Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 63

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 63
 VIRK Mynd 6 Mat á starfskröfum (e. Job demands) Starfskröfur (kröfur sem starfið gerir til einstaklings) eru breytilegar eftir starfinu sjálfu og einnig aðstæðum á vinnustað. Hér er ekki um að ræða tæmandi yfirlit yfir starfskröfur heldur er einungis fjallað um nokkra þætti af þessum toga. Reiknaðir voru meðaltalskvarðar á grund- velli 15 spurninga um kröfur starfsins fyrir veikindaleyfi, m.a. hvort starfið hafi falið í sér tilfinningalega íþyngjandi aðstæður, hvort viðkomandi hafi fengið verkefni að leysa án þess að hafa nauðsynleg bjargráð, hvort markmiðin með starfinu hafi verið skýr, hvort vinnuálagið hafi verið svo ójafnt að verkefnin hlóðust upp og hvort viðkomandi hafði of mikið að gera í vinnunni. Á mynd 6 sjáum við að svipað hlutfall launþega, námsmanna og atvinnuleitenda og langveikra sagði að starfið hafi oft gert tilfinningalegar kröfur til þeirra (34-35%). Svipað má segja um svör við spurningum um kröfur um afköst í starfi (51-54%) og óskýr starfshlutverk (18-21%). Þegar litið er til krafna um ákvarðanir í starfi eru atvinnuleitendur og námsmenn (46%) hlutfallslega ólíklegri en launþegar og langveikir til að segja það hafi oft átt við (54- 56%). Athygli vekur að meirihluti svarenda í hópunum þremur segja að starfshlutverk þeirra hafi verið ágætlega skýrt og eru 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Tilfinningalegar kröfur í starfi Kröfur um ákvarðanir í starfi Kröfur um afköst í starfi Óskýrt starfshlutverk Skýrt hlutverk í starfi 35% 54% 54% 21% 74% 35% 56% 51% 21% 76% 34% 46% 51% 18% 80% Mynd 7 atvinnuleitendur og námsmenn þar hlut- fallslega flestir (80%). Mat á vinnuálagi (e. Workload) Á mynd 7 sjáum við niðurstöður um afstöðu svarenda við sex spurningum um álags- þætti sem tengjast starfinu og aðskilnaði vinnu og einkalífs. Spurningarnar sem kvarðinn byggir á eru: Fannst þér starfið valda þér streitu, upplifðir þú álag eða streitu í starfi vegna fjárhagslegrar ábyrgðar, fannst þér kröfur sem gerðar voru í starfi þínu trufla fjölskyldulíf þitt, fannst þér að kröfur sem fjölskyldulíf þitt gerði til þín hafi truflað starf þitt, óttaðist þú að gera mistök í starfi sem hefðu getað valdið tjóni og kom það fyrir að þig langaði ekki í vinnuna við upphaf vinnudags? 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Starfið olli streitu Álag vegna fjárhagslegrar ábyrgðar Kröfur í starfi trufluðu fjölskyldulíf Kröfur fjölskyldulífs trufluðu starfið Ótti við mistök í starfi Langaði ekki í vinnuna við upphaf vinnudags 20% 14%17% 58% 58% 53% 28% 18%21% 25% 17% 20% 15% 27% 18% 35% 39% 40% Starfskröfur Hlutfall sem segist hafa upplifað eftirfarandi oft Álag í starfi. Hlutfall sem segist hafa upplifað oft Í námi eða atvinnuleit Langveikir Launþegi Í námi eða atvinnuleit Langveikir Launþegi 63virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.