, til dæmis ef fólk er of lasið og á kannski frekar heima í heil- brigðiskerfinu. Þá mælum við með að fólk komi ekki inn í starfsendurhæfingu heldur byrji á því að leita sér aðstoðar vegna heilsubrestsins. Þannig myndast grunnur að starfsendurhæfingu og í framhaldinu sú hugmynd að leita fyrir sér með vinnu. Fólk þarf að fá rétta þjónustu og rétt úrræði og vinna í sínum vanda, það er skynsamlegra.“ Getur verið þrælflókið ferli Þú sinnir afgreiðslu nýrra beiðna. Hvað eruð þið mörg sem gerið það? „Ætli við séum ekki í kringum sextán en við vinnum í teymum, tvö og tvö saman. Ég er talsvert í því að meta hvort fólk sé komið svo langt að rétt sé að vísa því til atvinnulífstengils og líka að athuga ferlið ef framgangurinn fer að hökta. Jafnframt að skoða með ráðgjafa hvort fólk er farið að nálgast það að leita út á vinnumarkað. Sálfræðingar og sjúkraþjálfarar eru mikið að meta þann heilsubrest sem verið er að glíma við, sem og framgang. Við metum hvort viðkomandi sé að taka ábyrgð á sinni endurhæfingu og hvernig ferillinn mjakast áfram. Þetta getur verið þrælflókið ferli því oft eru málin margþætt. Ekki síst þegar saman blandast líkamlegur og andlegur vandi eða ef fólk ræður illa við aðstæður og verkefni sem við blasa. Yfirleitt ræðum við sérfræðingarnir mest við ráðgjafana. En fyrir kemur að við höfum samband við viðkomandi þjónustuþega eða vísum honum í sérfræðimat. Oftast erum við þó að skoða upplýsingar sem við höfum aðgang að og setja þjónustuþegann hefur geti nýtt hana fyrir viðkomandi þjónustuþega. Það gengur ekki að standa í veginum – maður má ekki gleyma því að manns eigin vinkill er ekki alltaf sá rétti. Mikilvægt er því að vera góður í að hlusta.“ Erfiðast þegar fólk grípur ekki boltann Hvaða mál eru erfiðust viðfangs? „Erfiðast er þegar fólk grípur ekki boltann – tekur ekki ábyrgð á sinni endurhæfingu. Fyrir slíku geta verið margar ástæður. Kannski hefur fólk ekki nægilega mikla von um að endurhæfingin sé gerleg. Eða þá að fólk hefur ekki trú á því að það geti nokkurn tíma komist út á vinnumarkað en veit samt ekki hvað annað það ætti að gera. Það hangir margt á spýtunni í endurhæfingu almennt, svo sem framfærsla, að fá stuðning – en fyrst og fremst þarf fólk að vilja. Sé ekki svo getur spilað inn í fyrri reynsla, svo sem að fólk hafi endurtekið dottið út af vinnumarkaði. Stundum hefur fólk slæma reynslu af að vera í hópi, eins og gerist á vinnustöðum. Þá er að finna úrræði sem hjálpar til að breyta þessu viðhorfi svo viðkomandi fái trú á sjálfum sér í nýju umhverfi.“ Hvers vegna detta sumir oft út af vinnumarkaði? „Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Fólk getur lent í slæmu vinnuumhverfi en líka er til í dæminu að viðkomandi glími við ein- hvers konar færnivanda. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk detti út af vinnumarkaði.“ Hvað ef fólk á erfitt með samskipti? „Best er að vinna með samskiptavanda hjá sérfræðingum. Síðan að reyna að hjálpa viðkomandi aftur í vinnu. Það er misjafnt hvort fólk vill láta vita af vanda sínum eða ekki. Þetta er atriði sem þjónustuþegar semja um við atvinnulífstengilinn. Aðalmálið er að finna vinnu sem fólk tengir við og hefur áhuga á. Finni fólk starf við sitt hæfi þá slaknar oft á vandamálum. Á þann hátt getur vinna verið batahvetjandi.“ Vantar mun meira af hlutastörfum Er vinnumarkaðurinn sveigjanlegur? „Allur gangur er á því. Vinnumarkaðurinn þyrfti að mínu mati að opnast meira. Það vantar mun fleiri hlutastörf og líka meiri þekkingu og skilning á þessum atriðum. Gamlar hugmyndir eru of mikið ríkjandi Í raun erum við stuðningsaðilar við ráðgjafann. í viðeigandi ferli samkvæmt þeim. Sé eitt- hvað óljóst þá hringjum við í viðkomandi einstakling og förum jafnframt yfir málin með ráðgjafa til að finna út hvað er að. Sérfræðingarnir skoða mál hver með sínum gleraugum til að fá gleggri sýn á vanda hvers og eins.“ Eruð þið sérfræðingarnir alltaf sammála? „Það kemur eðlilega fyrir að við erum ekki sammála. Þá reynum við að mætast á miðri leið og jafnframt rökstyðja okkar sjónarmið. Ráðgjafinn skiptir alltaf mjög miklu máli því hann er með puttann á púlsinum. Í raun erum við stuðningsaðilar við ráðgjafann. Maður þarf að geta aðeins bakkað til þess að einstaklingurinn fái bestu mögulegu þjónustu. Við þjálfumst þannig í að finna lendingu í málum.“ Reynir mikið á tilfinningalegt þanþol í svona vinnu? „Það getur gert það þegar að málunum koma aðilar úr ólíkum áttum með ólíka reynslu. Við þurfum að vera flink í að taka rökum og finna út hvenær rétt er að halda sínu sjónarmiði til hlés og hvenær þarf að standa fast við sitt. Þetta getur verið snúið. Þjónusta í heilbrigðiskerfinu gengur út á teymisvinnu og reynir á hæfileika í mannlegum samskiptum. Við sérfræðingarnir þurfum líka að átta okkur á hvar okkar þekking þrýtur. Ef málið er til dæmis þannig vaxið að mín þekking á ekki endilega við þá þarf ég að geta dregið mig til baka svo að sá sem meiri þekkingu 57virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.