Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 65

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 65
 VIRK   Takk kærlega fyrir hjálpina, er svo þakklátur.“ Gerði mjög mikið fyrir mig að komast í VIRK. Frábær þjónusta í alla staði.“ Ég er mjög þakklát fyrir VIRK og þá aðstoð og þjónustu sem ég fékk þar. Ég sé ekki hvernig ég hefði átt að ná heilsu og komast aftur til vinnu án aðstoðar VIRK. Það frábæra við þessa vegferð mína hjá VIRK er að ég tók ákvörðun um að skipta um starf. Það sá ég engan veginn fyrir mér að gæti gerst því mér fannst ég svo léleg og engan veginn fær um að takast á við nýja hluti. Í dag er ég ótrúlega spennt fyrir nýju vinnunni minni og að takast á við hana. Takk fyrir mig!“ Ráðgjafinn minn var algjörlega frábær, faglegur og næmur og hjálpaði mér mikið. Námskeiðin töluðu vel saman og fagfólk meðvitað um stöðu fólks sem kemur í gegnum VIRK. Ég er ekki viss um að ég væri komin á vinnumarkaðinn án þeirrar aðstoðar sem ég naut frá ykkur. Takk!“ Göfugur málstaður og nauðsynlegt öryggisnet fyrir fólk. Ég lenti í áföllum eins og gerist stundum í lífinu en VIRK og stéttarfélagið mitt tóku á móti mér, hjálpuðu mér að ná mér aftur, og fyrir vikið kom ég sterkari og einbeittari en áður.“ Takk fyrir allt! Ég veit ekki hvar ég væri án VIRK og mun vera ævinlega þakklát allri þeirri hjálp sem ég fékk!“ Mjög þakklát fyrir að koma til ykkar þótt það væri ekki alveg hægt að vinna með minn sjúkdóm. Það sem ég fór í gerði mér gott. Takk fyrir mig.“ VIRK algjörlega bjargaði og umbreytti lífi mínu. Er óendanlega þakklát öllu því yndislega fólki sem ég hitti og sem hjálpaði mér í minni uppbyggingu.“ VIRK er ómissandi stofnun/ fyrirtæki. Ég verð VIRK ævinlega þakklát, það er ykkur að þakka að ég er í háskólanámi. Ekki nóg með það, ég fékk verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunnina. Takk VIRK!“ Svör við spurningunni: Af hverju ánægja með þjónustu VIRK? UMMÆLI ÞJÓNUSTUÞEGA ÚR ÞJÓNUSTUKÖNNUN VIRK 2023 65virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.