Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 24
Um 81% aðspurðra töldu starfsendur-
hæfingarferlið vel skipulagt (mynd 8)
og svipað hlutfall taldi að úrræðin sem
þeim buðust í starfsendurhæfingunni hafi
hentað þeim vel (mynd 9).
Mikill meirihluti aðspurðra telja líklegt
að þeir myndu mæla með VIRK við þá
vini og kunningja sem gætu nýtt sér
þjónustuna samkvæmt umreiknaðri með-
mælaeinkunn (NPS) á kvarðanum 0 til
10. Í könnuninni nú er hægt að líta svo á
að VIRK fái meðaleinkunnina 8,8 borið
saman við 8,3 árið 2017 (sjá mynd 10).
Afstaða til ráðgjafans
Líkt og fyrri ár eru nær allir svarendur
þjónustukönnunar VIRK ánægðir með
ráðgjafann sinn. 94% aðspurðra segja
að viðmót og framkoma ráðgjafans hafi
verið gott (mynd 11), 90% segjast hafa
fengið frekar eða mjög mikla hvatningu frá
ráðgjafanum (mynd 12) og 88% segja að
ráðgjafanum hafi tekist vel að virkja þau til
þátttöku í mótun endurhæfingaráætlunar
um endurkomu til vinnu (mynd 13).
Mat á árangri starfsendur-
hæfingarinnar
Svarendur voru beðnir um að meta ávinn-
inginn af starfsendurhæfingunni sem og
eigin líðan í upphafi og lok þjónustunnar.
Alls sögðu um 82% að þjónustan og
úrræðin á vegum VIRK hafi aukið starfs-
getu þeirra að nokkru eða miklu leyti
(mynd 14) og samtals 87% töldu að
þjónusta VIRK hefði bætt lífsgæði þeirra
að nokkru eða miklu leyti (mynd 15).
Þátttakendur voru beðnir um að meta
starfsgetu sína, andlega og líkamlega
líðan og sjálfsmynd í upphafi þjónustu og
við lok þjónustu á kvarðanum 0 til tíu. Á
mynd 15 má sjá að þátttakendur upplifa
bætingu í þessum fjórum þáttum en sem
dæmi má nefna þá gáfu þeir starfsgetu
sinni einkunnina 2,2 í upphafi þjónustu en
5,9 í lok þjónustu að jafnaði (sjá mynd 16).
Hversu vel eða illa þóttu þér úrræðin sem þér buðust
henta þinni starfsendurhæfingu?
Mynd 9
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
IllaHvorki né Vel
80% 12% 9%
Hversu gott eða slæmt fannst þér almennt viðmót
og framkoma ráðgjafa þíns hjá VIRK?
Mynd 11
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
SlæmtHvorki né Gott
94% 4% 3%
Hversu mikla eða litla hvatningu fékkst þú frá
ráðgjafa þínum í starfsendurhæfingunni?
Mynd 12
90% 6% 4%
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
LitlaHvorki né Mikla
Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir mæla með VIRK
við þá vini og kunningja sem þú telur að gætu nýtt sér þjónustuna?
Mynd 10
2022/
2023
2017
90%
5 5,5 6 6,5 7 7,5 8 8,5 9 9,5 10
8,8
8,3
24 virk.is