Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 20
af brúninni. En þá var ég í raun löngu dottin
niður af brúninni.
Ég hélt svo áfram í vinnunni í eina viku en ég
fann að ég hafði misst einhverja undirstöðu.
Ég var búin að horfaðst í augu við hvernig
ástand mitt var. Ég mætti á fundi en sat stjörf.
Í lok þessarar viku brotnaði ég alveg saman.
Ég sat á kaffistofu í miðju rými og fullt af fólki
í kringum mig og allt í einu þá spýttust tárin
fram, ég byrjaði að gráta og gat ekki hætt.
Þetta var mjög óþægilegt þarna í miðju rými
kaffistofunnar. Mér leið eins og ég væri að
missa stjórn bæði á líkama og sál. Ég held
að svona lagað sé dæmigerð kulnun.“
Kom einhver og hjálpaði þér?
„Já. Það komu samstarfsmenn sem tóku mig
afsíðis og ég var send heim. Fólkið sem ég
átti samtal við vikuna áður áttaði sig á hvað
var að gerast. Ég fékk strax leiðbeiningar
um að hafa samband við lækni. Ég fékk
ekki tíma hjá heimilislækni mínum fyrr
en mörgum vikum seinna. Ég lá í rúminu
grátandi, mjög verkjuð um alla líkamann,
var lasin, alls staðar. Ég var í miklu áfalli og
fannst þetta allt saman mjög óraunverulegt.
Ég trúði ekki að svona væri komið fyrir mér.
Ég var í daglegu sambandi við fyrrnefnda
vinkonu mína. Hún benti mér á að það
þýddi ekkert að bíða svona lengi eftir
tímanum hjá heimilislækninum. Ég yrði
að komast til læknis strax. Það tókst og
ég fékk læknisvottorð. Þetta var í byrjun
árs 2021. Ég var með grímu vegna kóvíd
í þessari læknisheimsókn og átti mjög
erfitt með að tala við lækninn um þetta.
Kom varla orðunum frá mér. Læknirinn
skynjaði hvernig mér leið og setti mig strax
í fjögurra vikna veikindaleyfi og lét mig hafa
svefntöflur, því ég var hætt að geta sofið. Ég
fékk svo annan tíma hjá lækninum. Þetta
voru mjög erfiðar vikur. Áfallið var mikið, ég
átti erfitt með svefn og að borða – bara allt
þetta venjulega.“
Ákvað að gera allt til að komast
til heilsu
Hvernig tók maðurinn þinn þessu?
„Hann skildi þetta að ákveðnu marki. Þeir
sem ekki hafa upplifað þetta á eigin skinni
eiga erfitt með að skilja þetta fullkomlega.
En vinkona mín skildi mig vel. Eigi að síður
sýndi maðurinn minn mér mikinn stuðning
og var mjög góður við mig.“
Hvenær komstu að hjá VIRK?
„Strax og ég hafði jafnað mig á versta áfallinu
var ég staðráðin í að nýta úrræði sem til væru,
gera allt til að komast aftur til heilsu. Þegar
ég hitti svo lækninn aftur bað ég sjálf um að
lögð yrði inn beiðni um starfsendurhæfingu
hjá VIRK. Eg vissi að vinnustaðurinn minn
væri í samstarfi við VIRK og þar væru að
finna margvísleg úrræði. Ég komst að eftir
fjórar vikur. Ég hitti ráðgjafa VIRK hjá VR.
Ráðgjafinn var yndisleg kona, sem tók mér
rosalega vel. Um leið og ég hitti hana þá
fann ég mikla hlýju og fékk góða tilfinningu
fyrir þessu samstarfi.
Ráðgjafinn var með mér í liði og það var
rosalega gott að hitta hann en ég var eigi
að síður sú sem stjórnaði ferðinni. Það kom
mér á óvart. Ég hafði ímyndað mér að ég færi
bara í sama prógram og allir aðrir, kannski í
Þegar leið á þá
átta mánuði sem
ég var í þjónustu
hjá VIRK fór ég að
fara í heimsókn á
vinnustaðinn til að
halda sambandi
við fólkið.
20 virk.is