Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 71

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 71
 VIRK neðan (1-3) og þá opnast fyrir úrræði eins og sértækar hópmeðferðir og sérhæfðar einstaklingsmeðferðir. Lokaorð Í september 2021 gaf Heilbrigðisráðuneytið út skýrsluna Heilbrigðistengd endurhæfing – fimm ára aðgerðaáætlun 2021 til 20258. Í skýrslunni er lagt til að innleidd verði ný stöðluð möt á endurhæfingarþörfum þar sem lögð væri áhersla á færni í stað sjúkdómsgreininga og sem speglar líf-, sál- og félagslega hugmyndafræði. Í því skyni er lagt til að innleiða ICF flokkunarkerfið sem endurspeglar þessa nálgun. Í aðgerðar- áætluninni fyrir árin 2021-2025 er lagt til að þessi hugmyndafræði verði lögð til grundvallar endurhæfingarstarfsemi og nýtt við skráningu í sjúkraskrá. Stefnt er að því að innleiðingin eigi sér stað árið 2024. VIRK hefur nú þegar innleitt ICF flokkunar- kerfið inn í allan sinn starfsendurhæfingar- feril og eins og sjá má hér á undan þá er ICF leiðandi í öllu ferlinu og aðstoðar sérfræðinga og ráðgjafa við gerð endurhæfingaráætlunar sem eykur líkur á því að skila einstaklingi aftur inn á vinnumarkaðinn. Merkja má að núna síðustu árin þá hefur það færst í aukana að aðrar stofnanir og samtök eru að skoða innleiðingu á ICF hugmyndafræðinni hjá sér. VIRK hefur lagt mikla vinnu í að innleiða ICF flokkunarkerfið inn í allan starfsendur- hæfingarferil einstaklingsins hjá VIRK og þjálfað alla sem hafa komið að því ferli í gegnum árin. Áframhald verður á þessari þjálfun fyrir nýja starfsmenn og einnig verða settar af stað vinnustofur fyrir starfsmenn til upprifjunar. Nú er í vinnslu hjá VIRK úttekt á ýmsum þáttum ICF skráningar og skoða á möguleika þess til að spá fyrir um lengd í þjónustu, endurkomu til vinnu og möguleika þess til að vera mælitæki á breytingum á heilsufari við lok starfsendur- hæfingar. Upplýsingakerfi VIRK er í stöðugri þróun sem er mjög mikilvægt til að unnt sé að koma til móts við þarfir og áherslur einstaklinga í starfsendurhæfingu hjá VIRK hverju sinni. Það er einnig mikilvægt til að hægt sé að veita viðeigandi meðferðir í starfs- endurhæfingu út frá þeim upplýsingum sem eru í upplýsingakerfi VIRK. Heimildir 1. World Health Organization. International classifcation of functioning, disability and health : ICF. Geneva: World Health Organization; 2001. https://www.who.int/ standards/classifications/international- classification-of-functioning-disability-and- health 2. Vanovenberghe C, Bois M, Lauwerier E & Broeck A. Does motivation predict return to work? A longitudinal analysis. J Occup Health. 2021;63:e12284 3. Anner Anner J, Brage S et al. Validation of the EUMASS Core Set for medical evaluation of work disability. Disabil Rehabil, 2013;35(25):2147-56 4. Finger ME, Escorpizo R, Bostan C, De Bie R. Work rehabilitation questionnaire (WORQ): Development and preliminary psychometric evidence of an icf-based questionnaire for vocational rehabilitation. J Occup Rehabil. 2014;24(3):498–510. 5. Thygesen KB, Korshöj M, Verpe IS, Vestergaard L, Escorpizo R & Mortensen OS. Translation and cross-cultural adaptation of the Work Rehabilitation Questionnaire (WORQ) into Danish. Front. Rehabil. Sci. 4:1134039 6. Portmann Bergamaschi R, Escorpizo R, Staubli S, Finger ME. Content validity of the Work Rehabilitation Questionnaire-Self- Report Version WORQ-SELF in a subgroup of spinal cord injury patients. Spinal Cord. 2014;52(3):225–230. 7. Sánchez J. Predicting Recovery in Individuals With Serious Mental Illness: Expanding the International lassification of Functioning, Disability, and Health (ICF) Framework. Rehabilitation counseling Bulletin, 2022; 65(3): 197-212 8. Stjórnarráð Íslands, Heilbrigðisráðuneytið (2021). Heilbrigðistengd endurhæfing – fimm ára aðgerðaáætlun 2021 til 2025. Sótt 21. mars 2024 af https://www. stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/ Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/ Fimm%20%C3%A1ra%20a%C3%B0ge r%C3%B0a%C3%A1%C3%A6tlun%20 um%20endurh%C3%A6fingu%20 09112020.pdf 71virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.