Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 13

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 13
 VIRK Auknir möguleikar í nýju örorkulífeyriskerfi Þegar þetta er skrifað liggur fyrir frumvarp frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem áformað er að breyta verulega því örorkulífeyriskerfi sem hefur verið nær óbreytt undanfarna áratugi. Frumvarpið inniheldur marga mikilvæga þætti sem geta svo sannarlega bætt stöðu ein- staklinga í starfsendurhæfingu og eins aukið möguleika einstaklinga með skerta starfsgetu til aukinnar atvinnuþátttöku og velsældar. Í þessu frumvarpi er bæði lögð áhersla á starfsendurhæfingu og þá hugmyndafræði að mæta og aðstoða einstaklinga eftir þörfum en jafnframt skiptir máli að gefa þau skýru skilaboð út í samfélagið að við berum öll ábyrgð á að nýta starfsgetu okkar til góðra verka. Framfærsla einstaklinga í veikindum verð- ur betur tryggð með nýjum sjúkra- og endurhæfingargreiðslum og einstaklingar sem ljúka starfsendurhæfingu með skerta vinnugetu munu hafa meiri mögu- leika til atvinnuþátttöku með greiðslu hlutaörorkulífeyris á móti atvinnutekjum. Frumvarpið tekur ekki á öllum vanköntum núverandi kerfis en það er sannarlega stórt skref fram á við í að bæta kerfið og möguleika einstaklinga til virkni og þátttöku. Annar mikilvægur þáttur í frumvarpinu eru áform um að þróa nýtt mat á starfsgetu einstaklinga með nýju þverfaglegu sam- þættu sérfræðimati í stað núgildandi örorkumatsstuðuls. Þetta er löngu tíma- bært og mikilvægt í öllu samhengi. Ramminn utan um hið nýja mat er ICF flokkunarkerfið og er það í takt við þá leið sem okkar nágrannaþjóðir hafa verið að fara. Megináhersla verður á færni, vald- eflingu og stuðning við fólk til að nýta sína hæfileika og getu. Þetta er í takt við markmið starfsendurhæfingar og VIRK lýsir sig reiðubúið til að taka þátt í þessari þróun og leggja m.a. til þá þekkingu og þróun sem hefur átt sér stað innan VIRK á þessu sviði. Gerum betur - saman Í frumvarpi um nýtt örorkulífeyriskerfi er gert ráð fyrir að lögfest sé skylda þjónustu- kerfa til að eiga með sér aukið samstarf með það að markmiði „að stuðla að heildstæðri nálgun og samfellu við veitingu þjónustu ...“. Sett verða á laggirnar sérstök samhæfingarteymi þar sem sitja fagaðilar frá mismunandi þjónustukerfum. Gert er ráð fyrir að þjónustukerfin þrói þetta samstarf og semji um það sín á milli. VIRK er eitt af þessum þjónustukerfum og fulltrúar VIRK eru nú þegar farnir að undirbúa þetta samstarf í samvinnu við hin kerfin. VIRK fagnar þessum ákvæðum frumvarps- ins. Aukið samstarf mismunandi kerfa getur án efa opnað nýjar leiðir fyrir ein- staklinga sem glíma við langvarandi heilsubrest af ýmsum toga. Einstaklingar í starfsendurhæfingu eru oft að glíma við það flókinn og margþættan vanda að aðeins er hægt að ryðja hindrunum úr vegi með samstarfi ólíkra kerfa. Okkar reynsla hjá VIRK er sú að almennt vinna fagaðilar mismunandi þjónustukerfa vel saman og allir leggja sig fram um að mæta þörfum einstaklinga í vanda. Formlegra samstarf á þessum vettvangi mun hins vegar án efa verða til þess að fundnar verða nýjar lausnir og einstaklingum þannig tryggð betri þjónusta til framtíðar. Í velferðarþjónustunni hér á landi er unnið gott starf sem skilar miklum árangri. Vel- ferðarþjónustan er full af fólki sem brennur fyrir starfinu sínu og leggur mikið á sig til að aðstoða sína þjónustuþega til betri heilsu, lífsgæða og starfsgetu. Það eru hins vegar víða tækifæri til að gera betur sérstaklega ef við vinnum betur saman með þarfir okkar þjónustuþega í huga. Nýtt örorkulífeyrisfrumvarp hefur þessa skýru stefnu sem er afar ánægjuleg og ef vel tekst til þá munum við öll gera betur – saman. 13virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.