Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 70

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 70
þjónustulok. Færnin er metin m.t.t. þess hvaða áhrif ICF flokkurinn hefur á þátttöku einstaklingsins á vinnumarkaði. Matið er á skalanum 0-4 þar sem 0 þýðir engin áhrif á færni til atvinnuþátttöku en 4 þýðir veruleg/ algjör áhrif á færni til atvinnuþátttöku. Á mynd 4 má sjá dæmi um mat á færni innan ICF flokksins Þátttaka en ráðgjafi þarf að rökstyðja af hverju hann metur færni einstaklingsins á þessu ákveðna stigi. Við það opnast möguleiki til að setja markmið fyrir þennan ákveðna ICF flokk og þar með möguleikinn að tengjast ákveðnum úrræðum sem geta haft áhrif á þær hindranir sem metnar eru við færnimatið. Út frá niðurstöðum færnimats setur ráðgjafi í samvinnu við einstakling markmið innan hvers ICF flokks þar sem áhrif á færni til atvinnuþátttöku er metinn 2 eða meiri. Ráðgjafi skráir einnig leiðir að markmiðum en unnið er með 3-4 markmið á hverjum tíma í gegnum starfsendurhæfingarferilinn. Tilgangur með færnimati er að tryggja gæði og skilvirkari þjónustu við einstaklinga en einnig til að meta framvindu og árangur í starfsendurhæfingu. Færnimatið gefur þeim aðilum sem að málinu koma (ráðgjöfum, sérfræðingum og læknum) sameiginlega sýna á stöðu einstaklingsins auk þess sem það liggur til grundvallar við gerð áætlunar í starfsendurhæfingu og endurkomu til vinnu og er jafnframt rökstuðningur fyrir úrræðakaupum. Læknar og sérfræðingar gera möt eftir þörfum í starfsendurhæfingarferli ein- staklingsins, hvort sem er í upphafi ferils, í miðjum ferli eða við lok ferils. Allir 92 ICF þættirnir sem eru inni í upplýsingakerfi VIRK eru aðgengilegir sérfæðingum og læknum í þessum mötum en þeir taka afstöðu til ákveðinna ICF þátta sem þeir telja hindrandi til atvinnuþátttöku. Út frá þessu mati taka þeir afstöðu til færni einstaklingsins í þeim ICF-flokkum sem eru með færniskor frá 2-4, setja fram markmið í þeim flokkum sem vinna þarf með og koma með tillögur að úrræðum sem talið er að geta aukið færni einstaklings til vinnu. Öll þessi vinna er mjög styðjandi við starf ráðgjafa sem tekur við þessum upplýsingum og vinnur málið áfram með einstaklingi. Úrræðakaup Úrræðakaup ráðgjafa byggjast á einstakl- ingsmiðaðri áætlun um endurkomu til vinnu en öllum úrræðum er skipt niður á þrep sem taka mið af hindrun á færni einstaklings til atvinnuþátttöku. Mark- mið þrepaskiptingarinnar er að gera starfsendurhæfingu markvissa og bjóða einstaklingum upp á viðeigandi úrræði hverju sinni. Öll vinna við straumlínulögun á vinnuferlum og skýrari viðmið um úrræða- kaup í upplýsingakerfi VIRK hefur leitt til hagræðingar í útgjöldum hjá VIRK eins og kemur fram í grein Vigdísar forstjóra VIRK hér framar í ársritinu. Á mynd 5 má sjá hvernig úrræðum er þrepa- skipt eftir því hver færni einstaklingsins er en færnigildi í ICF flokkunarkerfinu er nýtt til þess að flokka úrræði á viðeigandi þrep. Færnigildi 0 og 1 opna fyrir úrræði sem eru á Þrepi 1 – innan þess þreps eru ýmis úrræði sem leggja áherslu á forvarnir eins og t.d. efni sem er á velvirk.is síðunni, ýmis styrkleikavinna með ráðgjafa eða í gegnum fjarnámskeið og hreyfiseðil. Þegar færnigildið er 2 þá opnast fyrir úrræði á þrep 2 sem eru ýmis hópnámskeið, hóp- meðferðir og fræðsla auk annarra úrræða sem eru á þrepi 1. Þegar færnigildið er 4 þá opnast fyrir úrræði á þrepi 4 auk allra annarra úrræða sem eru á þrepum fyrir Mynd 5: Skýrivísar fyrir þrepaskiptingu úrræða Þrep 1 Forvarnir / á eigin vegum / styrkleikavinna Starfsendurhæfing á vegum VIRK – unnið með heilsubrest Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4 Hindrun á færni 0-1 Engin til lítil áhrif á færni til atvinnuþátttöku Engin til lítil meðferðarþörf til staðar, ósérhæfð inngrip, almenn ráðgjöf og sjálfshjálp Forvarnir / Velvirk-efni, styrkleikavinna, námskeið, hreyfiseðill og fleira Hindrun á færni 2 Nokkur áhrif á færni til atvinnuþátttöku Almenn ráðgjöf og sjálfshjálp Hópnámskeið / hópmeðferð / fræðsla Hindrun á færni 3 Talsverð áhrif á færni til atvinnuþátttöku Markviss meðferð / endurhæfing svo sem sálfræðiviðtöl og sjúkraþjálfun, ráðgjöf Sérhæfð hópmeðferð / einstaklingsmeðferð Hindrun á færni 4 Veruleg áhrif á færni til atvinnuþátttöku Sérhæfð meðferð / endurhæfing þverfagleg endurhæfing einstaklingsmeðferð hjá sérhæfðum fagaðilum og ráðgjöf Sértæk hópmeðferð / sérhæfð einstaklingsmeðferð Skýrivísar vegna þrepaskiptingar úrræða 70 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.