Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 42
ATVINNUTENGING
Atvinnutenging einstaklinga sem luku þjónustu
hjá atvinnulífstenglum VIRK árið 2023
Þjónustuþegum VIRK sem gætu nýtt sér
aukna aðstoð við að komast inn á vinnu-
markaðinn stendur til boða að fá sérstaka
aðstoð frá atvinnulífstenglum VIRK. Margir
þessara einstaklinga eru með skerta
starfsgetu og stefna á hlutastörf við lok
starfsendurhæfingar.
Hinsvegar, eins og sjá má á myndinni
„Hlutfallsleg skipting starfa eftir starfs-
hlutfalli“ sem finna má á síðunni hér til
hægri, þá eru margir sem fara í fullt starf við
lok þjónustu eða 32% af einstaklingunum.
Þjónustu-, umönnunar- og
sölustörf
Ósérhæfð störf
Skrifstofustörf
Sérfræðistörf
Tæknar og sérmenntað
starfsfólk
Störf iðnaðarmanna og
sérhæfðs iðnverkafólks
Störf véla- og vélgæslufólks
Hlutfallsleg skipting starfa eftir starfsgreinum
Einstaklingar sem luku þjónustu hjá atvinnulífstenglum í starfi árið 2023
Menntun
Einstaklingar sem luku þjónustu hjá atvinnulífstenglum 2023
Grunnskóli
Framhaldsskóli / Iðnnám
Háskólanám
Annað nám
35%
32%
26%
7%
45%
16%
15%
10%
7%
4%
3%
Árið 2023 var í fyrsta skipti veitt viður-
kenning til fyrirtækja og stofnana sem
voru í samstarfi við atvinnutengingu
VIRK og sinntu þessu samstarfi sérlega
vel og sýndu samfélagslega ábyrgð
- og eru þannig hvetjandi fyrir önnur
fyrirtæki til góðra verka. Össur Iceland
og Vista verkfræðistofa voru fyrst til þess
að hljóta viðurkenninguna sem VIRKT
fyrirtæki og Símstöðin og Hrafnista fengu
viðurkenninguna árið 2024.
Á myndunum hér á opnunni má sjá
áhugaverðar upplýsingar sem tengjast
einstaklingum sem luku þjónustu hjá
atvinnulífstenglum VIRK árið 2023.
Vinnusamningar eru einnig úrræði sem
atvinnulífstenglar nýta sér til að auðvelda
endurkomu inn á vinnumarkaðinn en árið
2023 voru 23 slíkir samningar gerðir og
urðu 78% þeirra að áframhaldandi störfum.
Atvinnulífstenglar VIRK leggja mikla
áherslu á samstarf við fyrirtæki enda er gott
samstarf og samvinna grundvöllur farsællar
atvinnutengingar. Nú eru yfir 1600 fyrirtæki
og stofnanir skráðar í upplýsingagrunn
VIRK og mörg þeirra eru með ákveðna
tengiliði sem auðveldar allt samstarf.
Árið 2023 bárust 328 tilvísanir til atvinnu-
lífstengla en 368 einstaklingar luku
þjónustu hjá þeim. Við lok þjónustu voru
74,7% þeirra með vinnugetu og virkir á
vinnumarkaði þ.e. fóru í vinnu, nám eða
atvinnuleit.
Atvinnulífstenglar VIRK nýta sér ýmis
úrræði til að auka líkur á endurkomu til
vinnu og eru vinnuprófanir eitt slíkt úrræði.
Vinnuprófanir geta gefið góða mynd af
vinnugetu einstaklingsins og er gott að nota
þegar óvissa er um hver hún er. Árið 2023
voru 32 vinnuprófanir settar af stað og af
þeim urðu 40% að áframhaldandi störfum
í framhaldinu.
CV
42 virk.is