Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 7

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 7
 VIRK Á síðasta ári komu 2.303 einstaklingar í þjónustu til VIRK. Um er að ræða svipaðan fjölda nýrra þjónustuþega og hefur verið undanfarin fjögur ár. Talsverðar sveiflur eru þó í umsóknum á milli mánaða og ára og hefur heildarfjöldi einstaklinga í þjónustu VIRK á undanförnum árum sveiflast frá því að vera um 2.200 og upp í um 2.600 manns. Þegar þetta er skrifað í mars 2024 eru um 2.600 einstaklingar í þjónustu VIRK auk þess sem 524 beiðnir um þjónustu eru í vinnslu. Flókin og viðkvæm þjónusta Þjónusta á sviði starfsendurhæfingar er bæði viðkvæm og flókin. Um er að ræða þjónustu við einstaklinga með heilsubrest auk þess sem margir þjónustuþegar VIRK glíma einnig við félagslegan og/eða persónulegan vanda á ýmsum sviðum. Auk heilsubrests er ekki óalgengt að einstaklingar glími við erfiðar fjölskylduað- stæður, fjárhagserfiðleika eða eru með umfangsmikla áfallasögu. Auk þess skiptir verulegu máli hvaða réttindi einstaklingurinn hefur bæði hjá hinu opinbera og á vinnumarkaði. Í mynd 1 er gerð tilraun til að gefa yfirsýn yfir ýmsa áhrifaþætti í starfsendurhæfingarferlinu. Í starfsendurhæfingunni þarf að taka tillit til og vinna með alla þessa þætti með það að markmiði að auka getu einstaklingsins til þátttöku á vinnumarkaði. Þjónustan er því í eðli sínu margþætt og flókin og krefst samstarfs við marga og ólíka aðila. Á margan hátt má segja að starfs- endurhæfingarferli sé breytingaferli þar sem unnið er markvisst með bæði veik- leika og styrkleika einstaklinga í flóknu umhverfi nútímans. Breytingaferli Á margan hátt má segja að starfsendur- hæfingarferli sé breytingaferli þar sem unnið er markvisst með bæði veikleika og styrkleika einstaklinga í flóknu umhverfi nútímans. Þjónustan þarf að vera markviss og fagleg og taka mið af aðstæðum hvers og eins þjónustuþega. Setja þarf skýr markmið og mikilvægt er að einstaklingurinn taki þátt og axli sína ábyrgð í ferlinu. Starfsendurhæfingarferli er þannig ekki alltaf auðvelt fyrir einstaklinginn því breyt- ingar eru í eðli sínu stundum erfiðar. Þeir sem ljúka starfsendurhæfingu hjá VIRK hafa því oft á tíðum náð að yfirstíga miklar hindranir og fara út á vinnumarkaðinn með aukna sjálfsþekkingu og ný verkfæri sem gerir þeim kleift að takast betur á við fjölbreyttar áskoranir lífsins. Þetta eru því oft sterkir einstaklingar sem atvinnurekendur ættu svo sannarlega að gefa aukin tækifæri á vinnumarkaði. Mynd 1 Fagleg þróun Til að geta mætt öllum þeim fjölbreyttu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í þjónustu VIRK er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir sífelldum breytingum og áskorunum í umhverfi okkar og aðstæðum einstaklinga. Þjónusta VIRK þarf stöðugt að þróast og breytast í takt við samfélagið á hverjum tíma. Þetta gerir kröfur til þess að við séum ávallt tilbúin til að hlusta og breyta, að við séum dugleg að afla okkur nýrrar þekkingar og taka þátt í rannsóknum og þróun. Starfsemi VIRK gekk vel á árinu 2023. Mikil fagleg þróun átti sér stað á árinu og starfsemin efldist á mörgum sviðum. Við höfum náð því fyrst íslenskra velferðar- stofnana að öll starfsendurhæfingar- þjónusta okkar er m.a. byggð á grundvelli ICF flokkunarkerfisins og upplýsingakerfið okkar tekur mið því. Í kerfinu er því haldið utan Flækjustig og áskoranir í starfsendurhæfingarferli Opinber stuðningskerfi Framfærsla í veikindum Heilbrigðisþjónusta Félagsþjónusta Lög og reglur Sveigjanleiki Stuðningur Félagslegt umhverfi Fjölskylda Vinir Menning Hvatning Stuðningur Einstaklingur Andleg heilsa Líkamleg heilsa Persónueiginleikar Geta og trú á eigin getu Hvatning Þekking og færni Áhugasvið Viðhorf Lífsreynsla Samskiptafærni Tengsl við aðra Réttindi á vinnumarkaði Kjarasamningar Veikindaréttur Sjúkrasjóðir stéttarfélaga Önnur aðstoð frá aðilum vinnumarkaðarins Vinnuumhverfi Aðstæður Menning Sveigjanleiki Hvatning Öryggi 7virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.