Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 53

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 53
 VIRK Hreyfing sem meðferð sjúkdóma Vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem hreyfing hefur á ýmsa sjúkdóma, heilsufarskvilla og hamlandi einkenni er nú farið að nota hreyfingu sem meðferð, annað hvort eina og sér eða samhliða öðrum með- ferðarformum. Hreyfiseðill er dæmi um hvernig „vísað er á hreyfingu” til þeirra einstaklinga sem glíma við ákveðna sjúkdóma og sjúkdómseinkenni. Sjúkra- þjálfari í heilsugæslu sér um að skipuleggja hreyfinguna með þeim einstaklingi sem er að glíma við sjúkdóma sem rannsóknir hafa sýnt fram á að hreyfing hafi jákvæð áhrif á t.d. offitu, sykursýki 2, þunglyndi, kvíða, depurð, hækkaðan blóðþrýsting, langvinna verki, hjarta- og lungnasjúkdóma, hækkaða blóðfitu eða beinþynningu8. Margir fræðimenn hafa skrifað um hreyfingu og áhrif hennar á þunglyndi og offitu. Hér verður tæpt á örfáum atriðum um hreyfingu, þunglyndi og offitu. Hreyfing og þunglyndi Þegar meðferð á þunglyndi ber á góma dettur sennilega flestum í hug lyfjameðferð. Michael Craig Miller, læknir hjá Harvard læknaháskólanum, leggur áherslu á að þunglyndislyf séu ekki eina meðferðar- formið við þunglyndi. Hann segir að fyrir suma sé þjálfun jafn áhrifarík og lyf þó að þjálfun sé hins vegar ekki nægjanleg þegar um alvarlegt þunglyndi sé að ræða. Hann útskýrir að besta hreyfingin til að vinna bót á þunglyndi sé þjálfun af lágri ákefð til langs tíma. Slík þjálfun örvar frumuvöxt og taugatengingar í heilasvæði sem er kallað dreki (e. hippocampus) og hefur með skap/ hugarástand að gera og hjálpar þannig til við að minnka þunglyndiseinkenni9. Í yfirlitsriti Brendons Stubbs og Simonar Rosenbaum um þjálfunarinngrip við andlegum vanda er ítrekað að hafa beri í huga að þunglyndi er misalvarlegt og einkennamynd breytileg milli einstaklinga. Því gæti mismunandi hreyfing haft mis- munandi áhrif á einkennin. Rannsókn hefur t.d. sýnt að bæði þolþjálfun og styrktarþjálfun yfir 10 vikna tímabil er árangursrík við að draga úr þunglyndi. Auk þess er minnt á að eitt þjálfunarskipti hefur sýnt sig að bæta skap og vellíðan og á þeim forsendum gæti þjálfun nýst þunglyndum einstaklingi við að stýra þunglyndis- einkennum sínum10. Allt ber hér að sama brunni, þjálfun er áhrifum ofþyngdar eins og til dæmis langvinnu bólguástandi í líkamanum, þó svo að þeir léttist ekki12. Hreyfing og þjálfun í starfsendurhæfingu Forsenda þess að einstaklingar hefji starfsendurhæfingu hjá VIRK er að þeir séu að glíma við samsettan heilsubrest sem hefur hindrandi áhrif á atvinnuþátttöku. Þeir eiga margir hverjir það sameiginlegt að stunda ekki reglubundna hreyfingu og verða því af þeim jákvæðu áhrifum hreyfingar sem tíunduð eru hér að framan. Í starfsendurhæfingu er leitast við að hvetja einstakling til reglubundinnar hreyfingar með þeim stuðningi sem hver og einn þarfnast. Sumum hentar að æfa innan dyra, öðrum úti, sumum á þurru landi en öðrum í vatni, sumum í hópi en aðrir eru sáttari við að hreyfa sig einir, eða stundum í hópi og stundum einir. Mikilvægt er að einstaklingi finnist sú hreyfing sem valin er vera skemmtileg, því ef hún er það ekki eru líkur á að hann sinni henni ekki, hvorki á meðan starfsendurhæfingu stendur né til lengri tíma litið. Þó þarf stundum að láta sig hafa það að gera „leiðinlegar æfingar” ef þær bæta líðan eða halda einkennum niðri, gefa möguleika á fjölbreyttari tómstundaiðju og þjálfun, og bæta færni til atvinnuþátttöku. Þeir sem eru sjálfstæðir í hreyfingu fara oft í gönguferðir og sund á eigin vegum en fá gjarnan stuðning VIRK í formi líkamsræktarkorts sem gefur aðgang að tækjasal eða á jógastöð liggi áhugi þar. Margir þurfa stuðning fagaðila við hreyfingu, t.d. þeir sem glíma við verkja- vanda eða afleiðingar sjúkdóma eða þeir sem hafa ekki hreyft sig reglubundið til lengri tíma. Verkir hafa yfirleitt þær afleiðingar að hreyfistjórn og staðbundið úthald minnkar bæði á verkjasvæðinu og aðlægt því. Einstaklingur með verkjavanda í mjóbaki þarf yfirleitt leiðsögn sjúkraþjálfara til að bæta stjórn og ná hæfilegu spennustigi á kvið- og bakvöðvum til að styðja að mjóbaksliðum (ná stjórn á stöðugleikavöðvum mjóbaks) á meðan hann framkvæmir aðrar almennar hreyfingar, t.d. heimilisstörf, göngu eða æfingar í tækjasal. Rannsakendur leggja því áherslu á að æfa í náttúrulegu umhverfi og velta því upp hvort ekki sé betra að hreyfa sig úti fyrir og eftir vinnu í stað þess að velja að fara í ræktina6. mikilvæg við að draga úr þunglyndis- einkennum. Hreyfing og offita Í faraldsfræðilegum rannsóknum hefur offita og hár líkamsþyngdarstuðull verið tengdur langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, langvinnum nýrnasjúkdómi, mörgum tegundum krabbameins og fjölmörgum stoðkerfissjúkdómum11. Fræðimaðurinn Daniel Lieberman leggur áherslu á að finna þurfi góðar leiðir til að fyrirbyggja óhóflega þyngdaraukningu einstaklinga og stuðla að þyngdartapi. Hann segir að þolþjálfun sé óumdeilanlega betri þjálfun en styrktarþjálfun við að fyrirbyggja offitu og snúa þróun þyngdar- aukningar við en tekur þó fram að umdeilt sé hve mikil ákefð í þolþjálfun sé hentugust. Síðan leggur Daniel Lieberman mikla áherslu á að þeir sem glíma við offitu þjálfi sig því þjálfun vinnur gegn slæmum 53virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.